Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Verður næsta eldgos í Grímsvötnum stærra en eldgosið 2011?

JGÞ

Ekki er hægt að segja með neinni vissu hversu stórt næsta eldgos í eldstöðvakerfinu Grímsvötnum verður. Gossagan getur þó gefið ýmsar vísbendingar og staðsetning gosanna hefur sitt að segja um stærðina. Mestu máli skiptir hvar í eldstöðvakerfinu gosin verða: í megineldstöðinni innan Grímsvatnaöskjunnar eða utan hennar.

Grímsvötn er virkasta eldstöð Íslands. Frá því um 1200 eru þekkt rúmlega 60 gos í og við Grímsvötn og þar hefur gosið 3-12 sinnum á öld. Stór hluti eldstöðvarinnar er undir Vatnajökli.

Gos innan Grímsvatnaöskjunnar

Grímsvatnagos sem verða innan öskjunnar eru flest fremur lítil og gosefnin eru yfirleitt minni en 0,1 rúmkílómetri. Algengast er að gosin á þessum stað standi yfir í nokkra daga eða vikur. Síðasta gos í megineldstöðinni varð 2011 og þá komu upp um 0,7 rúmkílómetrar af basískri gjósku. Gos af þeirri stærð virðast koma sjaldnar en einu sinni á öld. Árið 1873 var gos sem svipaði til gossins 2011. Um gos sem verða í megineldstöðinni er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Hvers konar gos verða í Grímsvötnum?

Í maí 2011 varð stórt sprengigos í megineldstöðinni, innan Grímsvatnaöskjunnar. Í gosinu komu upp um 0,7 rúmkílómetrar af basískri gjósku. Gos innan öskjunnar af þeirri stærð virðast koma sjaldnar en einu sinni á öld.

Gos utan Grímsvatnaöskjunnar

Norðan Grímsvatna er gosrein sem virðist gjósa 1-2 sinnum á öld. Gosin á þessum stað eru miklu stærri en venjuleg Grímsvatnagos. Tvö gos í Gjálp á 20. öld voru af þessari gerð, árin 1938 og 1996. Í Gjálpargosinu 1996 komu upp um 0,45 rúmkílómetrar af kviku og um 0,3 rúmkílómetrar komu upp í gosinu 1938.[1]

Gos utan Grímsvatnaöskjunnar á íslausa hlutanum

Suðvestan Vatnajökuls er sprungurein sem hefur gosið fjórum eða sex sinnum frá því að jöklar hurfu af svæðinu. Eina sögulega gosið á þessari sprungurein eru Skaftáreldar. Það var annað stærsta flæðibasaltgos Íslandssögunnar. Í því gosi komu upp um 15 rúmkílómetrar af hrauni. Hægt er að lesa meira um gos utan Grímsvatnaöskjunnar í svari við spurningunni Hvað er vitað um gos í Grímsvötnum sem verða utan Grímsvatnaöskjunnar?

Tilvísun:
  1. ^ Um Gjálparsvæðið er það segja að gosið árið 1996 stýrðist greinilega af Bárðarbungu. Innskot kom þá úr norðri inn í Grímsvatnakerfið. Gosefnin sem upp komu voru hins vegar einkennandi fyrir Grímsvötn og hugsanlega hefur innskotið úr Bárðarbungu því hitt á kviku sem þarna var fyrir.

Frekara lesefni og mynd :

Höfundur þakkar Guðrúnu Larsen, jarðfræðingi á Jarðvísindastofnun HÍ, og Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar viðbætur við svarið.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.12.2021

Spyrjandi

Björn Gústav Jónsson

Tilvísun

JGÞ. „Verður næsta eldgos í Grímsvötnum stærra en eldgosið 2011?“ Vísindavefurinn, 3. desember 2021, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82865.

JGÞ. (2021, 3. desember). Verður næsta eldgos í Grímsvötnum stærra en eldgosið 2011? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82865

JGÞ. „Verður næsta eldgos í Grímsvötnum stærra en eldgosið 2011?“ Vísindavefurinn. 3. des. 2021. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82865>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Verður næsta eldgos í Grímsvötnum stærra en eldgosið 2011?
Ekki er hægt að segja með neinni vissu hversu stórt næsta eldgos í eldstöðvakerfinu Grímsvötnum verður. Gossagan getur þó gefið ýmsar vísbendingar og staðsetning gosanna hefur sitt að segja um stærðina. Mestu máli skiptir hvar í eldstöðvakerfinu gosin verða: í megineldstöðinni innan Grímsvatnaöskjunnar eða utan hennar.

Grímsvötn er virkasta eldstöð Íslands. Frá því um 1200 eru þekkt rúmlega 60 gos í og við Grímsvötn og þar hefur gosið 3-12 sinnum á öld. Stór hluti eldstöðvarinnar er undir Vatnajökli.

Gos innan Grímsvatnaöskjunnar

Grímsvatnagos sem verða innan öskjunnar eru flest fremur lítil og gosefnin eru yfirleitt minni en 0,1 rúmkílómetri. Algengast er að gosin á þessum stað standi yfir í nokkra daga eða vikur. Síðasta gos í megineldstöðinni varð 2011 og þá komu upp um 0,7 rúmkílómetrar af basískri gjósku. Gos af þeirri stærð virðast koma sjaldnar en einu sinni á öld. Árið 1873 var gos sem svipaði til gossins 2011. Um gos sem verða í megineldstöðinni er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Hvers konar gos verða í Grímsvötnum?

Í maí 2011 varð stórt sprengigos í megineldstöðinni, innan Grímsvatnaöskjunnar. Í gosinu komu upp um 0,7 rúmkílómetrar af basískri gjósku. Gos innan öskjunnar af þeirri stærð virðast koma sjaldnar en einu sinni á öld.

Gos utan Grímsvatnaöskjunnar

Norðan Grímsvatna er gosrein sem virðist gjósa 1-2 sinnum á öld. Gosin á þessum stað eru miklu stærri en venjuleg Grímsvatnagos. Tvö gos í Gjálp á 20. öld voru af þessari gerð, árin 1938 og 1996. Í Gjálpargosinu 1996 komu upp um 0,45 rúmkílómetrar af kviku og um 0,3 rúmkílómetrar komu upp í gosinu 1938.[1]

Gos utan Grímsvatnaöskjunnar á íslausa hlutanum

Suðvestan Vatnajökuls er sprungurein sem hefur gosið fjórum eða sex sinnum frá því að jöklar hurfu af svæðinu. Eina sögulega gosið á þessari sprungurein eru Skaftáreldar. Það var annað stærsta flæðibasaltgos Íslandssögunnar. Í því gosi komu upp um 15 rúmkílómetrar af hrauni. Hægt er að lesa meira um gos utan Grímsvatnaöskjunnar í svari við spurningunni Hvað er vitað um gos í Grímsvötnum sem verða utan Grímsvatnaöskjunnar?

Tilvísun:
  1. ^ Um Gjálparsvæðið er það segja að gosið árið 1996 stýrðist greinilega af Bárðarbungu. Innskot kom þá úr norðri inn í Grímsvatnakerfið. Gosefnin sem upp komu voru hins vegar einkennandi fyrir Grímsvötn og hugsanlega hefur innskotið úr Bárðarbungu því hitt á kviku sem þarna var fyrir.

Frekara lesefni og mynd :

Höfundur þakkar Guðrúnu Larsen, jarðfræðingi á Jarðvísindastofnun HÍ, og Magnúsi Tuma Guðmundssyni, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ, fyrir yfirlestur og gagnlegar viðbætur við svarið....