Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Finnast snákar í Danmörku?

Jón Már Halldórsson

Í Danmörku eru tvær villtar snákategundir. Um aðra þeirra, nöðru eða höggorm (Vipera berus), er fjallað um í svari sama höfundar við spurningunni Eru einhverjar eitraðar snáka- og froskategundir í Danmörku? Tegundin er eitruð en bit hennar er þó ekki talið banvænt.



Höggormur (Vipera berus).

Danir kalla hina snákategundina sem lifir í Danmörku einfaldlega snog eða snák. Á íslensku nefnist sú tegund grassnákur (Natrix natrix). Hún finnst víða í votlendi eða nærri vötnum í Danmörku og víðar í Evrópu.

Ólíkt nöðrunni er grassnákurinn ekki eitraður og telst vera hættulaus. Hann er oftast dökkgrænn eða brúnn að lit með áberandi dökka flekki. Grassnákurinn er nokkuð stór og getur af þeim sökum skapað ótta hjá fólki. Hann getur orðið allt að 190 cm langur en slíkir einstaklingar eru þó afar sjaldgæfir. Algeng lengd kvendýra eru um 90 til 110 cm og karldýrin eru um 20 cm styttri.



Grassnákur (Natrix natrix).

Grassnákurinn er nær einungis froskdýraæta og er algengasta fæða hans hagakarta (Bufo bufo) og norræni froskur (Rana temporaria).

Útbreiðsla grassnáksins er um sunnanverða Skandinavíu, og á meginlandi Evrópu suður til norðurhluta Ítalíu. Hann er líka ein þriggja tegunda sem finnast á Bretlandi.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.10.2010

Spyrjandi

Máni Huginsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Finnast snákar í Danmörku?“ Vísindavefurinn, 4. október 2010, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56984.

Jón Már Halldórsson. (2010, 4. október). Finnast snákar í Danmörku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56984

Jón Már Halldórsson. „Finnast snákar í Danmörku?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2010. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56984>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Finnast snákar í Danmörku?
Í Danmörku eru tvær villtar snákategundir. Um aðra þeirra, nöðru eða höggorm (Vipera berus), er fjallað um í svari sama höfundar við spurningunni Eru einhverjar eitraðar snáka- og froskategundir í Danmörku? Tegundin er eitruð en bit hennar er þó ekki talið banvænt.



Höggormur (Vipera berus).

Danir kalla hina snákategundina sem lifir í Danmörku einfaldlega snog eða snák. Á íslensku nefnist sú tegund grassnákur (Natrix natrix). Hún finnst víða í votlendi eða nærri vötnum í Danmörku og víðar í Evrópu.

Ólíkt nöðrunni er grassnákurinn ekki eitraður og telst vera hættulaus. Hann er oftast dökkgrænn eða brúnn að lit með áberandi dökka flekki. Grassnákurinn er nokkuð stór og getur af þeim sökum skapað ótta hjá fólki. Hann getur orðið allt að 190 cm langur en slíkir einstaklingar eru þó afar sjaldgæfir. Algeng lengd kvendýra eru um 90 til 110 cm og karldýrin eru um 20 cm styttri.



Grassnákur (Natrix natrix).

Grassnákurinn er nær einungis froskdýraæta og er algengasta fæða hans hagakarta (Bufo bufo) og norræni froskur (Rana temporaria).

Útbreiðsla grassnáksins er um sunnanverða Skandinavíu, og á meginlandi Evrópu suður til norðurhluta Ítalíu. Hann er líka ein þriggja tegunda sem finnast á Bretlandi.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Myndir: