Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir hugtakið fornbókmenntir?

JGÞ

Hugtakið fornbókmenntir er notað um tvennt, annars vegar fornar bókmenntir og hins vegar íslenskar bókmenntir fyrir siðaskipti, aðallega fyrir 14. öld. Hugtakið fornar bókmenntir er síðan aðallega notað um klassískar bókmenntir Grikkja og Rómverja en einnig mætti nota það um bókmenntir annarra þjóða.

Af sama toga er hugtakið fornmál sem er annars vegar notað um forngrísku og latínu og hins vegar málið á íslenskum fornbókmenntum. Ástæðan fyrir þessari tvenns konar notkun orðanna er vitanlega sú að byggð á Íslandi hefst ekki fyrr en á miðöldum, þegar fornöld Grikkja og Rómverja er liðin undir lok.

Ef við hugsum um hugtakið fornbókmenntir með hliðsjón af mannkynssögunni mætti segja að rökréttara orð um íslenskar fornbókmenntir væri miðaldabókmenntir, enda er það oft notað, sérstaklega í fræðilegri umræðu. Það hugtak tengir bókmenntir á fyrstu öldum Íslandsbyggðar betur við samtíma sinn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Höfundur

Útgáfudagur

20.3.2009

Spyrjandi

Guðbjörg Jónsdóttir
Guðrún Guðbjartsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvað merkir hugtakið fornbókmenntir?“ Vísindavefurinn, 20. mars 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=26080.

JGÞ. (2009, 20. mars). Hvað merkir hugtakið fornbókmenntir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=26080

JGÞ. „Hvað merkir hugtakið fornbókmenntir?“ Vísindavefurinn. 20. mar. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=26080>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir hugtakið fornbókmenntir?
Hugtakið fornbókmenntir er notað um tvennt, annars vegar fornar bókmenntir og hins vegar íslenskar bókmenntir fyrir siðaskipti, aðallega fyrir 14. öld. Hugtakið fornar bókmenntir er síðan aðallega notað um klassískar bókmenntir Grikkja og Rómverja en einnig mætti nota það um bókmenntir annarra þjóða.

Af sama toga er hugtakið fornmál sem er annars vegar notað um forngrísku og latínu og hins vegar málið á íslenskum fornbókmenntum. Ástæðan fyrir þessari tvenns konar notkun orðanna er vitanlega sú að byggð á Íslandi hefst ekki fyrr en á miðöldum, þegar fornöld Grikkja og Rómverja er liðin undir lok.

Ef við hugsum um hugtakið fornbókmenntir með hliðsjón af mannkynssögunni mætti segja að rökréttara orð um íslenskar fornbókmenntir væri miðaldabókmenntir, enda er það oft notað, sérstaklega í fræðilegri umræðu. Það hugtak tengir bókmenntir á fyrstu öldum Íslandsbyggðar betur við samtíma sinn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

...