Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Hvítu deplarnir sem við sjáum eftir að hafa horft á einhvern bjartan flöt eru örlitlir klumpar af hlaupi eða öðru hálfgegnsæju efni sem sveimar um í glærhlaupi augans. Ef menn reyna að horfa beint á þá skjótast þeir oft undan manni.
Það er ýmislegt sem getur valdið þessum blettum í glæruhlaupinu. Þegar við erum lítil og einnig snemma á fullorðinsárunum eru flestir blettirnir litlir bútar af æðum frá fósturskeiði sem hafa orðið eftir í glæruhlaupinu eða prótínflekkir sem hafa innlimast á meðan augað er að þroskast.
Hjá fólki á fimmtugsaldri og enn eldra eru blettirnir oftar eðlileg afleiðing öldrunar. Með tímanum hrörnar glæruhlaupið og þá myndast í því kristalkenndir klumpar.
Um bletti fyrir augum má lesa meira um í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Af hverju sér maður stundum bletti fyrir augunum? en þetta svar byggir einmitt á því.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.
JGÞ. „Af hverju koma hvítir deplar þegar ég er búin að horfa lengi á ljós?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2008, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50127.
JGÞ. (2008, 17. nóvember). Af hverju koma hvítir deplar þegar ég er búin að horfa lengi á ljós? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50127
JGÞ. „Af hverju koma hvítir deplar þegar ég er búin að horfa lengi á ljós?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2008. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50127>.