Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig gekk Þórshafnarbúum að leysa þrautir Háskólalestarinnar?

Ritstjórn Vísindavefsins

Háskólalestin stoppaði á Þórshöfn á Langanesi fjórðu helgina í maí 2015. Í vísindaveislu laugardaginn 23. maí spreyttu Þórshafnarbúar og aðrir gestir sig á ýmsum þrautum og gátum sem Vísindavefurinn lagði fyrir þá.

Feðgarnir Mansi og Jarek voru sannkallaðir þrautakóngar vísindaveislunnar á Þórshöfn. Þeir leystu allar þrautirnar og voru þeir einu á svæðinu sem tókst að leysa gátu Einsteins. Mansi er 13 ára en faðir hans Jarek flutti til Íslands frá Póllandi fyrir 18 árum. Jarek vinnur í áhaldahúsi Langanesbyggðar og lærði bifvélavirkjun í tækniskóla í Póllandi, þar var meðal annars kennd efnafræði og fleiri raungreinar.

Feðgarnir Mansi og Jarek voru himinlifandi eftir að hafa leyst gátu Einseins.

Kristinn Lárusson, vinnslustjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórshöfn, stóð sig einnig vel og leysti allar þrautirnar, nema gátu Einsteins. Eftir að hafa skoðað steinasafn Háskólalestarinnar gerði hann sér lítið fyrir og sótti sitt einkasteinasafn og kom með það í veisluna. Undir lok veislunnar færði Kristinn Snæbirni Guðmundssyni, jarðfræðingi Háskólalestarinnar, forláta stein að gjöf. Steininn fann hann við gerð Fáskrúðsfjarðarganganna.

Kristinn Lárusson, til hægri á myndinni, fann fjölmarga merkilega steina þegar hann vann við gerð Fáskrúðsfjarðarganganna. Hann gaf Snæbirni Guðmundssyni jarðfræðingi stein í vísindaveislunni.

Að lokum er vert að hrósa sérstaklega öllum þeim stúlkum í vísindaveislunni sem röðuðu saman teningnum. Af þeim 20 sem gátu raðað teningnum rétt saman voru 13 þeirra kvenkyns, langflestar um 10 ára gamlar. Ein þeirra, Viktoría Hulda, kom meira að segja alla leið frá Vopnafirði til að leysa teninginn og aðrar þrautir.

Julia Uscio var ein þeirra fjölmörgu ungu stúlkna á Þórshöfn sem gátu raðað teningnum rétt saman.

Hér fylgir nafnalisti þeirra sem leystu þrautir vísindaveislunnar á Þórshöfn.

Hver á fiskinn?

  • Mansi, 13 ára og Jarek faðir hans

Skákþraut

  • Kristinn Lárusson
  • Ragnar Tómasson, frá Raufarhöfn
  • Mansi og Jarek
  • Guðni Jóhann Sveinsson
  • Alexander Örn Kristinsson

Teningur

  • Vilborg Stefánsdóttir
  • Kristinn Lárusson
  • Julia Uscio, 10 ára
  • Stefanía Reimarsdóttir, 15 ára og Tanya Aðalsteinsdóttir, 9 ára, í sameiningu
  • Olivia Sadowska, 13 ára
  • Vilborg Reimarsdóttir, 12 ára
  • Mikolaj Potrykus, 15 ára
  • Erla Rós Ólafsdóttir, 12 ára
  • Oddur Skúlason
  • Sólveig Sveinbjörnsdóttir
  • Mansi og Jarek, í sameiningu
  • Þorbjörg og Hallmar, frá Vopnafirði, í sameiningu
  • Katrín og Birgitta Rúnarsdætur og Helga Björg Reimarsdóttir, í sameiningu, 8, 9 og 10 ára
  • Viktoría Hulda Þorgrímsdóttir, 14 ára frá Vopnafirði
  • Bjarki Sveinsson
  • Alexander Örn Kristinsson

Jafnvægisþraut

  • Víkingur Jónsson
  • Kristinn Lárusson
  • Oddur Skúlason
  • Mansi og Jarek, í sameiningu
  • Viktoría Hulda Þorgrímsdóttir
  • Alexander Örn Kristinsson
  • Bjarki Sveinsson
  • Guðni Jóhann Sveinsson

Myndir:

Útgáfudagur

26.5.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvernig gekk Þórshafnarbúum að leysa þrautir Háskólalestarinnar?“ Vísindavefurinn, 26. maí 2015, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70202.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2015, 26. maí). Hvernig gekk Þórshafnarbúum að leysa þrautir Háskólalestarinnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70202

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvernig gekk Þórshafnarbúum að leysa þrautir Háskólalestarinnar?“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2015. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70202>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig gekk Þórshafnarbúum að leysa þrautir Háskólalestarinnar?
Háskólalestin stoppaði á Þórshöfn á Langanesi fjórðu helgina í maí 2015. Í vísindaveislu laugardaginn 23. maí spreyttu Þórshafnarbúar og aðrir gestir sig á ýmsum þrautum og gátum sem Vísindavefurinn lagði fyrir þá.

