Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru skrímsli til?

Arngrímur Vídalín

Fljótt á litið kann einfalda svarið að virðast vera: Nei, skrímsli eru ekki til í raun og veru. Hið rétta er að svarið er flóknara en svo og öllu áhugaverðara.

Það er nokkuð á reiki hvaða eiginleikum lífvera þarf að vera búin til að teljast skrímsli því þeir eiginleikar eru breytilegir frá einum tíma til annars. Hitt er á hreinu að fólk hefur frá elstu tíð trúað á skrímsli og færa má rök fyrir því, að breyttu breytanda, að sú trú sé enn til staðar þó með öðru sniði sé.

Ljóst er að snemma greindust skrímsli í tvennt upp af hinum dýrafræðilega kvisti þó að sú aðgreining sé hvergi í heimildum gefin skýrt til kynna: Annars vegar er um að ræða fólk sem er blanda (e. hybrid) manns og dýrs, hins vegar fólk sem vegna hátternis síns eða siða skar sig úr í augum þeirra sem um það fjallaði. Dæmi um þetta er alfræðiritið Naturalis Historia samið af Pliniusi eldri á fyrstu öld eftir Krists burð. Riti Pliniusar var ætlað að innihalda alla þekkingu fornaldar í einu verki sem alls eru 37 bækur. Plinius greinir í riti sínu frá margháttuðum þjóðum sem áttu eftir að setja mark sitt á skilning fólks á heiminum, og þeim skrímslum sem hann byggðu, næstu fimmtán aldir á eftir.

Mynd úr ritinu Cosmographia eftir Sebastian Münster frá árinu 1544. Frá vinstri til hægri: sciopod (einfótungur), kýklópi, samvaxnir tvíburar, blemmye og cenocephalus (hundshöfði)

Plinius talar um þjóð hundshöfða fólks (cenocephali), dularfulla höfuðlausa íbúa Eþíópíu sem bera andlitið á bringunni (blemmyae), fiskætur (ichthyophagi) mannætur (anthropophagi) og einfótunga (sciopodes), svo eitthvað sé nefnt (lesendur Eiríks sögu rauða kannast við þann síðastnefnda). Þessar sömu ófreskjur og margar aðrar áttu eftir að leggja undir sig töluvert pláss í heimsbókmenntasögunni, og með því Náttúrufræði Plíníusar varð að metsölubók svo að segja lenti kirkjan, þegar hennar tími var kominn, í krísu gagnvart tiltrú fólks á þessar ófreskjur: Á sama tíma og þær stönguðust á við trúna var erfitt að hafna tilvist þeirra án skýringa. Ágústínus frá Hippó, sem án nokkurra ýkja má kalla helsta hugmyndafræðing kirkjusögunnar, fann svar við gátunni sem ekki stangaðist á við lögmálið: Ef þessar furðuþjóðir eru til þá eru þær sannarlega ófreskjur, en þær eru þá ófreskjur sem aðeins Skaparinn með sínum vilja hefur komið þar fyrir sem þær eru, því hans vilji stýrir gangi allra hluta og án hans er ekkert.

Þar með fæddist hin guðfræðilega útlegging á tilurð og tilgangi skrímsla, og næstu aldir á eftir voru færðar á bókfell ótal dýrafræðibækur þar sem finna mátti dýr, furðuskepnur og skrímsli hlið við hlið; pardus, dreka og ýmiss konar finngálkn svo sem kentára og mantíkórur – allt með guðfræðilegri útleggingu, og eru til tvö íslensk handrit af þessari tegund bókmennta (sjá Physiologus í heimildaskrá). Á 7. öld e.Kr. skrifar Ísidór erkibiskup af Sevilla alfræðirit sitt Etymologiae, mestu „metsölubók“ miðalda, og festir með henni hinar margháttuðu þjóðir endanlega í sessi með ágústínskri útleggingu á skrímslum Pliniusar. Á 14. öld koma sömu skrímsli fyrir í skáldaðri ferðasögu Jóhanns frá Mandeville Undrin í austri og á 16. öld í ritinu Des monstres et prodiges fjallar skurðlæknir Englandskonungs, Ambroise Paré, um þau skrímsli sem verða til af syndsamlegri blöndun manns og dýrs. Það er í reynd ekki fyrr en með upplýsingunni og þá ekki síst vísindalegu flokkunarkerfi dýrategundanna, sem kennt er við Svíann Carl von Linné (Carolus Linnaeus, 1707–1778), að í fyrsta sinn tók rækilega að fjara undan tiltrú almennings á samsettar furðuskepnur, svo sem þau kvikindi sem höfð voru til sýnis í furðusýningum 19. aldar.

