Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Arngrímur Vídalín stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Arngrímur Vídalín er íslensku- og bókmenntafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður. Síðustu ár hefur hann lagt höfuðáherslu á rannsóknir á afmennskun, það er hvernig samfélög búa sér til skrímsli úr þjóðfélagshópum sem það metur sem óæskilega. Doktorsritgerð hans um þetta efni einblíndi á slíka skrímslagerð í íslenskum miðaldabókmenntum og skilgreindi um leið hvaða merkingu orðið skrímsl hafi í forníslensku.

Aðrar afleiddar merkingarfræðilegar rannsóknir spruttu upp af doktorsrannsókninni, svo sem rannsókn á fjölþættri merkingu orðsins blámaður, sem væntanleg er á prenti. Sú rannsókn sýnir vel hvernig frumkynþáttabundin hugsun og afmennskun helst oft í hendur í miðaldabókmenntum.

Síðustu ár hefur Arngrímur lagt höfuðáherslu á rannsóknir á afmennskun, það er hvernig samfélög búa sér til skrímsli úr þjóðfélagshópum sem það metur sem óæskilega.

Arngrímur hefur einnig rannsakað yfirnáttúru í íslenskum miðaldabókmenntum og eftir hann liggur bókin The Supernatural in Íslendingasögur: A Theoretical Approach to Definition and Analysis sem byggð er á meistaraprófsritgerð hans frá Árósaháskóla. Þá liggja eftir Arngrím fjöldi ritrýndra greina þrátt fyrir skamman feril, þar með textafræðileg rannsókn á fjórtándu aldar handritinu AM 194 svo og samhengi svokallaðs Leiðarvísis innan handritsins auk hugmyndalegra tengsla við aðrar bókmenntir fjórtándu aldar, en sú rannsókn kemur á prenti nú í apríl. Hann vinnur nú að bók um Grettis sögu fyrir almenning, auk rannsókna á forngrískri bókmenntaarfleifð í norrænum miðaldabókmenntum.

Doktorsritgerð Arngríms fjallaði meðal annars um hugtakið skrímsl í íslenskum miðaldabókmenntum og skilgreindi um leið hvaða merkingu orðið hafði í forníslensku. Myndin er úr ritinu Cosmographia eftir Sebastian Münster frá árinu 1544 og á henni sjást ýmis skrímsli.

Arngrímur Vídalín fæddist í Reykjavík árið 1984. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 2006, B.A.-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands árið 2010, Cand.Mag.-prófi í norrænum fræðum frá Árósaháskóla 2012 og Ph.D. í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands 2017. Meðan á doktorsnáminu stóð dvaldi hann einnig sem gestafræðimaður á Árnasafni í Kaupmannahöfn, sem gistikennari við Háskólann í Slesíu í Katowice, auk eins misseris námsdvalar við Harvardháskóla í Bandaríkjunum.

Myndir:

Útgáfudagur

12.2.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Arngrímur Vídalín stundað?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75266.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 12. febrúar). Hvaða rannsóknir hefur Arngrímur Vídalín stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75266

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Arngrímur Vídalín stundað?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75266>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Arngrímur Vídalín stundað?
Arngrímur Vídalín er íslensku- og bókmenntafræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður. Síðustu ár hefur hann lagt höfuðáherslu á rannsóknir á afmennskun, það er hvernig samfélög búa sér til skrímsli úr þjóðfélagshópum sem það metur sem óæskilega. Doktorsritgerð hans um þetta efni einblíndi á slíka skrímslagerð í íslenskum miðaldabókmenntum og skilgreindi um leið hvaða merkingu orðið skrímsl hafi í forníslensku.

Aðrar afleiddar merkingarfræðilegar rannsóknir spruttu upp af doktorsrannsókninni, svo sem rannsókn á fjölþættri merkingu orðsins blámaður, sem væntanleg er á prenti. Sú rannsókn sýnir vel hvernig frumkynþáttabundin hugsun og afmennskun helst oft í hendur í miðaldabókmenntum.

Síðustu ár hefur Arngrímur lagt höfuðáherslu á rannsóknir á afmennskun, það er hvernig samfélög búa sér til skrímsli úr þjóðfélagshópum sem það metur sem óæskilega.

Arngrímur hefur einnig rannsakað yfirnáttúru í íslenskum miðaldabókmenntum og eftir hann liggur bókin The Supernatural in Íslendingasögur: A Theoretical Approach to Definition and Analysis sem byggð er á meistaraprófsritgerð hans frá Árósaháskóla. Þá liggja eftir Arngrím fjöldi ritrýndra greina þrátt fyrir skamman feril, þar með textafræðileg rannsókn á fjórtándu aldar handritinu AM 194 svo og samhengi svokallaðs Leiðarvísis innan handritsins auk hugmyndalegra tengsla við aðrar bókmenntir fjórtándu aldar, en sú rannsókn kemur á prenti nú í apríl. Hann vinnur nú að bók um Grettis sögu fyrir almenning, auk rannsókna á forngrískri bókmenntaarfleifð í norrænum miðaldabókmenntum.

Doktorsritgerð Arngríms fjallaði meðal annars um hugtakið skrímsl í íslenskum miðaldabókmenntum og skilgreindi um leið hvaða merkingu orðið hafði í forníslensku. Myndin er úr ritinu Cosmographia eftir Sebastian Münster frá árinu 1544 og á henni sjást ýmis skrímsli.

Arngrímur Vídalín fæddist í Reykjavík árið 1984. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 2006, B.A.-prófi í íslensku frá Háskóla Íslands árið 2010, Cand.Mag.-prófi í norrænum fræðum frá Árósaháskóla 2012 og Ph.D. í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands 2017. Meðan á doktorsnáminu stóð dvaldi hann einnig sem gestafræðimaður á Árnasafni í Kaupmannahöfn, sem gistikennari við Háskólann í Slesíu í Katowice, auk eins misseris námsdvalar við Harvardháskóla í Bandaríkjunum.

Myndir:

...