Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Á hvaða árum gerast grísku goðsögurnar?

Geir Þ. Þórarinsson

Kvæði gríska skáldsins Hesíódosar, Goðakyn og Verk og dagar, eru meðal mikilvægustu heimilda okkar um gríska goðafræði. Í kvæðinu Goðakyni segir meðal annars frá tilurð heimsins og guðanna, hvernig heimurinn, kosmos, varð til úr ginnungargapinu kaos, og hvernig jörðin gat af sér himininn en þau áttu saman Krónos, sem átti með Rheu systur sinni Seif og aðra ólympsguði. Þannig ná grísku goðsagnirnar allt aftur til upphafs heimsins.

Í kvæðinu Verk og dagar skiptir Hesíódos sögu heimsins í fimm skeið með tilheyrandi hnignun frá því fyrsta til þess síðasta, sem hann telur vera samtíma sinn. Þessi skeið eru gullöld, silfuröld, bronsöld, hetjuöld og járnöld. Seifur á að hafa skapað mörg kyn manna sem sum hver dóu út. Eftir að hafa eytt bronsaldarmannkyni skóp hann nýtt kyn manna sem var uppi á hetjuöld og er stundum nefnt hálfguðir. Frá þessu skeiði og þessu kyni manna segja flestar sögur í grískri goðafræði, svo sem sögur um Herakles, Þeseif og Mínótárosinn, Perseif og Medúsu, Ödípús, Jason og Argóarfarana, Kastor og Pollux, Trójustríðið, Akkilles og Hektor, París og Helenu og margar fleiri sögur.


Margar grísku goðsagnanna gerast á tímum Trójustríðsins eða hetjuöld samkvæmt skilgreiningu gríska skáldsins Hesíodosar. Myndin er úr bíómyndinni Trója frá árinu 2004 og sýnir þegar Trójumenn draga Trójuhestinn inn fyrir borgarmúra Tróju.

En hvenær var þá hetjuöld? Grískir fræðimenn reiknuðu út að Trójustríðið hefði átt sér stað um það bil 400 árum áður en Hómer og Hesíódos voru á dögum eða um 1184 f.Kr. Sumar goðsagnir segja frá næstu kynslóð á eftir en fáar eða engar goðsögur gerast eftir þann tíma. Því má segja að grísku goðsögurnar gerist á tímabilinu frá sköpun heimsins samkvæmt grískri goðafræði og til um 1100 f.Kr. Þess ber þó að geta að í mörgum goðsögum eru alls engar vísbendingar um sögutíma.

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

17.12.2007

Spyrjandi

Dagný Þorkelsdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Á hvaða árum gerast grísku goðsögurnar?“ Vísindavefurinn, 17. desember 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6966.

Geir Þ. Þórarinsson. (2007, 17. desember). Á hvaða árum gerast grísku goðsögurnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6966

Geir Þ. Þórarinsson. „Á hvaða árum gerast grísku goðsögurnar?“ Vísindavefurinn. 17. des. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6966>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Á hvaða árum gerast grísku goðsögurnar?
Kvæði gríska skáldsins Hesíódosar, Goðakyn og Verk og dagar, eru meðal mikilvægustu heimilda okkar um gríska goðafræði. Í kvæðinu Goðakyni segir meðal annars frá tilurð heimsins og guðanna, hvernig heimurinn, kosmos, varð til úr ginnungargapinu kaos, og hvernig jörðin gat af sér himininn en þau áttu saman Krónos, sem átti með Rheu systur sinni Seif og aðra ólympsguði. Þannig ná grísku goðsagnirnar allt aftur til upphafs heimsins.

Í kvæðinu Verk og dagar skiptir Hesíódos sögu heimsins í fimm skeið með tilheyrandi hnignun frá því fyrsta til þess síðasta, sem hann telur vera samtíma sinn. Þessi skeið eru gullöld, silfuröld, bronsöld, hetjuöld og járnöld. Seifur á að hafa skapað mörg kyn manna sem sum hver dóu út. Eftir að hafa eytt bronsaldarmannkyni skóp hann nýtt kyn manna sem var uppi á hetjuöld og er stundum nefnt hálfguðir. Frá þessu skeiði og þessu kyni manna segja flestar sögur í grískri goðafræði, svo sem sögur um Herakles, Þeseif og Mínótárosinn, Perseif og Medúsu, Ödípús, Jason og Argóarfarana, Kastor og Pollux, Trójustríðið, Akkilles og Hektor, París og Helenu og margar fleiri sögur.


Margar grísku goðsagnanna gerast á tímum Trójustríðsins eða hetjuöld samkvæmt skilgreiningu gríska skáldsins Hesíodosar. Myndin er úr bíómyndinni Trója frá árinu 2004 og sýnir þegar Trójumenn draga Trójuhestinn inn fyrir borgarmúra Tróju.

En hvenær var þá hetjuöld? Grískir fræðimenn reiknuðu út að Trójustríðið hefði átt sér stað um það bil 400 árum áður en Hómer og Hesíódos voru á dögum eða um 1184 f.Kr. Sumar goðsagnir segja frá næstu kynslóð á eftir en fáar eða engar goðsögur gerast eftir þann tíma. Því má segja að grísku goðsögurnar gerist á tímabilinu frá sköpun heimsins samkvæmt grískri goðafræði og til um 1100 f.Kr. Þess ber þó að geta að í mörgum goðsögum eru alls engar vísbendingar um sögutíma.

Mynd:...