Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er að vera 'gamall í hettunni' og hvaðan er orðatiltækið sprottið?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðatiltækið að vera gamall í hettunni í merkingunni ‛vera reyndur, hafa fengist lengi við eitthvað’ er ekki gamalt í íslensku máli. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu „Safn af íslenzkum orðskviðum“ sem Guðmundur Jónsson tók saman og gaf út í Kaupmannahöfn 1830.

Giskað hefur verið á að í orðatiltækinu 'að vera gamall í hettunni' hafi upphaflega verið átt við munkahettu.

Eldra dæmi kemur fyrir í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld. Jón dvaldist lengstan hluta ævi sinnar í Kaupmannahöfn og hefur án efa þekkt orðatiltækið úr dönsku. Það barst hingað frá Danmörku at være gammel i hætten í sömu merkingu. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1924) er einnig nefnt að vera seigur í hettunni.

Óljóst er til hvers líkingin vísar en giskað hefur verið á að með hettunni hafi upphaflega verið átt við munkahettu. Sá sem var gamall í hettunni hafi lengi verið í munkareglu (Jón Friðjónsson. 2006. Mergur málsins, bls. 339).

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

11.5.2012

Spyrjandi

Helgi Einar Karlsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er að vera 'gamall í hettunni' og hvaðan er orðatiltækið sprottið?“ Vísindavefurinn, 11. maí 2012, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=62366.

Guðrún Kvaran. (2012, 11. maí). Hvað er að vera 'gamall í hettunni' og hvaðan er orðatiltækið sprottið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=62366

Guðrún Kvaran. „Hvað er að vera 'gamall í hettunni' og hvaðan er orðatiltækið sprottið?“ Vísindavefurinn. 11. maí. 2012. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=62366>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er að vera 'gamall í hettunni' og hvaðan er orðatiltækið sprottið?
Orðatiltækið að vera gamall í hettunni í merkingunni ‛vera reyndur, hafa fengist lengi við eitthvað’ er ekki gamalt í íslensku máli. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu „Safn af íslenzkum orðskviðum“ sem Guðmundur Jónsson tók saman og gaf út í Kaupmannahöfn 1830.

Giskað hefur verið á að í orðatiltækinu 'að vera gamall í hettunni' hafi upphaflega verið átt við munkahettu.

Eldra dæmi kemur fyrir í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík frá 18. öld. Jón dvaldist lengstan hluta ævi sinnar í Kaupmannahöfn og hefur án efa þekkt orðatiltækið úr dönsku. Það barst hingað frá Danmörku at være gammel i hætten í sömu merkingu. Í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1924) er einnig nefnt að vera seigur í hettunni.

Óljóst er til hvers líkingin vísar en giskað hefur verið á að með hettunni hafi upphaflega verið átt við munkahettu. Sá sem var gamall í hettunni hafi lengi verið í munkareglu (Jón Friðjónsson. 2006. Mergur málsins, bls. 339).

Mynd:

...