Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Undir venjulegum kringumstæðum hafa öll dýr sem á annað borð eru með höfuð aðeins eitt. Frávik frá þessu eru vegna stökkbreytinga.
Fundist hafa dýr eins og þessi naðra af tegundinni Elaphe scalaris sem geta þrifist með tvo hausa. Hún fannst á Spáni og var þá orðin tveggja mánaða gömul og hafði náð 20 cm lengd.
Meðal skriðdýra gerist það stundum að ungviði með tvö höfuð klekjast út en yfirleitt deyja þau fljótlega. Bandaríski skriðdýrafræðingurinn Gordon Burghardt hefur rannsakað atferli tvíhöfða skriðdýra. Hann hefur komist að því að líkur á því að þau komist af og nái að fjölga sér séu nánast engar.
Niðurstöður rannsókna hans benda til þess að tveir heilar skriðdýra séu í sífelldri togstreitu. Þegar fæðu er kastað til tvíhöfða skriðdýra þá rífast hausarnir tveir um matinn. Slíkt sköpulag er þess vegna ekki kostur í harðri lífsbaráttu. Við fæðuöflun getur tvíhöfða dýrum reynst ómögulegt að hremma bráð. Ef stökkbreyting af þessu tagi yki hæfni dýra mundu mun fleiri dýr vera tvíhöfða en þetta er aðeins vansköpun sem hefur enga möguleika að breiðast út meðal dýrategunda.
Mynd: Canoe.
Jón Már Halldórsson. „Eru til tvíhöfða dýr önnur en stökkbreytt afbrigði?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3171.
Jón Már Halldórsson. (2003, 25. febrúar). Eru til tvíhöfða dýr önnur en stökkbreytt afbrigði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3171
Jón Már Halldórsson. „Eru til tvíhöfða dýr önnur en stökkbreytt afbrigði?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3171>.