Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1219 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær kemur glæpon í íslenskt mál?

Nafnorðið glæpon er ekki gamalt í málinu. Eftir því sem næst verður komist fór það að skjóta upp kollinum í íslensku rétt fyrir miðja 20. öldina. Þá, eins og nú, merkti það 'glæpamann' eða 'bófa' en það hefur yfir sér óformlegan eða slangurkenndan blæ sem trúlega hefur dregið úr líkum á því að það birtist oft á pr...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða munur er á eddukvæðum og dróttkvæðum?

Elstu varðveittu eddukvæði eru væntanlega frá sama tíma og elstu varðveittu dróttkvæðin þar sem segir frá bardögum konunga sem seðja hræfuglana með bardagafýsn sinni og hugdirfsku. Eins og eddukvæðin eru dróttkvæðin einungis varðveitt í ungum handritum, þeim elstu frá 13. öld, en fræðimenn hafa talið að þau séu mö...

category-iconLífvísindi: almennt

Væri hægt að rækta kartöflur á Mars?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Væri hægt að rækta kartöflur á Mars eins og í myndinni The Martian? Þegar menn velta fyrir sér geimferðum kemur strax upp í hugann hvort og þá hvernig hægt sé að tryggja næga fæðu fyrir ferðalangana þegar á áfangastað er komið. Líklegt er talið að á næstu áratugum verði re...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru kóngasvarmar eitraðir eða hættulegir?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvernig fiðrildi er kóngasvarmi? Er það eitrað eða hættulegt? Lifir það á Íslandi?Kóngasvarmi (Agrius convolvuli, e. Convolvulus Hawk-moth), stundum nefnt kóngafiðrildi, er ekki hluti af íslenskri skordýrafánu en berst hingað stundum sem flækingur. Kóngasvarmi (Agrius convo...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Finnast snákar í Danmörku?

Í Danmörku eru tvær villtar snákategundir. Um aðra þeirra, nöðru eða höggorm (Vipera berus), er fjallað um í svari sama höfundar við spurningunni Eru einhverjar eitraðar snáka- og froskategundir í Danmörku? Tegundin er eitruð en bit hennar er þó ekki talið banvænt. Höggormur (Vipera berus). Danir kalla hina snák...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru simpansaungar lengi á brjósti og hversu gamlir eru þeir þegar þeir fara að neyta annarrar fæðu með móðurmjólkinni?

Afkvæmi simpansa fæðast eftir 230-240 daga meðgöngu. Fyrstu þrjá til sex mánuðina halda mæðurnar ungunum við brjóstin og eru þeir afar ósjálfbjarga. Eftir sex mánaða aldur hefur þeim vaxið þróttur og styrkur og þeir geta þá haldið sig á baki móður sinnar og jafnvel ferðast sjálfir. Ungarnir eru háðir móðurmjólki...

category-iconVísindavefur

Hvað hafa Bandaríkjamenn farið margar geimferðir frá upphafi?

Bandaríkjamenn hafa farið 136 mannaðar ferðir frá upphafi. Frægasta verkefni NASA í slíkum ferðum er sjálfsagt Apollo-verkefnið, en þær flaugar rannsökuðu tunglið:Apollo-1 1967 (Ferðin var raunar ekki farin vegna óhapps í undirbúningi).Apollo-7 1968Apollo-8 1968Apollo-9 1969Apollo-10 1969Apollo-11 1969 (til tungls...

category-iconStærðfræði

Hvað er að þessari sönnun á að 1 = -1?

Áður en við skoðum sönnun spyrjanda á að $1 = -1$ skulum við skoða tvö hugtök sem koma fyrir í sönnuninni: Annars vegar kvaðratrót og hins vegar töluna $i$. Látum $a$ tákna jákvæða tölu. Kvaðratrótin af $a$ er táknuð með $\sqrt{a}$ og hún ákvarðast af eftirfarandi tveimur eiginleikum: $\sqrt{a}$ er jákvæð ta...

category-iconLandafræði

Hvað er Brasilía stór og hvað búa margir þar?

Eiginlega má segja að flest við Brasilíu sé stórt eða mikið, það er sama hvort litið er til flatarmáls landins, náttúrufars, dýralífs, fólksfjölda, fjölbreytileika mannslífs, bilsins milli ríkra og fátækra eða ákefðar við að halda stóra alþjóðlega íþróttaviðburði svo einhver dæmi séu nefnd. Hér verður sjónum hins ...

category-iconStærðfræði

Hvað er algebra og til hvers er hún kennd í skólum?

Vignir Már Lýðsson spurði: "Hvað er algebra? Getið þið gefið mér dæmi?" Halldór Berg Harðarson spurði: "Hver er tilgangurinn með því að kenna algebru í grunnskóla?"Í venjulegum reikningi, til dæmis þegar verð einstakra hluta í innkaupakerru eru lögð saman til að finna út heildarverðið, er unnið með tölur. Hver var...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er betra að vera piparsveinn en piparmey?

Því er oft haldið fram, og það með réttu, að munur sé á blæ orðanna piparsveinn og piparmey. Heimildir um piparsveininn eru mun eldri og að minnsta kosti frá 16. öld. Orðið er fengið að láni úr dönsku, pebersvend, og var þar notað um ógifta farandsala sem versluðu með ýmsan smávarning, einkum pipar. Þeir voru a...

category-iconVísindafréttir

Vísindaveisla í Vík í Mýrdal

Fyrsti áfangastaður Háskólalestarinnar sumarið 2017 var Vík í Mýrdal. Þar var haldin vísindaveisla laugardaginn 6. maí. Víkurbúar og aðrir gestir spreyttu sig þar meðal annars á nokkrum þrautum og gátum. Í boði voru þrjár þrautir: svonefnd gáta Einsteins, átta drottninga vandamálið og glerlinsugátan. Viktorí...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig er hægt að búa til litla vatnsvirkjun í skólastofunni okkar?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvernig er best hægt að búa til lítið líkan af virkri vatnsvirkjun? Við krakkarnir í 9-HL erum að gera bekkjarverkefni og þurfum að búa til virka vatnsvirkjun. En það er auðveldara sagt en gert. Við erum komin með grundvallaratriðin en við erum ekki alveg viss hvernig nák...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins bongóblíða? Er að að velta því fyrir mér í rigningunni.

Orðið bongóblíða kom fyrst fram í laginu Sólarsamba sem Magnús Kjartansson söng á sínum tíma, fyrst 1988. Á vefnum Bland.is fann ég þessi ummæli: Lagið á 20 ára afmæli núna í vor og því tilvalið að dusta rykið af þessum þemasöng íslenska sumarsins og kynna það vonandi fyrir nýjum kynslóðum. Lag þetta var sem lím...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er ein vika sjávar löng vegalengd í metrum talið?

Vika sjávar er ekki nákvæmlega skilgreind eining enda var erfiðleikum háð að mæla fjarlægðir á sjó nákvæmlega fyrr á tímum. Orðabók Menningarsjóðs segir að vika sjávar sé um einnar stundar sigling en í metrum einhvers staðar á bilinu 7,5 - 9 km. Hvað ætli þessi hafi siglt margar vikur? Mynd. Wikimedia commons...

Fleiri niðurstöður