Danir kalla hina snákategundina sem lifir í Danmörku einfaldlega snog eða snák. Á íslensku nefnist sú tegund grassnákur (Natrix natrix). Hún finnst víða í votlendi eða nærri vötnum í Danmörku og víðar í Evrópu. Ólíkt nöðrunni er grassnákurinn ekki eitraður og telst vera hættulaus. Hann er oftast dökkgrænn eða brúnn að lit með áberandi dökka flekki. Grassnákurinn er nokkuð stór og getur af þeim sökum skapað ótta hjá fólki. Hann getur orðið allt að 190 cm langur en slíkir einstaklingar eru þó afar sjaldgæfir. Algeng lengd kvendýra eru um 90 til 110 cm og karldýrin eru um 20 cm styttri.
Grassnákurinn er nær einungis froskdýraæta og er algengasta fæða hans hagakarta (Bufo bufo) og norræni froskur (Rana temporaria). Útbreiðsla grassnáksins er um sunnanverða Skandinavíu, og á meginlandi Evrópu suður til norðurhluta Ítalíu. Hann er líka ein þriggja tegunda sem finnast á Bretlandi. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hver er uppruni snáka? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvernig er dýralíf í Danmörku? eftir Jón Má Halldórsson
- Höggormur: Vipera berus á Wikipedia. Ljósmyndari: Marek Szczepanek. Birt undir Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0 Unported og GNU Free Documentation leyfum. Sótt 10. 9. 2010.
- Grassnákur: Natrix natrix á Wikimedia Commons. Ljósmyndari: Karl Larsaeus. Birt undir Creative Commons Attribution-Share Alike 3.0 Unported og GNU Free Documentation leyfum. Sótt 10. 9. 2010.