Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Höfðu risaeðlur hamskipti, eins og snákar og eðlur í dag?

Jón Már Halldórsson

Hamskipti (e. moulting) nefnist það þegar dýr kasta af sér ysta lagi húðar. Slíkt er mjög algengt meðal dýra en tekur á sig mismunandi myndir. Fuglar fella fjaðrir, spendýr fara úr hárum, til dæmis kettir og hundar á vorin og haustin, og eðlur og snákar losa sig við ysta lag skinnsins.

Hamskipti hjá snákum eru líklega sýnilegustu og best þekktu hamskiptin meðal skriðdýra. Snákarnir skríða einfaldlega úr gamla hamnum og skilja hann eftir, líkt og þegar við förum úr sokkum. Ysta lagið eða hamurinn liggur þá eftir á jörðinni. Þar sem snákar eru algengir má víða sjá hami liggja á jörðinni. Hjá eðlum eru hamskiptin aðeins öðruvísi þar sem dautt ysta lag dýrsins molnar og fellur af.



Snákur fer úr hamnum.

Það er mjög líklegt að risaeðlur hafi haft einhvers konar hamskipti. Líffræðingar vita ekki fyrir víst hvernig hamskipti risaeðla eða annarra löngu horfinna skriðdýra fóru fram. Sennilega hefur það þó verið áþekkt því sem þekkist meðal eðla í dag, það er að skinnið hefur losnað af hægt og hægt og fallið til jarðar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Naked Science Forum. Sótt 16. 9. 2009.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.9.2009

Spyrjandi

Guðjón Reykdal Óskarsson, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Höfðu risaeðlur hamskipti, eins og snákar og eðlur í dag?“ Vísindavefurinn, 17. september 2009, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=53484.

Jón Már Halldórsson. (2009, 17. september). Höfðu risaeðlur hamskipti, eins og snákar og eðlur í dag? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=53484

Jón Már Halldórsson. „Höfðu risaeðlur hamskipti, eins og snákar og eðlur í dag?“ Vísindavefurinn. 17. sep. 2009. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=53484>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Höfðu risaeðlur hamskipti, eins og snákar og eðlur í dag?
Hamskipti (e. moulting) nefnist það þegar dýr kasta af sér ysta lagi húðar. Slíkt er mjög algengt meðal dýra en tekur á sig mismunandi myndir. Fuglar fella fjaðrir, spendýr fara úr hárum, til dæmis kettir og hundar á vorin og haustin, og eðlur og snákar losa sig við ysta lag skinnsins.

Hamskipti hjá snákum eru líklega sýnilegustu og best þekktu hamskiptin meðal skriðdýra. Snákarnir skríða einfaldlega úr gamla hamnum og skilja hann eftir, líkt og þegar við förum úr sokkum. Ysta lagið eða hamurinn liggur þá eftir á jörðinni. Þar sem snákar eru algengir má víða sjá hami liggja á jörðinni. Hjá eðlum eru hamskiptin aðeins öðruvísi þar sem dautt ysta lag dýrsins molnar og fellur af.



Snákur fer úr hamnum.

Það er mjög líklegt að risaeðlur hafi haft einhvers konar hamskipti. Líffræðingar vita ekki fyrir víst hvernig hamskipti risaeðla eða annarra löngu horfinna skriðdýra fóru fram. Sennilega hefur það þó verið áþekkt því sem þekkist meðal eðla í dag, það er að skinnið hefur losnað af hægt og hægt og fallið til jarðar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Naked Science Forum. Sótt 16. 9. 2009....