Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru eitruð dýr ónæm fyrir eitri annarra eitraðra dýra af sömu tegund?

Jón Már Halldórsson

Ýmis dýr nota eitur sér til varnar, til dæmis tegundir sporðdreka, köngulóa og snáka. Í þessu svari eru eitraðir snákar notaðir sem dæmi.

Eitur snáka er gert úr prótínum. Éti snákur eitraðan snák ætti honum vart að vera meint af neyslunni. Skýringin liggur í ofursúru umhverfi meltingarvegarins en súrt umhverfið brýtur niður eitrið og meltir það niður í skaðlausar einingar. Þetta er svipað og þegar sykursjúkur einstaklingur fær insúlín sem er gert úr prótíni. Það gagnast honum lítið að drekka insúlínið því það brotnar niður í maganum og virknin fer fyrir lítið.

Snákur getur étið eitraðan snák án þess að verða meint af en bit getur hins vegar verið hættulegra. Snákar hafa yfirleitt þol fyrir eitri annarra einstaklinga sömu tegundar en ekki eitri annarra tegunda.

Ef eitraður snákur hins vegar bítur annan snák og eitrið kemst í blóðrás þess bitna þá nýtist líffræðileg virkni eitursins og getur skaðað. Snákar hafa þó mótefni fyrir eigin eitri upp að vissu magni sem ætti að koma í veg fyrir að þeir drepist ef þeir bíta sjálfa sig fyrir slysni. Þetta sama gildir ef þeir verða fyrir biti annarra einstaklinga af sömu tegund. Komist mjög mikið af eitri í æðar snáks er þó ónæmið til lítils. Það er breytilegt milli tegunda hversu mikið ónæmið er en það virðist þó vera til staðar í velflestum ef ekki öllum tegundum eitursnáka.

Erfiðlega gekk að finna heimildir um aðrar dýrategundir, svo sem eitrar köngulær og sporðdreka, en gera má ráð fyrir að það sama gildi, það er að segja að tegundir séu ónæmar fyrir eigin eitri, að minnsta kosti upp að ákveðnu magni.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.12.2016

Spyrjandi

Hörður Ernir Heiðarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Eru eitruð dýr ónæm fyrir eitri annarra eitraðra dýra af sömu tegund?“ Vísindavefurinn, 29. desember 2016, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72822.

Jón Már Halldórsson. (2016, 29. desember). Eru eitruð dýr ónæm fyrir eitri annarra eitraðra dýra af sömu tegund? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72822

Jón Már Halldórsson. „Eru eitruð dýr ónæm fyrir eitri annarra eitraðra dýra af sömu tegund?“ Vísindavefurinn. 29. des. 2016. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72822>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru eitruð dýr ónæm fyrir eitri annarra eitraðra dýra af sömu tegund?
Ýmis dýr nota eitur sér til varnar, til dæmis tegundir sporðdreka, köngulóa og snáka. Í þessu svari eru eitraðir snákar notaðir sem dæmi.

Eitur snáka er gert úr prótínum. Éti snákur eitraðan snák ætti honum vart að vera meint af neyslunni. Skýringin liggur í ofursúru umhverfi meltingarvegarins en súrt umhverfið brýtur niður eitrið og meltir það niður í skaðlausar einingar. Þetta er svipað og þegar sykursjúkur einstaklingur fær insúlín sem er gert úr prótíni. Það gagnast honum lítið að drekka insúlínið því það brotnar niður í maganum og virknin fer fyrir lítið.

Snákur getur étið eitraðan snák án þess að verða meint af en bit getur hins vegar verið hættulegra. Snákar hafa yfirleitt þol fyrir eitri annarra einstaklinga sömu tegundar en ekki eitri annarra tegunda.

Ef eitraður snákur hins vegar bítur annan snák og eitrið kemst í blóðrás þess bitna þá nýtist líffræðileg virkni eitursins og getur skaðað. Snákar hafa þó mótefni fyrir eigin eitri upp að vissu magni sem ætti að koma í veg fyrir að þeir drepist ef þeir bíta sjálfa sig fyrir slysni. Þetta sama gildir ef þeir verða fyrir biti annarra einstaklinga af sömu tegund. Komist mjög mikið af eitri í æðar snáks er þó ónæmið til lítils. Það er breytilegt milli tegunda hversu mikið ónæmið er en það virðist þó vera til staðar í velflestum ef ekki öllum tegundum eitursnáka.

Erfiðlega gekk að finna heimildir um aðrar dýrategundir, svo sem eitrar köngulær og sporðdreka, en gera má ráð fyrir að það sama gildi, það er að segja að tegundir séu ónæmar fyrir eigin eitri, að minnsta kosti upp að ákveðnu magni.

Heimildir og myndir:

...