En þar er dómurinn var settur var völlur sléttur og settar niður heslistengur í völlinn í hring en lögð um utan snæri umhverfis. Voru það kölluð vébönd.Í yngra máli er orðið notað um mörk eða markalínur. Talað er til dæmis um að félög hafi svo og svo margan innan sinna vébanda, það er á félagaskrá eða stuðningsmannaskrá. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru dæmi um nokkur afbrigði, til dæmis fara út fyrir vébönd, halda sig fyrir innan vébönd og standa fyrir utan vébönd. Mynd:
- Association football - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 26.6.2012).