Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert var upphaf forngrískra bókmennta? Er ekki til eitthvað eldra en Hómerskviður?

Geir Þ. Þórarinsson

Gríska stafrófið var fundið upp á 8. öld f.Kr. Reyndar höfðu Grikkir átt sér ritmál áður en þeir fundu upp stafróf sitt: Línuletur B var notað til að rita grísku um 1600 til 1100 f.Kr. og arkadó-kýpverska mállýskan hafði verið rituð með sérstöku atkvæðarófi. En hvorugt þessara eldri ritkerfa Grikkja var notað til að rita bókmenntir. Elstu rituðu bókmenntirnar eru því ekki eldri en frá 8. öld f.Kr.

Frá 8. öld f.Kr. eru varðveitt kvæði eftir skáldin Hómer og Hesíódos. Yfirleitt er Hómer talinn eldri en Hesíódos en þó eru fræðimenn ekki á einu máli um það; til dæmis hefur textafræðingurinn Martin West fært rök fyrir því að Hesíódos hafi verið eldri en Hómer. Og meira og minna allir fræðimenn eru sammála um að Ilíonskviða sé eldri en Ódysseifskviða. Flestir telja því að Ilíonskviða sé elsta gríska bókmenntaverkið sem varðveitt er.


Myndskreytt síða úr handriti að Ilíonskviðu frá 5. öld. Á myndinni sést Akkilles færa Seif fórn.

En bókmenntir eru ekki alltaf ritaðar. Í Grikklandi var löng og merkileg hefð fyrir munnlegum kveðskap. Þessari hefð tilheyrir meðal annars Hómer. Hómerískur kveðskapur, það er epískur kveðskapur af sama tagi og kviður Hómers, var því til löngu áður en elstu rituðu bókmenntir Grikkja urðu til. Efni Hómerskviða og mál þeirra átti sér því nokkurra alda langa mótunarsögu áður en kviður Hómers urðu til í þeirri mynd sem við þekkjum þær.

Einnig ber að nefna lýrískan kveðskap, sem var allt öðruvísi en Hómerskviður. Lýrískur (eða melískur) kveðskapur voru kvæði, sungin við undirleik lýru, sem var strengjahljóðfæri, eða annarra hljóðfæra, svo sem kiþaris, forminx eða aulos. Lýríski kveðskapurinn gat ýmist verið einsöngur eða kórljóð. Í dag er elegískur og jambískur kveðskapur, það er kvæði sem samin voru undir elegískum og jambískum bragarháttum, gjarnan talinn með lýrískum kveðskap þótt hann hafi ekki verið sunginn með sama hætti.

Elstu varðveittu lýrísku kvæðin eru frá 7. og 6. öld f.Kr. eftir skáld eins og Arkilokkos, Semonídes og Týrtajos, Alkman, Alkajos og Saffó meðal annarra. Fræðimönnum þykir þó ljóst að bókmenntaformið sem lýrísku kvæðin tilheyra varð ekki til á 7. öld f.Kr. heldur miklu fyrr. En þau lýrísku kvæði sem voru samin áður en mögulegt var að rita þau niður áttu sér enga munnlega geymd eins og Hómerskviður og hafa því öll glatast.

Svarið er því í stuttu máli að um upphaf grískra bókmennta höfum við engar heimildir, Ilíonskviða Hómers er að líkindum elsta gríska bókmenntaverkið sem til er; við vitum að grískar bókmenntir, bæði epískur og lýrískur kveðskapur, áttu sér alda langa sögu hjá Grikkjum fyrir tíma Hómers en við vitum ekkert um þau kvæði sem þá voru samin eða höfunda þeirra af því að þau eru ekki varðveitt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

5.10.2010

Spyrjandi

Fanney Björk Ólafsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvert var upphaf forngrískra bókmennta? Er ekki til eitthvað eldra en Hómerskviður?“ Vísindavefurinn, 5. október 2010, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57043.