Framþróun vísinda og almennrar þekkingar hefur haldið áfram með síauknum hraða síðan þá og segja má að hún hafi ýtt skrímslunum út í horn nú á tímum þegar nær sérhver spilda jarðarinnar hefur verið könnuð í þaula. Þó eru til vísindamenn sem telja að skrímsli leynist enn í óravíddum hafsins og að frásagnir af sæskrímslum þurfi hreint ekki að vera ósannar,1 auk þess að leiðangrar hafa verið gerðir á Íslandi til að kanna hvort skrímsli leynist í hafdjúpunum,2 og sumarið 2012 var sett á fót sannleiksnefnd til að meta hvort Lagarfljótsormurinn hafi sannarlega sést á frægu myndskeiði sem logaði um netheima líkt og eldur í sinu fyrir skemmstu.3

Fyrr á öldum hefðu slík fyrirbæri þó heldur verið flokkuð með sjaldgæfum en engu að síður raunverulegum dýrategundum, en skrímsli af klassískari gerð – hálfmennsk skrímsli það er að segja – finnast enn. Stundum er sagt að manneskjur séu skrímsli hafi þær gert eitthvað svo voðalegt að þyki jaðra við ómennsku.4 Fólk sem fremur slíka glæpi virðist ekki glata mennskunni við að fremja þá, heldur er látið sem það hafi í raun aldrei haft snefil af mennsku, heldur farið dulbúið um á meðal fólks eins og óvættur. Og rétt eins og hefðir voru í gildi til að fást við skrímsli fyrr á tíðum svo þau yrðu til friðs, svo sem bæði gilti um íslenskar afturgöngur og austur-evrópskar vampírur að þær þurfti að afhöfða og leggja höfuðið við þjóhnappana, þá er algengt að reynt sé að afmá öll ummerki um glæpi nútímaskrímslisins.

Hvort sem stórfótar eru skrímsli eða furðuskepnur eru margir sem trúa á tilvist þeirra. Kortið sýnir í hvaða fylkjum Bandaríkjanna menn telja sig hafa séð stórfóta.

Títt heyrist í umræðu um fjöldamorðingja, svo sem Anders Behring Breivik, að þeir séu skrímsli sem eigi ekki skilið að þeirra sé minnst. Stundum er breitt yfir minjarnar til að forða því að pílagrímar hafi þar óviðfelldnar viðkomur, svo sem í Berlín þar sem staðsetningu byrgisins fræga sem Hitler átti sínar hinstu stundir í var haldið ómerktri fram til ársins 2006, en á þeim tíma hafði stærstum hluta byrgisins verið eytt. Svipaðar fréttir hafa borist frá heimalandi Hitlers, Austurríki, þar sem ákveðið hefur verið að rífa ekki hús barnanauðgarans Josefs Fritzl, líkt og áður stóð til, en fylla í staðinn kjallarann þar sem ódæðin áttu sér stað af steinsteypu svo engin hlutbundin minning verði eftir um þann stað.5 Hús nauðgarans Ariels Castro í Cleveland var og jafnað við jörðu þann 7. ágúst 2013 og sagði fyrrum nágranni hans að mikilvægt hefði verið fyrir fólkið í hverfinu að sýna að skrímslið það væri á bak við lás og slá og yrði aldrei hleypt út framar.6

Flókna svarið er því ef til vill þetta: skrímsli verða til þegar varpa þarf ábyrgðinni á vonskuverkum heimsins yfir í aðra vídd þar sem þau verða skiljanlegri, því ef manneskja getur ekki framkvæmt önnur eins ódæði og tekin eru dæmi um hér þá hlýtur gerandinn að vera ómennskur, jafnvel skrímsli. Hvort slíkt yfirvarp er gagnlegt er umdeilt,7 en það að einmitt þetta hugtak „skrímsli“ leiti á varir fólks þegar það stendur frammi fyrir aðstæðum sem það ekki vill horfast í augu við sýnir að minnsta kosti að svipuð hugmynd um hið ómennska og framandlega hefur lifað í hugarheimi mannfólks allt frá fyrstu tíð. Skrímslið er því sálarspegill manneskjunnar og í þeim skilningi er það, eins og það hefur alltaf verið, til.

Tilvísanir:

1 The plural of ‘anecdote’ can be ‘data’: statistical analysis of viewing distances in reports of unidentified large marine animals 1758–2000 - Paxton - 2009 - Journal of Zoology - Wiley Online Library. (Skoðað 15.08.2013).

