Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða mis og -indi er átt við hjá misindismönnum?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið misindi 'hættulegur, slæmur eiginleiki' er sett saman úr tveimur liðum, forskeytinu mis- og viðliðnum –indi. Það er oft fyrri liður samsettra orða sem tákna eitthvað neikvætt eins og misindismaður, misindisfólk, misindislýður, misindishátterni sem öll vísa til ills innrætis. Forskeytið mis- er stendur með nafnorðum, lýsingarorðum og sögnum og hefur þrenns konar hlutverk. Í fyrsta lagi vísar það til þess sem ekki er rétt eins og í orðunum misbeita og misbeiting, misnota og misnotkun. Í öðru lagi vísar það til einhvers sem ekki er jafnt, til dæmis misgóður, misjafn, og í þriðja lagi er það notað í merkingunni ‘verða á skyssa, til dæmis mistakast eitthvað.



Viðskeytið –indi er notað til að mynda nafnorð í hvorugkyni óhlutbundinnar merkingar. Í eldra máli var myndin –endi eins og í bindendi, nú bindindi. Það hefur helst verið tengt sögnunum venda ‘snúa’ og vinda (Íslensk orðsifjabók, bls. 1166). Heilindi væri þá hugsað ‘sem snúið er til heilla’, misindi ‘sem snúið er á verri veg’.

Mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Vildi ég nú gjarna víkka nokkuð skilning minn á orðinu misindi. Það kemur fram sem forliður í fjölmörgum orðum, t.d. í ritmálsskrá í stofnun Árna Magnússonar. Bestu þakkir fyrirfram.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.5.2008

Spyrjandi

Trausti Pálsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða mis og -indi er átt við hjá misindismönnum?“ Vísindavefurinn, 20. maí 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31941.

Guðrún Kvaran. (2008, 20. maí). Hvaða mis og -indi er átt við hjá misindismönnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31941

Guðrún Kvaran. „Hvaða mis og -indi er átt við hjá misindismönnum?“ Vísindavefurinn. 20. maí. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31941>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða mis og -indi er átt við hjá misindismönnum?
Orðið misindi 'hættulegur, slæmur eiginleiki' er sett saman úr tveimur liðum, forskeytinu mis- og viðliðnum –indi. Það er oft fyrri liður samsettra orða sem tákna eitthvað neikvætt eins og misindismaður, misindisfólk, misindislýður, misindishátterni sem öll vísa til ills innrætis. Forskeytið mis- er stendur með nafnorðum, lýsingarorðum og sögnum og hefur þrenns konar hlutverk. Í fyrsta lagi vísar það til þess sem ekki er rétt eins og í orðunum misbeita og misbeiting, misnota og misnotkun. Í öðru lagi vísar það til einhvers sem ekki er jafnt, til dæmis misgóður, misjafn, og í þriðja lagi er það notað í merkingunni ‘verða á skyssa, til dæmis mistakast eitthvað.



Viðskeytið –indi er notað til að mynda nafnorð í hvorugkyni óhlutbundinnar merkingar. Í eldra máli var myndin –endi eins og í bindendi, nú bindindi. Það hefur helst verið tengt sögnunum venda ‘snúa’ og vinda (Íslensk orðsifjabók, bls. 1166). Heilindi væri þá hugsað ‘sem snúið er til heilla’, misindi ‘sem snúið er á verri veg’.

Mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Vildi ég nú gjarna víkka nokkuð skilning minn á orðinu misindi. Það kemur fram sem forliður í fjölmörgum orðum, t.d. í ritmálsskrá í stofnun Árna Magnússonar. Bestu þakkir fyrirfram.
...