Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Medúsa?

Geir Þ. Þórarinsson

Medúsa eða Gorgó var ein þriggja systra, gorgónanna svonefndu, en hinar tvær voru þær Sþenó og Evrýale. Gorgónurnar voru hræðilegar á að líta, og var sagt að aðeins sjávarguðinn Póseidon væri óhræddur við þær.

Medúsa hafði beittar tennur í ógurlegum skoltinum og á höfði hennar voru lifandi eitursnákar í stað hárs. Hendurnar voru úr bronsi og hún hafði gullna vængi. Augnaráðið var svo skelfilegt að allir sem litu í augu hennar urðu jafnskjótt að steini.


Perseifur drap Medúsu með því að höggva af henni höfuðið. Myndin er eftir Rubens (1618).

Ólíkt systrum sínum var Medúsa dauðleg. Hetjan Perseifur drap Medúsu með því að höggva af henni höfuðið meðan hún svaf. Hann horfði á spegilmynd hennar í stað þess að horfa á hana sjálfa og komst þannig hjá því að verða að steini. Úr hálsinum varð meðal annars til vængjaði hesturinn Pegasos. Perseifur fékk gyðjunni Aþenu höfuð Medúsu og Aþena festi það á ægiskjöldinn, skjöld Seifs sem var úr geitarskinni.

Mynd: Image:Rubens Medusa.jpeg. Wikimedia Commons.

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

21.6.2007

Spyrjandi

Arna Gísladóttir
Helga Magnúsdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var Medúsa?“ Vísindavefurinn, 21. júní 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6694.

Geir Þ. Þórarinsson. (2007, 21. júní). Hver var Medúsa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6694

Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var Medúsa?“ Vísindavefurinn. 21. jún. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6694>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Medúsa?
Medúsa eða Gorgó var ein þriggja systra, gorgónanna svonefndu, en hinar tvær voru þær Sþenó og Evrýale. Gorgónurnar voru hræðilegar á að líta, og var sagt að aðeins sjávarguðinn Póseidon væri óhræddur við þær.

Medúsa hafði beittar tennur í ógurlegum skoltinum og á höfði hennar voru lifandi eitursnákar í stað hárs. Hendurnar voru úr bronsi og hún hafði gullna vængi. Augnaráðið var svo skelfilegt að allir sem litu í augu hennar urðu jafnskjótt að steini.


Perseifur drap Medúsu með því að höggva af henni höfuðið. Myndin er eftir Rubens (1618).

Ólíkt systrum sínum var Medúsa dauðleg. Hetjan Perseifur drap Medúsu með því að höggva af henni höfuðið meðan hún svaf. Hann horfði á spegilmynd hennar í stað þess að horfa á hana sjálfa og komst þannig hjá því að verða að steini. Úr hálsinum varð meðal annars til vængjaði hesturinn Pegasos. Perseifur fékk gyðjunni Aþenu höfuð Medúsu og Aþena festi það á ægiskjöldinn, skjöld Seifs sem var úr geitarskinni.

Mynd: Image:Rubens Medusa.jpeg. Wikimedia Commons....