2 Vísir - Telur skrímsli búa í holum í Geirþjófsfirði. (Skoðað 15.08.2013).

3 Sannleiksnefnd um Lagarfljótsorminn | RÚV. (Skoðað 15.08.2013).

4 Skrímsli eða veikir menn? | RÚV. (Skoðað 15.08.2013).

5 BBC News - Josef Fritzl's cellar in Austria concreted in. (Skoðað 15.08.2013).

6 Ariel Castro House Demolition: Crowds Cheer For Destruction Of Cleveland Kidnapper's Home. (Skoðað 15.08.2013).

7 Vísir - Skrímsli og menn. (Skoðað 15.08.2013).

Heimildir:
  • Ambroise Paré. On Monsters and Marvels. Janis L. Pallister þýddi. University of Chicago Press 1995.
  • Ágústínus frá Hippó (St. Augustine). Concerning the City of God Against the Pagans. A new translation by Henry Bettenson with an introduction by John O'Meara. Penguin Books. London 1984.
  • Ármann Jakobsson. „Íslenskir draugar frá landnámi til lúterstrúar: inngangur að draugafræðum“. Skírnir 184 (vor). Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík 2010.
  • Ísidór frá Sevilla. The Etymologies of Isidore of Seville. Translated, with an introduction and notes, by Stephen A. Barney, W.J. LEwis, J.a. Beach, Oliver Berghof. Cambridge University Press 2006.
  • John Block Friedman. 2000. The Monstrous Races in Medieval Art and Thought. Syracuse University Press. Syracuse, NY.
  • Jóhann frá Mandeville (John Mandeville). The Book of Marvels and Travels. A new translation by Anthony Bale. Oxford University Press 2012.
  • Physiologus. The Icelandic Physiologus. Facsimile edition with an introduction by Halldór Hermannsson. Cornell University Press. Ithaca, New York 1938.
  • Plinius eldri (Pliny). Natural History, vol. II. H. Rackham þýddi. Heinemann. London 1961–1975.
  • Stephen T. Asma. On Monsters: An Unnatural History of Our Worst Fears. Oxford University Press 2009.
  • Tony Thorne. Children of the Night: of Vampires and Vampirism. Indigo. London 2000.

Myndir:

Höfundur

Arngrímur Vídalín

doktor í íslenskum bókmenntum frá HÍ

Útgáfudagur

19.9.2013

Spyrjandi

Anna María, f. 1999

Tilvísun

Arngrímur Vídalín. „Eru skrímsli til?“ Vísindavefurinn, 19. september 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54040.

Arngrímur Vídalín. (2013, 19. september). Eru skrímsli til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54040

Arngrímur Vídalín. „Eru skrímsli til?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54040>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru skrímsli til?
Fljótt á litið kann einfalda svarið að virðast vera: Nei, skrímsli eru ekki til í raun og veru. Hið rétta er að svarið er flóknara en svo og öllu áhugaverðara.

Það er nokkuð á reiki hvaða eiginleikum lífvera þarf að vera búin til að teljast skrímsli því þeir eiginleikar eru breytilegir frá einum tíma til annars. Hitt er á hreinu að fólk hefur frá elstu tíð trúað á skrímsli og færa má rök fyrir því, að breyttu breytanda, að sú trú sé enn til staðar þó með öðru sniði sé.

Ljóst er að snemma greindust skrímsli í tvennt upp af hinum dýrafræðilega kvisti þó að sú aðgreining sé hvergi í heimildum gefin skýrt til kynna: Annars vegar er um að ræða fólk sem er blanda (e. hybrid) manns og dýrs, hins vegar fólk sem vegna hátternis síns eða siða skar sig úr í augum þeirra sem um það fjallaði. Dæmi um þetta er alfræðiritið Naturalis Historia samið af Pliniusi eldri á fyrstu öld eftir Krists burð. Riti Pliniusar var ætlað að innihalda alla þekkingu fornaldar í einu verki sem alls eru 37 bækur. Plinius greinir í riti sínu frá margháttuðum þjóðum sem áttu eftir að setja mark sitt á skilning fólks á heiminum, og þeim skrímslum sem hann byggðu, næstu fimmtán aldir á eftir.