Geir Þ. Þórarinsson. (2010, 5. október). Hvert var upphaf forngrískra bókmennta? Er ekki til eitthvað eldra en Hómerskviður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57043

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvert var upphaf forngrískra bókmennta? Er ekki til eitthvað eldra en Hómerskviður?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2010. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57043>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert var upphaf forngrískra bókmennta? Er ekki til eitthvað eldra en Hómerskviður?
Gríska stafrófið var fundið upp á 8. öld f.Kr. Reyndar höfðu Grikkir átt sér ritmál áður en þeir fundu upp stafróf sitt: Línuletur B var notað til að rita grísku um 1600 til 1100 f.Kr. og arkadó-kýpverska mállýskan hafði verið rituð með sérstöku atkvæðarófi. En hvorugt þessara eldri ritkerfa Grikkja var notað til að rita bókmenntir. Elstu rituðu bókmenntirnar eru því ekki eldri en frá 8. öld f.Kr.

Frá 8. öld f.Kr. eru varðveitt kvæði eftir skáldin Hómer og Hesíódos. Yfirleitt er Hómer talinn eldri en Hesíódos en þó eru fræðimenn ekki á einu máli um það; til dæmis hefur textafræðingurinn Martin West fært rök fyrir því að Hesíódos hafi verið eldri en Hómer. Og meira og minna allir fræðimenn eru sammála um að Ilíonskviða sé eldri en Ódysseifskviða. Flestir telja því að Ilíonskviða sé elsta gríska bókmenntaverkið sem varðveitt er.


Myndskreytt síða úr handriti að Ilíonskviðu frá 5. öld. Á myndinni sést Akkilles færa Seif fórn.

En bókmenntir eru ekki alltaf ritaðar. Í Grikklandi var löng og merkileg hefð fyrir munnlegum kveðskap. Þessari hefð tilheyrir meðal annars Hómer. Hómerískur kveðskapur, það er epískur kveðskapur af sama tagi og kviður Hómers, var því til löngu áður en elstu rituðu bókmenntir Grikkja urðu til. Efni Hómerskviða og mál þeirra átti sér því nokkurra alda langa mótunarsögu áður en kviður Hómers urðu til í þeirri mynd sem við þekkjum þær.

Einnig ber að nefna lýrískan kveðskap, sem var allt öðruvísi en Hómerskviður. Lýrískur (eða melískur) kveðskapur voru kvæði, sungin við undirleik lýru, sem var strengjahljóðfæri, eða annarra hljóðfæra, svo sem kiþaris, forminx eða aulos. Lýríski kveðskapurinn gat ýmist verið einsöngur eða kórljóð. Í dag er elegískur og jambískur kveðskapur, það er kvæði sem samin voru undir elegískum og jambískum bragarháttum, gjarnan talinn með lýrískum kveðskap þótt hann hafi ekki verið sunginn með sama hætti.

Elstu varðveittu lýrísku kvæðin eru frá 7. og 6. öld f.Kr. eftir skáld eins og Arkilokkos, Semonídes og Týrtajos, Alkman, Alkajos og Saffó meðal annarra. Fræðimönnum þykir þó ljóst að bókmenntaformið sem lýrísku kvæðin tilheyra varð ekki til á 7. öld f.Kr. heldur miklu fyrr. En þau lýrísku kvæði sem voru samin áður en mögulegt var að rita þau niður áttu sér enga munnlega geymd eins og Hómerskviður og hafa því öll glatast.

Svarið er því í stuttu máli að um upphaf grískra bókmennta höfum við engar heimildir, Ilíonskviða Hómers er að líkindum elsta gríska bókmenntaverkið sem til er; við vitum að grískar bókmenntir, bæði epískur og lýrískur kveðskapur, áttu sér alda langa sögu hjá Grikkjum fyrir tíma Hómers en við vitum ekkert um þau kvæði sem þá voru samin eða höfunda þeirra af því að þau eru ekki varðveitt.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...