Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru kóngasvarmar eitraðir eða hættulegir?

Jón Már Halldórsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvernig fiðrildi er kóngasvarmi? Er það eitrað eða hættulegt? Lifir það á Íslandi?
Kóngasvarmi (Agrius convolvuli, e. Convolvulus Hawk-moth), stundum nefnt kóngafiðrildi, er ekki hluti af íslenskri skordýrafánu en berst hingað stundum sem flækingur.



Kóngasvarmi (Agrius convolvuli) sem náðist á Blönduósi.

Ljósmyndari: rzg

Kóngasvarmar eru næturdýr og eru þess vegna á ferli eftir að skyggja tekur. Þeir lifa á blómasafa eins og önnur fiðrildi og eru afar stórir miðað við íslensk skordýr, vænghafið getur verið 9-13 cm. Kóngasvarmar geta haldið sér kyrrum á lofti fyrir framan blóm og stinga löngum rana inn í þau til að sjúga blómasafann. Þeir þurfa því ekki að setjast á blómið og minna þannig á fugla, sérstaklega kólibrífugla. Fiðrildaættin sem kóngasvarminn tilheyrir, svarmaætt (Sphingidae), er í samræmi við það kölluð „Hummingbird moth“ á ensku. Kóngasvarmar eru með öllu skaðlausir og er engin ástæða til að hræðast þá.



Kóngasvarmi svífur framan við blóm líkt og kólibrífugl

Þau dýr sem finnast hér á landi hafa að öllum líkindum borist frá Evrópu. Tíðafar í álfunni hefur verið afar hagstætt fyrir kóngasvarmann og suðlægir vindar undanfarnar vikur hafa flutt fjölda einstaklinga hingað norður eftir. Búsvæði kóngasvarmans er víðáttumikið, það nær til Afríku, Asíu, Eyjaálfu auk Suður-Evrópu. Kóngasvarmar ferðast árstíðabundið norðar í Evrópu, meðal annars til Bretlandseyja, en fjölga sér þar ekki. Borist hafa tilkynningar um þessi fiðrildi víða að af landinu eftir 9. ágúst, svo sem frá Stykkishólmi, Blönduósi, höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og Neskaupsstað.

Lesendur Vísindavefsins eru vinsamlega beðnir um að tilkynna Róberti A. Stefánssyni, forstöðumanni Náttúrufræðistofnun Vesturlands, ef þeir verða varir við kóngasvarma. Netfangið er nsv@nsv.is og símanúmerið 438-1122.

Heimildir:Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.8.2003

Spyrjandi

Mekkín Daníelsdóttir, f. 1995
Kristín Helga

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru kóngasvarmar eitraðir eða hættulegir?“ Vísindavefurinn, 22. ágúst 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3678.

Jón Már Halldórsson. (2003, 22. ágúst). Eru kóngasvarmar eitraðir eða hættulegir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3678

Jón Már Halldórsson. „Eru kóngasvarmar eitraðir eða hættulegir?“ Vísindavefurinn. 22. ágú. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3678>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru kóngasvarmar eitraðir eða hættulegir?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvernig fiðrildi er kóngasvarmi? Er það eitrað eða hættulegt? Lifir það á Íslandi?
Kóngasvarmi (Agrius convolvuli, e. Convolvulus Hawk-moth), stundum nefnt kóngafiðrildi, er ekki hluti af íslenskri skordýrafánu en berst hingað stundum sem flækingur.



Kóngasvarmi (Agrius convolvuli) sem náðist á Blönduósi.

Ljósmyndari: rzg

Kóngasvarmar eru næturdýr og eru þess vegna á ferli eftir að skyggja tekur. Þeir lifa á blómasafa eins og önnur fiðrildi og eru afar stórir miðað við íslensk skordýr, vænghafið getur verið 9-13 cm. Kóngasvarmar geta haldið sér kyrrum á lofti fyrir framan blóm og stinga löngum rana inn í þau til að sjúga blómasafann. Þeir þurfa því ekki að setjast á blómið og minna þannig á fugla, sérstaklega kólibrífugla. Fiðrildaættin sem kóngasvarminn tilheyrir, svarmaætt (Sphingidae), er í samræmi við það kölluð „Hummingbird moth“ á ensku. Kóngasvarmar eru með öllu skaðlausir og er engin ástæða til að hræðast þá.



Kóngasvarmi svífur framan við blóm líkt og kólibrífugl

Þau dýr sem finnast hér á landi hafa að öllum líkindum borist frá Evrópu. Tíðafar í álfunni hefur verið afar hagstætt fyrir kóngasvarmann og suðlægir vindar undanfarnar vikur hafa flutt fjölda einstaklinga hingað norður eftir. Búsvæði kóngasvarmans er víðáttumikið, það nær til Afríku, Asíu, Eyjaálfu auk Suður-Evrópu. Kóngasvarmar ferðast árstíðabundið norðar í Evrópu, meðal annars til Bretlandseyja, en fjölga sér þar ekki. Borist hafa tilkynningar um þessi fiðrildi víða að af landinu eftir 9. ágúst, svo sem frá Stykkishólmi, Blönduósi, höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og Neskaupsstað.

Lesendur Vísindavefsins eru vinsamlega beðnir um að tilkynna Róberti A. Stefánssyni, forstöðumanni Náttúrufræðistofnun Vesturlands, ef þeir verða varir við kóngasvarma. Netfangið er nsv@nsv.is og símanúmerið 438-1122.

Heimildir:Myndir:...