Feðgarnir Mansi og Jarek voru sannkallaðir þrautakóngar vísindaveislunnar á Þórshöfn. Þeir leystu allar þrautirnar og voru þeir einu á svæðinu sem tókst að leysa gátu Einsteins. Mansi er 13 ára en faðir hans Jarek flutti til Íslands frá Póllandi fyrir 18 árum. Jarek vinnur í áhaldahúsi Langanesbyggðar og lærði bifvélavirkjun í tækniskóla í Póllandi, þar var meðal annars kennd efnafræði og fleiri raungreinar.

Feðgarnir Mansi og Jarek voru himinlifandi eftir að hafa leyst gátu Einseins.

Kristinn Lárusson, vinnslustjóri hjá Ísfélagi Vestmannaeyja á Þórshöfn, stóð sig einnig vel og leysti allar þrautirnar, nema gátu Einsteins. Eftir að hafa skoðað steinasafn Háskólalestarinnar gerði hann sér lítið fyrir og sótti sitt einkasteinasafn og kom með það í veisluna. Undir lok veislunnar færði Kristinn Snæbirni Guðmundssyni, jarðfræðingi Háskólalestarinnar, forláta stein að gjöf. Steininn fann hann við gerð Fáskrúðsfjarðarganganna.

Kristinn Lárusson, til hægri á myndinni, fann fjölmarga merkilega steina þegar hann vann við gerð Fáskrúðsfjarðarganganna. Hann gaf Snæbirni Guðmundssyni jarðfræðingi stein í vísindaveislunni.

Að lokum er vert að hrósa sérstaklega öllum þeim stúlkum í vísindaveislunni sem röðuðu saman teningnum. Af þeim 20 sem gátu raðað teningnum rétt saman voru 13 þeirra kvenkyns, langflestar um 10 ára gamlar. Ein þeirra, Viktoría Hulda, kom meira að segja alla leið frá Vopnafirði til að leysa teninginn og aðrar þrautir.

Julia Uscio var ein þeirra fjölmörgu ungu stúlkna á Þórshöfn sem gátu raðað teningnum rétt saman.

Hér fylgir nafnalisti þeirra sem leystu þrautir vísindaveislunnar á Þórshöfn.

Hver á fiskinn?

  • Mansi, 13 ára og Jarek faðir hans

Skákþraut

  • Kristinn Lárusson
  • Ragnar Tómasson, frá Raufarhöfn
  • Mansi og Jarek
  • Guðni Jóhann Sveinsson
  • Alexander Örn Kristinsson

Teningur

  • Vilborg Stefánsdóttir
  • Kristinn Lárusson
  • Julia Uscio, 10 ára
  • Stefanía Reimarsdóttir, 15 ára og Tanya Aðalsteinsdóttir, 9 ára, í sameiningu
  • Olivia Sadowska, 13 ára
  • Vilborg Reimarsdóttir, 12 ára
  • Mikolaj Potrykus, 15 ára
  • Erla Rós Ólafsdóttir, 12 ára
  • Oddur Skúlason
  • Sólveig Sveinbjörnsdóttir
  • Mansi og Jarek, í sameiningu
  • Þorbjörg og Hallmar, frá Vopnafirði, í sameiningu
  • Katrín og Birgitta Rúnarsdætur og Helga Björg Reimarsdóttir, í sameiningu, 8, 9 og 10 ára
  • Viktoría Hulda Þorgrímsdóttir, 14 ára frá Vopnafirði
  • Bjarki Sveinsson
  • Alexander Örn Kristinsson

Jafnvægisþraut

  • Víkingur Jónsson
  • Kristinn Lárusson
  • Oddur Skúlason
  • Mansi og Jarek, í sameiningu
  • Viktoría Hulda Þorgrímsdóttir
  • Alexander Örn Kristinsson
  • Bjarki Sveinsson
  • Guðni Jóhann Sveinsson

Myndir:

...