Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 373 svör fundust
Hvaða mis og -indi er átt við hjá misindismönnum?
Orðið misindi 'hættulegur, slæmur eiginleiki' er sett saman úr tveimur liðum, forskeytinu mis- og viðliðnum –indi. Það er oft fyrri liður samsettra orða sem tákna eitthvað neikvætt eins og misindismaður, misindisfólk, misindislýður, misindishátterni sem öll vísa til ills innrætis. Forskeytið mis- er stendur með na...
Hvað merkir 'lon og don' og hvaðan kemur orðasambandið?
Uppruni orðasambandsins lon og don er ókunnur. Elst dæmi um það eru í söfnum Orðabókar Háskólans frá miðri 19. öld. Í skáldsögu Jóns Thoroddsens, Manni og konu, segir prestsfrúin til dæmis við bróður sinn: „þú situr lon og don yfir lestrinum“ og hefði orðasambandið tæplega verið notað hefði það ekki verið vel skil...
Er það rétt að sögnin að nenna sé aðeins til í fáum tungumálum?
Sögnin að nenna ‘hafa dug eða vilja til, vera ólatur við’ kemur þegar fyrir í fornmáli. Hún er til í öðrum Norðurlandamálum og er í færeysku nenna ‘fá sig til einhvers’, nýnorsku nenna í sömu merkingu, í eldri sænsku nänna, nännas ‘hafa hugrekki eða vilja til’, í sænskum mállýskum er merkingin ‘fella sig við, hafa...
Hvað er að vera 'gamall í hettunni' og hvaðan er orðatiltækið sprottið?
Orðatiltækið að vera gamall í hettunni í merkingunni ‛vera reyndur, hafa fengist lengi við eitthvað’ er ekki gamalt í íslensku máli. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu „Safn af íslenzkum orðskviðum“ sem Guðmundur Jónsson tók saman og gaf út í Kaupmannahöfn 1830. Giskað hefur verið...
Hvað eru vébönd?
Nafnorðið vé hefur fleiri en eina merkingu. Það var notað í eldra máli um bústað, heiðinn helgistað, helgidóm og í skáldamáli um gunnfána, stríðsfána. Með orðinu vébönd er átt við bönd kringum helgan stað þar sem dómari átti sitt sæti og réttur var haldinn. Í Egils sögu er véböndum á Gulaþingi í Noregi lýst þannig...
Hvers konar „vortis“ er í orðinu innvortis?
Síðari liðurinn –vortis í innvortis og útvortis er tökuorð úr dönsku, indvortes og udvortes. Þau eru aftur fengin að láni frá lágþýsku inwordes, inwerdes og utwordes, utwerdes í merkingunni 'sem snýr inn; sem snýr út.’ Síðari liðurinn er skyldur latnesku sögninni vertere 'snúa’. Síðari liðurinn í lágþýsku orð...
Af hverju koma hvítir deplar þegar ég er búin að horfa lengi á ljós?
Hvítu deplarnir sem við sjáum eftir að hafa horft á einhvern bjartan flöt eru örlitlir klumpar af hlaupi eða öðru hálfgegnsæju efni sem sveimar um í glærhlaupi augans. Ef menn reyna að horfa beint á þá skjótast þeir oft undan manni. Það er ýmislegt sem getur valdið þessum blettum í glæruhlaupinu. Þegar við eru...
Eru til fordómar gegn öldruðum?
Það var bandaríski geðlæknirinn og öldrunarfræðingurinn Robert Butler sem árið 1967 kynnti hugtakið “ageism” eða aldursfordóma. Þetta hugtak vísar til staðlaðrar ímyndar og fordóma gegn fólki á tilteknum aldri, til að mynda gamals fólks, alveg eins og kynþáttafordómar og kynjamisrétti verða vegna húðlitar eða kynf...
Var Ísland alltaf lítil eyja eða brotnaði það af einhverju landi?
Í svari SHB við spurningunni: Hvernig varð Ísland til? stendur: Undir Íslandi er svokallaður heitur reitur, en það eru staðir á jörðinni sem einkennast af mikilli eldvirkni og rísa hátt yfir umhverfið. ... Ísland byrjaði að myndast fyrir um það bil sextíu milljón árum þegar jarðskorpan undir Norður-Atlantsha...
Hvaða rannsóknir hefur Arngrímur Vídalín stundað?
Arngrímur Vídalín er íslensku- og bókmenntafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður. Síðustu ár hefur hann lagt höfuðáherslu á rannsóknir á afmennskun, það er hvernig samfélög búa sér til skrímsli úr þjóðfélagshópum sem það metur sem óæskilega. Doktorsritgerð hans um þetta efni einblíndi á slíka skrímslagerð í...
Hvers vegna hafa nafnorð kyn?
Íslenska telst til málaættar sem kölluð hefur verið indóevrópsk mál. Fornar heimildir um þessa málaætt (sanskrít, gríska, latína) sýna að orð höfðu ákveðið kyn, karlkyn, kvenkyn eða hvorugkyn eins langt aftur og tekist hefur að rekja. Hettitíska, sem einnig er af þessari málaætt og elstar heimildir eru til um, hef...
Hvað þýðir „hljóðkerfisbreyting” og hvernig er henni háttað í íslensku máli?
Í rannsóknum innan nútíma málvísinda á þeim hljóðum sem tungumál nýta sér hafa orðið til tvær undirgreinar, hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Orðið hljóðfræði er íslenskun á enska orðinu phonetics en hljóðkerfisfræði er notað um það sem á ensku er kallað phonology. Hljóðkerfi tungumáls byggist upp á þeim hljóðum ...
Hvers vegna missir maður tennurnar?
Það telst vera hluti af eðlilegu þroskaferli barna að missa tönn. Börnin verða hreykin og upp með sér þegar fyrsta tönnin losnar og fellur. Það gerist oft við sjö ára aldur. Þegar börn eldast og höfuðkúpan stækkar þurfa tennurnar að stækka í samræmi við vöxtinn. Smáar barnatennur kæmu að litlu gagni fyrir fullv...
Er til einhver skógur frá landnámsöld á Íslandi?
Birki (Betula pubescens) er eina innlenda trjátegundin sem hefur myndað skóga á Íslandi á núverandi hlýskeiði, eða síðustu 10.000 árin. Það hefur verið áætlað að birkiskógar og kjarr hafi þakið meira en fjórðung landsins við landnám eða um 28.000 km2, áætlaða útbreiðslu má sjá á myndinni hér fyrir neðan. Áætluð ú...
Hvort varð færeyska eða íslenska til á undan?
Færeyjar eiga það sameiginlegt með Íslandi að norskir menn settust þar að á landnámsöld og síðan hafa eyjarnar verið byggðar. Upphaflega hefur sama mál verið talað bæði á Íslandi og í Færeyjum. Það var mál landnámsmannanna sem flestir komu frá vestanverðum Noregi, en einhverjir einnig frá Danmörku og Svíþjóð. Gera...