Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er betra að vera piparsveinn en piparmey?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Því er oft haldið fram, og það með réttu, að munur sé á blæ orðanna piparsveinn og piparmey.

Heimildir um piparsveininn eru mun eldri og að minnsta kosti frá 16. öld. Orðið er fengið að láni úr dönsku, pebersvend, og var þar notað um ógifta farandsala sem versluðu með ýmsan smávarning, einkum pipar. Þeir voru aufúsugestir og áttu oft vinkonur í mörgum sveitum. Hérlendis fer orðið að eiga við ógifta karlmenn, sem voru í lausamennsku, andstætt húsmanni sem var heimilsfastur á bæ. Ekkert niðrandi var við orðið piparsveinn í upprunalegu merkingunni og enn er það hlutlaust eða fremur sagt í jákvæðu gamni um ungan og eftirsóttan, ókvæntan karlmann þótt einnig megi heyra það notað um eldri mann.

Piparsveinninn James Bond og piparmærin fröken Marple.

Orðið piparmey er einnig fengið að láni úr dönsku, pebermø, og lagað eftir orðinu piparsveinn, en það er miklu yngra í málinu. Sennilega er það ekki eldra en frá síðari hluta 19. aldar. Piparmey hefur jafnan verið notað í niðrandi merkingu um eldri, ógifta konu. Sama er að segja um piparjómfrú sem er álíka gamalt og einnig úr dönsku, peberjomfru.

Piparkerling og piparkarl eru yngst og sennilega frá því í byrjun 20. aldar. Þau eru bæði notuð í niðrandi merkingu, þó ekki jafn sterkri um karlinn. Sem sagt: það er í lagi að vera piparsveinn, og jafnvel dálítið kitlandi, en mun síðra er að vera piparmey.

Heimildir og myndir:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

5.10.2012

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er betra að vera piparsveinn en piparmey?“ Vísindavefurinn, 5. október 2012, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=63189.

Guðrún Kvaran. (2012, 5. október). Er betra að vera piparsveinn en piparmey? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=63189

Guðrún Kvaran. „Er betra að vera piparsveinn en piparmey?“ Vísindavefurinn. 5. okt. 2012. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=63189>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er betra að vera piparsveinn en piparmey?
Því er oft haldið fram, og það með réttu, að munur sé á blæ orðanna piparsveinn og piparmey.

Heimildir um piparsveininn eru mun eldri og að minnsta kosti frá 16. öld. Orðið er fengið að láni úr dönsku, pebersvend, og var þar notað um ógifta farandsala sem versluðu með ýmsan smávarning, einkum pipar. Þeir voru aufúsugestir og áttu oft vinkonur í mörgum sveitum. Hérlendis fer orðið að eiga við ógifta karlmenn, sem voru í lausamennsku, andstætt húsmanni sem var heimilsfastur á bæ. Ekkert niðrandi var við orðið piparsveinn í upprunalegu merkingunni og enn er það hlutlaust eða fremur sagt í jákvæðu gamni um ungan og eftirsóttan, ókvæntan karlmann þótt einnig megi heyra það notað um eldri mann.

Piparsveinninn James Bond og piparmærin fröken Marple.

Orðið piparmey er einnig fengið að láni úr dönsku, pebermø, og lagað eftir orðinu piparsveinn, en það er miklu yngra í málinu. Sennilega er það ekki eldra en frá síðari hluta 19. aldar. Piparmey hefur jafnan verið notað í niðrandi merkingu um eldri, ógifta konu. Sama er að segja um piparjómfrú sem er álíka gamalt og einnig úr dönsku, peberjomfru.

Piparkerling og piparkarl eru yngst og sennilega frá því í byrjun 20. aldar. Þau eru bæði notuð í niðrandi merkingu, þó ekki jafn sterkri um karlinn. Sem sagt: það er í lagi að vera piparsveinn, og jafnvel dálítið kitlandi, en mun síðra er að vera piparmey.

Heimildir og myndir:


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi....