Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Sögnin að nenna ‘hafa dug eða vilja til, vera ólatur við’ kemur þegar fyrir í fornmáli. Hún er til í öðrum Norðurlandamálum og er í færeysku nenna ‘fá sig til einhvers’, nýnorsku nenna í sömu merkingu, í eldri sænsku nänna, nännas ‘hafa hugrekki eða vilja til’, í sænskum mállýskum er merkingin ‘fella sig við, hafa hug á, vera aðsjáll’, í dönsku nænne ‘fá sig til einhvers’. Í dönsku nútímamáli er sögnin gide þó meira notuð í þessari merkingu.
Íþróttaálfurinn er persónugervingur þess sem nennir að vinna verkin.
Sögnin er samgermönsk, það er hún kemur fyrir í vestur- og austurgermönskum málum en á eldra málstigi. Í fornensku var til sögnin nēðan, í fornsaxnesku nāthian, í fornháþýsku ginindan og nendan (vesturgermönsk mál) og í gotnesku anananþjan (austurgermanskt mál). Sögnin lifir því nú aðeins í Norðurlandamálum.
Heimild:
Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Reykjavík, Orðabók Háskólans.
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hver er uppruni eða hvaðan kemur sagnorðið að "nenna"? Og er það rétt að það sé bara til í fáum tungumálum, eins og í íslensku? Nennið þið að svara spurningunni?
Guðrún Kvaran. „Er það rétt að sögnin að nenna sé aðeins til í fáum tungumálum?“ Vísindavefurinn, 12. september 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=47881.
Guðrún Kvaran. (2008, 12. september). Er það rétt að sögnin að nenna sé aðeins til í fáum tungumálum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=47881
Guðrún Kvaran. „Er það rétt að sögnin að nenna sé aðeins til í fáum tungumálum?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=47881>.