Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig varð mannkynið til samkvæmt grískri goðafræði?

Geir Þ. Þórarinsson

Helstu heimildirnar um gríska goðafræði eru kvæði skálda á borð við Hómer og Hesíódos sem báðir voru uppi á 8. öld f.Kr. Í Hómerskviðum er ekki fjallað um tilurð mannkyns. Um efni þeirra má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Um hvað fjalla Hómerskviður?

Í kvæði Hesíódosar Verk og dagar segir frá tilurð mannkyns en samkvæmt fræðum Hesíódosar hafa mörg kyn manna byggt ból heimsins. Hesíódos gerir ráð fyrir fimm skeiðum í sögu heimsins með tilheyrandi hnignun frá því fyrsta til þess síðasta, sem hann telur vera samtíma sinn. Þessi skeið eru gullöld, silfuröld, bronsöld, hetjuöld og járnöld. Hesíódos segir að guðirnir hefðu skapað fyrsta kyn manna á gullöldinni en hann segir ekki hvernig tilurð manna kom til eða hvers vegna.

Gullöldin var á valdatíma Krónosar. Þá lifðu menn áhyggjulausir og við allsnægtir eins og guðirnir sjálfir, urðu ekki gamlir og dauðann bar að líkt og sætan svefn. Af einhverjum ástæðum dó þetta kyn manna út.

Næsta kyn manna var uppi á silfuröldinni en þá ríkti Seifur Krónosson. Þetta kyn skópu Ólympsguðir einnig. Það var ólíkt hinu fyrra kyni manna að útliti og eðlisfari. Barnæskan varði í hundrað ár en eftir að unglingsaldri var náð varði ævin skammt. Lífið var mönnunum erfitt því þeir voru ósnjallir. Þeir frömdu glæpi hver gegn öðrum og virtu ekki guðina. Seifur eyddi því þessu kyni manna.

Þá skóp hann þriðja kyn manna á bronsöld en það líktist ekki mannkyni silfuraldar að neinu leyti. Þessir menn báru bronsvopn, notuðu bronsverkfæri og bjuggu í bronshúsum. En þeir voru herskáir mjög og dóu út í ófriði sín á milli.


Mynd frá síðari hluta 16. aldar sem sýnir Devkalíon og Pyrrhu henda steinum aftur fyrir sig. Af steinunum spratt svo mannkyn hetjualdar.

Seifur skóp þá enn eitt kyn manna, göfugara kyn og réttsýnna. Í öðrum heimildum kemur fram að Seifur hafi eytt bronsaldarmannkyni í flóði en hafi einungis ákveðið að hlífa tveimur mönnum, Devkalíoni og Pyrrhu. Prómeþeifur sagði þeim að smíða sér örk en á henni hírðust þau níu daga og níu nætur. Þegar flóðið hafði rénað sendi Seifur Hermes til þeirra og sagði hann þeim að Seifur myndi veita þeim eina ósk uppfyllta. Þau óskuðu sér félagsskapar. Þá sagði Seifur þeim að þau skyldu henda aftur fyrir öxl sína beinum móður sinnar og úr þeim myndi verða til nýtt kyn manna.

Pyrrha skildi ekki hvað Seifur átti við en Devkalíon áttaði sig á því að Seifur ætti við móður jörð og kastaði hann því steini aftur fyrir sig en úr honum varð til karlkyn. Þá gerði Pyrrha eins og úr steini hennar varð til kvenkyn. Þetta kyn manna var uppi á hetjuöld og er stundum nefnt hálfguðir. Frá þessu skeiði og þessu kyni manna segja flestar sögur í grískri goðafræði, svo sem sögur um Herakles, Þeseif og Mínótárosinn, Perseif og Medúsu, Ödípús, Jason og Argóarfarana, Kastor og Pollux, Trójustríðið, Akkilles og Hektor, París og Helenu og margar fleiri sögur. Stríð og ófriður varð þessu kyni manna einnig að falli. Hesíódos harmar að tilheyra fimmta kyni manna, sem er uppi á járnöld, og hann er viss um að Seifur muni eyða því einnig. En hann segir ekki hvernig það hefur orðið til.

Svör um tengt efni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

14.12.2007

Spyrjandi

Sindri Geir, f. 1991

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig varð mannkynið til samkvæmt grískri goðafræði?“ Vísindavefurinn, 14. desember 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6962.