Mynd úr ritinu Cosmographia eftir Sebastian Münster frá árinu 1544. Frá vinstri til hægri: sciopod (einfótungur), kýklópi, samvaxnir tvíburar, blemmye og cenocephalus (hundshöfði)

Plinius talar um þjóð hundshöfða fólks (cenocephali), dularfulla höfuðlausa íbúa Eþíópíu sem bera andlitið á bringunni (blemmyae), fiskætur (ichthyophagi) mannætur (anthropophagi) og einfótunga (sciopodes), svo eitthvað sé nefnt (lesendur Eiríks sögu rauða kannast við þann síðastnefnda). Þessar sömu ófreskjur og margar aðrar áttu eftir að leggja undir sig töluvert pláss í heimsbókmenntasögunni, og með því Náttúrufræði Plíníusar varð að metsölubók svo að segja lenti kirkjan, þegar hennar tími var kominn, í krísu gagnvart tiltrú fólks á þessar ófreskjur: Á sama tíma og þær stönguðust á við trúna var erfitt að hafna tilvist þeirra án skýringa. Ágústínus frá Hippó, sem án nokkurra ýkja má kalla helsta hugmyndafræðing kirkjusögunnar, fann svar við gátunni sem ekki stangaðist á við lögmálið: Ef þessar furðuþjóðir eru til þá eru þær sannarlega ófreskjur, en þær eru þá ófreskjur sem aðeins Skaparinn með sínum vilja hefur komið þar fyrir sem þær eru, því hans vilji stýrir gangi allra hluta og án hans er ekkert.

Þar með fæddist hin guðfræðilega útlegging á tilurð og tilgangi skrímsla, og næstu aldir á eftir voru færðar á bókfell ótal dýrafræðibækur þar sem finna mátti dýr, furðuskepnur og skrímsli hlið við hlið; pardus, dreka og ýmiss konar finngálkn svo sem kentára og mantíkórur – allt með guðfræðilegri útleggingu, og eru til tvö íslensk handrit af þessari tegund bókmennta (sjá Physiologus í heimildaskrá). Á 7. öld e.Kr. skrifar Ísidór erkibiskup af Sevilla alfræðirit sitt Etymologiae, mestu „metsölubók“ miðalda, og festir með henni hinar margháttuðu þjóðir endanlega í sessi með ágústínskri útleggingu á skrímslum Pliniusar. Á 14. öld koma sömu skrímsli fyrir í skáldaðri ferðasögu Jóhanns frá Mandeville Undrin í austri og á 16. öld í ritinu Des monstres et prodiges fjallar skurðlæknir Englandskonungs, Ambroise Paré, um þau skrímsli sem verða til af syndsamlegri blöndun manns og dýrs. Það er í reynd ekki fyrr en með upplýsingunni og þá ekki síst vísindalegu flokkunarkerfi dýrategundanna, sem kennt er við Svíann Carl von Linné (Carolus Linnaeus, 1707–1778), að í fyrsta sinn tók rækilega að fjara undan tiltrú almennings á samsettar furðuskepnur, svo sem þau kvikindi sem höfð voru til sýnis í furðusýningum 19. aldar.

Framþróun vísinda og almennrar þekkingar hefur haldið áfram með síauknum hraða síðan þá og segja má að hún hafi ýtt skrímslunum út í horn nú á tímum þegar nær sérhver spilda jarðarinnar hefur verið könnuð í þaula. Þó eru til vísindamenn sem telja að skrímsli leynist enn í óravíddum hafsins og að frásagnir af sæskrímslum þurfi hreint ekki að vera ósannar,1 auk þess að leiðangrar hafa verið gerðir á Íslandi til að kanna hvort skrímsli leynist í hafdjúpunum,2 og sumarið 2012 var sett á fót sannleiksnefnd til að meta hvort Lagarfljótsormurinn hafi sannarlega sést á frægu myndskeiði sem logaði um netheima líkt og eldur í sinu fyrir skemmstu.3

Fyrr á öldum hefðu slík fyrirbæri þó heldur verið flokkuð með sjaldgæfum en engu að síður raunverulegum dýrategundum, en skrímsli af klassískari gerð – hálfmennsk skrímsli það er að segja – finnast enn. Stundum er sagt að manneskjur séu skrímsli hafi þær gert eitthvað svo voðalegt að þyki jaðra við ómennsku.4 Fólk sem fremur slíka glæpi virðist ekki glata mennskunni við að fremja þá, heldur er látið sem það hafi í raun aldrei haft snefil af mennsku, heldur farið dulbúið um á meðal fólks eins og óvættur. Og rétt eins og hefðir voru í gildi til að fást við skrímsli fyrr á tíðum svo þau yrðu til friðs, svo sem bæði gilti um íslenskar afturgöngur og austur-evrópskar vampírur að þær þurfti að afhöfða og leggja höfuðið við þjóhnappana, þá er algengt að reynt sé að afmá öll ummerki um glæpi nútímaskrímslisins.

Hvort sem stórfótar eru skrímsli eða furðuskepnur eru margir sem trúa á tilvist þeirra. Kortið sýnir í hvaða fylkjum Bandaríkjanna menn telja sig hafa séð stórfóta.

