Lagið á 20 ára afmæli núna í vor og því tilvalið að dusta rykið af þessum þemasöng íslenska sumarsins og kynna það vonandi fyrir nýjum kynslóðum. Lag þetta var sem límt við heila landsmanna þegar það braust fram á sjónarsviðið árið 1988 og má nefna að það var í texta þessa lag sem nýyrðið "bongóblíða" skaut fyrst upp kollinum. Í dag er ekki útskrifaður veðurfræðingur á Íslandi án þess að hann hafi tamið sér notkun þessa orðsFyrri liðurinn bongo er heiti á stórri antilóputegund í Mið-Afríku. Hann er einnig notaður í hljóðfærisheitinu bongótromma (e. bongo drum) sem er afró-kúbönsk einhúða tromma, opin að neðan. Á DV.is um verslunarmannahelgina 2017 var viðtal við höfund orðsins bongóblíða Halldór Gunnarsson. Hann kvaðst hafa samið textann fyrir Magnús Kjartansson.
Vegna stuðlunarinnar í orðinu passaði það sérstaklega vel inn í sumarlegan textann: „Þetta er algjör bongóblíða, og básúnur og trommur hljóma þrumuvel í dag.“ Sumarið 1988 kom svo út safnplatan Bongóblíða á vegum plötuútgáfunnar Steinar sem innihélt meðal annars lagið Sólarsamba og þá jókst hróður orðsins enn frekar.Heimildir og mynd:
- Hvað þíðir bongóblíða! - bland.is - Stærsti umræðuvettvangur Íslands. (Skoðað 5. 9. 2017).
- Halldór ber ábyrgð á bongóblíðunni - DV, 4. ágúst 2017. (Skoðað 5. 9. 2017).
- Mynd: Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir.