Voru víkingarnir með tölukerfi? Ef svo er hvernig var það?Víkingaöld er tímabil í sögu Norður-Evrópu sem nær frá árinu 793 til 1066. Víkingaöldinni er oft skipt í þrjú tímaskeið. Miðskeiðið 850 – 1000 er kennt við landnám norrænna manna. Ísland var numið af víkingum á níundu og tíundu öld. Víkingar kynntust smám saman kristnum menningarheimi á þessu tímabili og rituðu máli með latínuletri. Fyrstu ritaðar heimildir um landnám Íslands eru frá tólftu öld. Þær bera með sér að talnakerfi var þá hið sama og nú er notað. Tölur voru oft ritaðar fullum stöfum: einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, sex, sjö, átta, níu tíu, ellefu, tólf, þrettán, og svo framvegis. Oft var talið í tugum, svo sem „tveir tigir manna“, 20 manns. Talað var um tólf tugi, 120, sem hundrað, nú nefnt „stórt hundrað“. Það sem nú er nefnt hundrað var þá nefnt tíu tugir. Hér vottar fyrir blöndu af tugakerfi og tylftakerfi.

Margir steinar með rúnaletri frá víkingatímanum hafa fundist á Norðurlöndunum, til að mynda Röksteinninn á Austur-Gautlandi í Svíþjóð. Þar eru þó nokkrar tölur nefndar. Maðurinn á myndinni er fornleifafræðingurinn Hans Hildebrand.
- Þórgunnur Snædal. „Af hverju hafa svona fáir rúnasteinar fundist á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2015. Sótt 27. maí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=64197.
- „The Viking Answer Lady.“ Sótt 27. maí 2019. http://www.vikinganswerlady.com/numeric-reckoning.shtml.
- Wikipedia. Rökstenen och riksantikvarie Hans Hildebrand 1890. (Sótt 28.5.2019).
hvernig rituðu víkingar á fornöldum raðtölur, tölustafi? eru til tölustafir í rúnaletri? 1 2 3...Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Þórgunni Snædal fyrir yfirlestur.