Títt heyrist í umræðu um fjöldamorðingja, svo sem Anders Behring Breivik, að þeir séu skrímsli sem eigi ekki skilið að þeirra sé minnst. Stundum er breitt yfir minjarnar til að forða því að pílagrímar hafi þar óviðfelldnar viðkomur, svo sem í Berlín þar sem staðsetningu byrgisins fræga sem Hitler átti sínar hinstu stundir í var haldið ómerktri fram til ársins 2006, en á þeim tíma hafði stærstum hluta byrgisins verið eytt. Svipaðar fréttir hafa borist frá heimalandi Hitlers, Austurríki, þar sem ákveðið hefur verið að rífa ekki hús barnanauðgarans Josefs Fritzl, líkt og áður stóð til, en fylla í staðinn kjallarann þar sem ódæðin áttu sér stað af steinsteypu svo engin hlutbundin minning verði eftir um þann stað.5 Hús nauðgarans Ariels Castro í Cleveland var og jafnað við jörðu þann 7. ágúst 2013 og sagði fyrrum nágranni hans að mikilvægt hefði verið fyrir fólkið í hverfinu að sýna að skrímslið það væri á bak við lás og slá og yrði aldrei hleypt út framar.6

Flókna svarið er því ef til vill þetta: skrímsli verða til þegar varpa þarf ábyrgðinni á vonskuverkum heimsins yfir í aðra vídd þar sem þau verða skiljanlegri, því ef manneskja getur ekki framkvæmt önnur eins ódæði og tekin eru dæmi um hér þá hlýtur gerandinn að vera ómennskur, jafnvel skrímsli. Hvort slíkt yfirvarp er gagnlegt er umdeilt,7 en það að einmitt þetta hugtak „skrímsli“ leiti á varir fólks þegar það stendur frammi fyrir aðstæðum sem það ekki vill horfast í augu við sýnir að minnsta kosti að svipuð hugmynd um hið ómennska og framandlega hefur lifað í hugarheimi mannfólks allt frá fyrstu tíð. Skrímslið er því sálarspegill manneskjunnar og í þeim skilningi er það, eins og það hefur alltaf verið, til.

Tilvísanir:

1 The plural of ‘anecdote’ can be ‘data’: statistical analysis of viewing distances in reports of unidentified large marine animals 1758–2000 - Paxton - 2009 - Journal of Zoology - Wiley Online Library. (Skoðað 15.08.2013).

2 Vísir - Telur skrímsli búa í holum í Geirþjófsfirði. (Skoðað 15.08.2013).

3 Sannleiksnefnd um Lagarfljótsorminn | RÚV. (Skoðað 15.08.2013).

4 Skrímsli eða veikir menn? | RÚV. (Skoðað 15.08.2013).

5 BBC News - Josef Fritzl's cellar in Austria concreted in. (Skoðað 15.08.2013).

6 Ariel Castro House Demolition: Crowds Cheer For Destruction Of Cleveland Kidnapper's Home. (Skoðað 15.08.2013).

7 Vísir - Skrímsli og menn. (Skoðað 15.08.2013).

Heimildir:
  • Ambroise Paré. On Monsters and Marvels. Janis L. Pallister þýddi. University of Chicago Press 1995.
  • Ágústínus frá Hippó (St. Augustine). Concerning the City of God Against the Pagans. A new translation by Henry Bettenson with an introduction by John O'Meara. Penguin Books. London 1984.
  • Ármann Jakobsson. „Íslenskir draugar frá landnámi til lúterstrúar: inngangur að draugafræðum“. Skírnir 184 (vor). Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík 2010.
  • Ísidór frá Sevilla. The Etymologies of Isidore of Seville. Translated, with an introduction and notes, by Stephen A. Barney, W.J. LEwis, J.a. Beach, Oliver Berghof. Cambridge University Press 2006.
  • John Block Friedman. 2000. The Monstrous Races in Medieval Art and Thought. Syracuse University Press. Syracuse, NY.
  • Jóhann frá Mandeville (John Mandeville). The Book of Marvels and Travels. A new translation by Anthony Bale. Oxford University Press 2012.
  • Physiologus. The Icelandic Physiologus. Facsimile edition with an introduction by Halldór Hermannsson. Cornell University Press. Ithaca, New York 1938.
  • Plinius eldri (Pliny). Natural History, vol. II. H. Rackham þýddi. Heinemann. London 1961–1975.
  • Stephen T. Asma. On Monsters: An Unnatural History of Our Worst Fears. Oxford University Press 2009.
  • Tony Thorne. Children of the Night: of Vampires and Vampirism. Indigo. London 2000.

Myndir:

...