Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gætu nýjar tegundir af snákum með heitt blóð komið til Íslands?

Jón Már Halldórsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Komið þið sæl. Geta komið nýjar tegundir af snákum á Íslandi sem eru með heitt blóð? Kv. Mikael, sem hefur mikinn áhuga á snákum.

Þrátt fyrir að ekki sé leyfilegt að flytja snáka til Íslands er ljóst að þeim er af og til smyglað hingað og flestir þeirra eru væntanlega hafðir sem gæludýr. Ómögulegt er hins vegar að segja með einhverri vissu hvaða snákategundir finnast í heimahúsum landsmanna. Líklega eru það aðallega tegundir sem ekki eru mjög hættulegar, eins og kornsnákur (Pantherophis guttatus), sem er af fjölskipaðri ætt rottusnáka. Hann er afar vinsæll sem gæludýr í Bandaríkjunum.

Kornsnákur er vinsæl gæludýrategund í Bandaríkjunum.

Snákar hafa ekki heitt blóð heldur það sem líffræðingar kalla misheitt blóð. Oft er sagt að skriðdýr hafi kalt blóð en það er rangnefni. Blóðið í þeim er ekki kalt í eiginlegum skilningi, heldur misheitt þar sem miklar sveiflur verða á líkamshita þeirra. Hins vegar helst líkamshiti spendýra og fugla stöðugur og þau hafa því jafnheitt blóð. Afar ólíklegt er að hér á landi komi fram nýjar tegundir af meiði snáka sem yrðu með „heitt“ blóð.

Hins vegar er það annað mál hvort snákar geti lifað hér á landi. Flestir vistfræðingar telja það ólíklegt vegna rysjótts veðurfars en snákar lifa ekki í nágrannalöndunum Grænlandi eða á Færeyjum. Snákar finnast hins vegar í Noregi. Syðst þar í landi lifir naðra (Vipera berus) sem er eitruð og getur verið varasöm. Tvær aðrar hættulausar tegundir finnast einnig í Noregi, önnur þeirra er grassnákur (Natrix natrix) og hin heslisnákur (Coronella austriaca).

Hugsanlega gætu einhverjir snákategundir aðlagast lífinu á Íslandi. Á myndinni sést einstaklingur af tegundinni Vipera berus en hún lifir meðal annars sunnarlega í Noregi.

Það er ekki hægt að útiloka að einhver þessara tegunda geti aðlagast lífinu hér á landi þar sem næg fæða er til staðar, svo sem mýs og fuglar. Snákar hafa í þróunarsögunni sýnt mjög mikla aðlögunarhæfni að mismunandi búsvæðum, meðal annars á norðlægum breiddargráðum eins og í Noregi og Kanada.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.5.2018

Spyrjandi

Mikael Helgi Bóasson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Gætu nýjar tegundir af snákum með heitt blóð komið til Íslands?“ Vísindavefurinn, 10. maí 2018, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75639.

Jón Már Halldórsson. (2018, 10. maí). Gætu nýjar tegundir af snákum með heitt blóð komið til Íslands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75639

Jón Már Halldórsson. „Gætu nýjar tegundir af snákum með heitt blóð komið til Íslands?“ Vísindavefurinn. 10. maí. 2018. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75639>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gætu nýjar tegundir af snákum með heitt blóð komið til Íslands?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Komið þið sæl. Geta komið nýjar tegundir af snákum á Íslandi sem eru með heitt blóð? Kv. Mikael, sem hefur mikinn áhuga á snákum.

Þrátt fyrir að ekki sé leyfilegt að flytja snáka til Íslands er ljóst að þeim er af og til smyglað hingað og flestir þeirra eru væntanlega hafðir sem gæludýr. Ómögulegt er hins vegar að segja með einhverri vissu hvaða snákategundir finnast í heimahúsum landsmanna. Líklega eru það aðallega tegundir sem ekki eru mjög hættulegar, eins og kornsnákur (Pantherophis guttatus), sem er af fjölskipaðri ætt rottusnáka. Hann er afar vinsæll sem gæludýr í Bandaríkjunum.

Kornsnákur er vinsæl gæludýrategund í Bandaríkjunum.

Snákar hafa ekki heitt blóð heldur það sem líffræðingar kalla misheitt blóð. Oft er sagt að skriðdýr hafi kalt blóð en það er rangnefni. Blóðið í þeim er ekki kalt í eiginlegum skilningi, heldur misheitt þar sem miklar sveiflur verða á líkamshita þeirra. Hins vegar helst líkamshiti spendýra og fugla stöðugur og þau hafa því jafnheitt blóð. Afar ólíklegt er að hér á landi komi fram nýjar tegundir af meiði snáka sem yrðu með „heitt“ blóð.

Hins vegar er það annað mál hvort snákar geti lifað hér á landi. Flestir vistfræðingar telja það ólíklegt vegna rysjótts veðurfars en snákar lifa ekki í nágrannalöndunum Grænlandi eða á Færeyjum. Snákar finnast hins vegar í Noregi. Syðst þar í landi lifir naðra (Vipera berus) sem er eitruð og getur verið varasöm. Tvær aðrar hættulausar tegundir finnast einnig í Noregi, önnur þeirra er grassnákur (Natrix natrix) og hin heslisnákur (Coronella austriaca).

Hugsanlega gætu einhverjir snákategundir aðlagast lífinu á Íslandi. Á myndinni sést einstaklingur af tegundinni Vipera berus en hún lifir meðal annars sunnarlega í Noregi.

Það er ekki hægt að útiloka að einhver þessara tegunda geti aðlagast lífinu hér á landi þar sem næg fæða er til staðar, svo sem mýs og fuglar. Snákar hafa í þróunarsögunni sýnt mjög mikla aðlögunarhæfni að mismunandi búsvæðum, meðal annars á norðlægum breiddargráðum eins og í Noregi og Kanada.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndir:

...