Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 52 svör fundust
Hver er minnsti snákurinn?
Fjöldi mjög smárra snákategunda er til í heiminum. Aðallega eru þetta tegundir innan frumstæðra ætta svo sem blindorma (Leptotyphlopidae), Anomalepidae og yrmlinga (Typhlopidae), en innan þessara ætta eru um 300 tegundir. Snákar sem tilheyra þessum ættum verða vart meira en 30 cm á lengd. Rákadútla (Leptotyphlops...
Lifa snákar í vatni?
Já, til eru um 50 snákategundir sem lifa í vatni. Þessar tegundir eru eitraðar og nota beittar tennurnar til að sprauta eitrinu í bráð sína. Helsta fæða þeirra er álar og aðrir mjóir fiskar. Sjávarsnákar eru gjarnan um einn til einn og hálfur metri að lengd, nokkuð líkir þeim landsnákum sem við þekkjum en hafa þó ...
Finnast snákar í Danmörku?
Í Danmörku eru tvær villtar snákategundir. Um aðra þeirra, nöðru eða höggorm (Vipera berus), er fjallað um í svari sama höfundar við spurningunni Eru einhverjar eitraðar snáka- og froskategundir í Danmörku? Tegundin er eitruð en bit hennar er þó ekki talið banvænt. Höggormur (Vipera berus). Danir kalla hina snák...
Hver er uppruni snáka?
Steingervingasaga snáka er ákaflega illa þekkt. Bein þeirra eru mjög þunn og hafa varðveist illa í jarðlögum og því eru margar eyður í þróunarsögu snáka. Vísindamenn hafi þó lagt mikla vinnu í að reyna að átta sig á þróunarsögu þessa áberandi hóps skriðdýra. Einkum hafa þeir notast við samanburðarannsóknir á líffæ...
Lifa einhverjar eitraðar dýrategundir á Íslandi?
Það er einfalt að svara þessari spurningu og svarið er já! Fjölmargar dýrategundir á Íslandi hafa í sér eitur einkum dýr úr hópi skordýra og köngulóa sem nota oft eitur til að lama bráð sína. Víða í skordýraheiminum er að finna ýmis efnasambönd sem hafa lamandi eða eyðileggjandi áhrif á líkamsvefi þess sem er stun...
Gætu nýjar tegundir af snákum með heitt blóð komið til Íslands?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Komið þið sæl. Geta komið nýjar tegundir af snákum á Íslandi sem eru með heitt blóð? Kv. Mikael, sem hefur mikinn áhuga á snákum. Þrátt fyrir að ekki sé leyfilegt að flytja snáka til Íslands er ljóst að þeim er af og til smyglað hingað og flestir þeirra eru væntanlega...
Er hægt að fjarlægja eiturkirtla úr snákum og gera þá þannig tiltölulega meinlausa?
Já, það er hægt að fjarlægja eiturkirtlana með skurðaðgerð en ekki er þar með sagt að snákarnir verði meinlausir. Aðgerðin er ekki hættulaus því nauðsynlegt er að gera nokkuð stóran skurð á höfði snáksins. Lengi var þetta draumur snákaáhugamanna um allan heim, því hættulegustu snákar veraldar eru að margra mati ei...
Höfðu risaeðlur hamskipti, eins og snákar og eðlur í dag?
Hamskipti (e. moulting) nefnist það þegar dýr kasta af sér ysta lagi húðar. Slíkt er mjög algengt meðal dýra en tekur á sig mismunandi myndir. Fuglar fella fjaðrir, spendýr fara úr hárum, til dæmis kettir og hundar á vorin og haustin, og eðlur og snákar losa sig við ysta lag skinnsins. Hamskipti hjá snákum eru...
Hver er helsta fæða snáka?
Slöngur eða snákar eru af ætt skriðdýra (Reptilia). Þær tilheyra sama ættbálki og eðlur en falla í undirættbálkinn Serpenta. Alls eru núlifandi slöngutegundir taldar vera um 2700. Eins og gefur að skilja er fæðuval snáka afar fjölbreytt og markast meðal annars af heimkynnum þeirra og stærð ásamt fleiri þáttum....
Eru eitruð dýr ónæm fyrir eitri annarra eitraðra dýra af sömu tegund?
Ýmis dýr nota eitur sér til varnar, til dæmis tegundir sporðdreka, köngulóa og snáka. Í þessu svari eru eitraðir snákar notaðir sem dæmi. Eitur snáka er gert úr prótínum. Éti snákur eitraðan snák ætti honum vart að vera meint af neyslunni. Skýringin liggur í ofursúru umhverfi meltingarvegarins en súrt umhverf...
Hvaða reglur gilda um innflutning dýra til landsins?
Upphaflega spurningin var svona:Eru iguana-eðlur, snákar og skjaldbökur lögleg hér á landi?Og spyrjandi bætti svo við eftirfarandi:Er iguana-eðla sem er undan skepnu sem var hér á landi árið 1975 lögleg? Ég er einnig að spyrja þess sama um snáka og skjaldbökur. Um innflutning dýra til landsins fjalla lög nr. 88...
Er ég fáfróður að þekkja ekki muninn á slöngum og snákum eða eru þetta sömu fyrirbærin?
Öll spurningin hljóðaði svona: Ég var að koma úr heimsókn þar sem upp kom umræðan um muninn á snákum og slöngum... Mér leið eins og fávita þegar ég hélt að þetta væri sami flokkur dýra og munurinn enginn, einungis orðið "slanga" óformlegara heiti á því sem er réttnefnt "snákur". Er ég fáfróður að þekkja ekki m...
Hvað eru til margar tegundir af mömbum?
Mömbur (Dendroaspis eða Dendraspis) tilheyra ætt kóbraslanga (Elapidae) og eru stórir, baneitraðir og mjög árásargjarnir snákar. Lesa má meira um kóbraslöngur í svari Klöru J. Arnalds við spurningunni Hvað er kóbraslanga? Mömbur lifa í Afríka, sunnan Sahara og þær veiða meðal annars smádýr í trjám. Vitað er um...
Hvað heitir eitraðasta slangan eða snákurinn?
Gera verður greinamun á hver er hættulegasti snákurinn og hver er eitraðastur því að eitruðustu snákarnir eru kannski ekki alltaf þeir hættulegustu af því að þeir bíta ekki eins oft og hinir. Í Bandaríkjunum eru hættulegustu snákarnir skröltormar (rattlesnakes) sem eru kallaðir eystri og vestari diamondbacks. S...
Eru til tvíhöfða dýr önnur en stökkbreytt afbrigði?
Undir venjulegum kringumstæðum hafa öll dýr sem á annað borð eru með höfuð aðeins eitt. Frávik frá þessu eru vegna stökkbreytinga. Fundist hafa dýr eins og þessi naðra af tegundinni Elaphe scalaris sem geta þrifist með tvo hausa. Hún fannst á Spáni og var þá orðin tveggja mánaða gömul og hafði náð 20 cm lengd. ...