- Australian Brown Snake (Pseudonaja textilis) sem einnig lifir í Ástralíu. Á íslensku mætti þýða nafn hans sem Brúni ástralski snákurinn. Til að drepa mann nægir 2 mg af eitri hans.
- Malayan Krait-snákur (Bungarus candidus) heitir snákur sem lifir í Suðaustur-Asíu og Indónesíu. Um helmingslíkur eru á því að deyja ef maður verður fyrir biti hans þó að notað sé mótefni.
- Taipan-snákur (Oxyuranus scutellatus) lifir einnig í Ástralíu. Eitur Taipan-snáksins dugar til þess að drepa allt að 12.000 naggrísi.
- Tiger Snake (Notechis scutatus) mætti kalla á íslensku tígrisdýrasnákinn. Hann lifir líka í Ástralíu. Hann drepur fleira fólk í Ástralíu en nokkur annar snákur þar í landi.
- Beaked Sea Snake (Enhydrina schistosa)mætti kalla gogglagaða sjósnákinn. Sá lifir í Suður-Asíu og í vötnum í Arabíu.
- Saw Scaled Viper (Echis carinatus) lifir í Afríku. Snákurinn er sá hættulegasti í Afríku því hann drepur fleira fólk en allir aðrir eitraðir snákar í þeirri heimsálfu. Hann er fimm sinnum eitraðari en kóbraslangan og sextán sinnum eitraðari en Russell´s Viper.
- Coral snake (Micrurus fulvius) sem mætti nefna kóralsnákinn á íslensku lifir í Norður-Ameríku. Eitur þeirra er mjög sterkt en oft eru þeir of litlir til að geta drepið manneskju. Kóralsnákurinn er eini ættingi kóbraslöngunnar í Bandaríkjunum.
- Boomslang eins og hann kallast á ensku (Dispholidus fypus) lifir í Afríku. Hann er hættulegasta eiturslangan í heiminum af þeim sem hafa höggtennur aftast í munninum. Höggtennur þeirra eru mjög langar og getur slangan opnað kjaftinn allt upp í 180° til að bíta. -- Hinn frægi skriðdýrafræðingur Karl P. Schmidt dó 28 klukkustundum eftir að hafa verið bitinn af þessari slöngu. Daginn eftir bitið hringdi hann í vinnuna og sagði að sér liði vel og hann myndi mæta bráðum í vinnuna -- en tveimur klukkustundum síðar var hann dáinn.
- Death Adder (Acanthopis antarctius) mætti þýða á íslensku sem naðra dauðans. Naðran lifir í Ástralíu og á Nýju-Gíneu og líkist eiturslöngu. Hún er náskyld kóbraslöngum. Bit hennar er mjög hættulegt. Um 180 milligröm af eitri koma úr biti hennar og 10 milligrömm nægir til þess að drepa manneskju.
- Reptile Gardens.
- Lyfjafræðideild Háskólans í Melbourne í Ástralíu. Myndin er fengin þaðan.
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.