Geir Þ. Þórarinsson. (2007, 14. desember). Hvernig varð mannkynið til samkvæmt grískri goðafræði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6962

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvernig varð mannkynið til samkvæmt grískri goðafræði?“ Vísindavefurinn. 14. des. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6962>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig varð mannkynið til samkvæmt grískri goðafræði?
Helstu heimildirnar um gríska goðafræði eru kvæði skálda á borð við Hómer og Hesíódos sem báðir voru uppi á 8. öld f.Kr. Í Hómerskviðum er ekki fjallað um tilurð mannkyns. Um efni þeirra má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Um hvað fjalla Hómerskviður?

Í kvæði Hesíódosar Verk og dagar segir frá tilurð mannkyns en samkvæmt fræðum Hesíódosar hafa mörg kyn manna byggt ból heimsins. Hesíódos gerir ráð fyrir fimm skeiðum í sögu heimsins með tilheyrandi hnignun frá því fyrsta til þess síðasta, sem hann telur vera samtíma sinn. Þessi skeið eru gullöld, silfuröld, bronsöld, hetjuöld og járnöld. Hesíódos segir að guðirnir hefðu skapað fyrsta kyn manna á gullöldinni en hann segir ekki hvernig tilurð manna kom til eða hvers vegna.

Gullöldin var á valdatíma Krónosar. Þá lifðu menn áhyggjulausir og við allsnægtir eins og guðirnir sjálfir, urðu ekki gamlir og dauðann bar að líkt og sætan svefn. Af einhverjum ástæðum dó þetta kyn manna út.

Næsta kyn manna var uppi á silfuröldinni en þá ríkti Seifur Krónosson. Þetta kyn skópu Ólympsguðir einnig. Það var ólíkt hinu fyrra kyni manna að útliti og eðlisfari. Barnæskan varði í hundrað ár en eftir að unglingsaldri var náð varði ævin skammt. Lífið var mönnunum erfitt því þeir voru ósnjallir. Þeir frömdu glæpi hver gegn öðrum og virtu ekki guðina. Seifur eyddi því þessu kyni manna.

Þá skóp hann þriðja kyn manna á bronsöld en það líktist ekki mannkyni silfuraldar að neinu leyti. Þessir menn báru bronsvopn, notuðu bronsverkfæri og bjuggu í bronshúsum. En þeir voru herskáir mjög og dóu út í ófriði sín á milli.


Mynd frá síðari hluta 16. aldar sem sýnir Devkalíon og Pyrrhu henda steinum aftur fyrir sig. Af steinunum spratt svo mannkyn hetjualdar.

Seifur skóp þá enn eitt kyn manna, göfugara kyn og réttsýnna. Í öðrum heimildum kemur fram að Seifur hafi eytt bronsaldarmannkyni í flóði en hafi einungis ákveðið að hlífa tveimur mönnum, Devkalíoni og Pyrrhu. Prómeþeifur sagði þeim að smíða sér örk en á henni hírðust þau níu daga og níu nætur. Þegar flóðið hafði rénað sendi Seifur Hermes til þeirra og sagði hann þeim að Seifur myndi veita þeim eina ósk uppfyllta. Þau óskuðu sér félagsskapar. Þá sagði Seifur þeim að þau skyldu henda aftur fyrir öxl sína beinum móður sinnar og úr þeim myndi verða til nýtt kyn manna.

Pyrrha skildi ekki hvað Seifur átti við en Devkalíon áttaði sig á því að Seifur ætti við móður jörð og kastaði hann því steini aftur fyrir sig en úr honum varð til karlkyn. Þá gerði Pyrrha eins og úr steini hennar varð til kvenkyn. Þetta kyn manna var uppi á hetjuöld og er stundum nefnt hálfguðir. Frá þessu skeiði og þessu kyni manna segja flestar sögur í grískri goðafræði, svo sem sögur um Herakles, Þeseif og Mínótárosinn, Perseif og Medúsu, Ödípús, Jason og Argóarfarana, Kastor og Pollux, Trójustríðið, Akkilles og Hektor, París og Helenu og margar fleiri sögur. Stríð og ófriður varð þessu kyni manna einnig að falli. Hesíódos harmar að tilheyra fimmta kyni manna, sem er uppi á járnöld, og hann er viss um að Seifur muni eyða því einnig. En hann segir ekki hvernig það hefur orðið til.

Svör um tengt efni á Vísindavefnum:

Mynd:...