Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju urðu risaeðlurnar svona stórar?

Jón Már Halldórsson

Risaeðlur njóta sérstöðu í fornlíffræðinni vegna stærðar sinnar. Sumar tegundir urðu meira en 50 tonn að þyngd eða 50.000 kg! Ráneðla eins og grameðlan (Tyrannosaurus rex) gekk upprétt á stórvöxnum afturlöppum og vó sennilega allt að 8.000 kg. Hún var þó að öllum líkindum ekki stærsta ráneðlan sem var á ferli á miðlífsöld.

En hvers vegna varð þessi hópur hryggdýra svona stórvaxinn? Vísindamenn vita ekki svarið við þeirri spurningu og þeir vita heldur ekki hvort risaeðlur höfðu jafnheitt eða misheitt blóð. Nokkrar kenningar um stærðina hafa verið settar fram.

Gróskumikið plöntulíf

Miðlífsöldin var tími risaeðlanna. Hún stóð frá upphaf trías-tímabilsins fyrir um 250 milljón árum til loka krítar-tímans fyrir um 65 milljón árum. Á þessum tíma var meira magn af koltvíildi eða koldíoxíði (CO2) í andrúmslofti jarðar en nú á dögum og hitastigið var jafnframt hærra. Vísindamenn telja að meðalhitastig jarðar hafi þá verið um tíu gráðum hærra en nú og lítill munur var á hitastigi við miðbaug og á pólsvæðum. Hið mikla magn koltvíildis hefur eflaust aukið grósku plantna og gengur ein kenningin út það að þetta mikla framboð hafi átt þátt í því að þær risaeðlur sem átu plöntur urðu svo stórar sem raun ber vitni. Náttúrulegt val hafi í kjölfarið valdið því að kjötætur fylgdu þeim eftir í stærð.

Flestum vísindamönnum finnst þó lítið til kenningarinnar um samband framboðs á plöntum og stærðar dýra koma, enda eru stýribreytur þróunar flóknari en svo að hægt sé að tengja tiltekið form dýra við eina breytu, það er að segja offramboði á fæðu.



Fræðimenn eru ekki á einu máli um það hvers vegna risaeðlurnar urðu svona stórar.

Vörn gegn afráni

Nokkrir fornlíffræðingar telja að risavöxtur (e. gigantism) sé náttúrulegt val gegn afráni. Því tröllvaxnari sem eðlurnar voru þeim mun minni líkur voru á því að þær lentu í kjaftinum á ráneðlu.

Hliðarafleiðing af misheitu blóði

Fjölmargir fornlíffræðingar og steingervingafræðingar telja að risaeðlur hafi verið með misheitt blóð. Dýr með misheitt blóð hafa meiri sveiflur í líkamshita en dýr með jafnheitt blóð. Fuglar og spendýr eru dæmi um dýr með jafnheitt blóð. Lífverur með misheitt blóð hafa gagn af því að vera sem stærstar. Ef risaeðlur höfðu misheitt blóð gátu þær haldið líkamshitanum nokkuð stöðugum í krafti stærðar sinnar. Varmabreytingar í stórum skrokkum gerast hægar en í smáum. Á daginn hækkaði hitinn ekki nærri eins ört og hjá minni dýrum sem höfðu misheitt blóð og þau risaeðlurnar kólnuðu að sama skapi ekki hratt niður á næturnar þegar lofthitinn féll. Þannig hefur risaeðlunum tekist að halda jafnvægi á líkamshitanum sökum stærðar.

Vangaveltur um hvort risaeðlur hafi verið með jafnheitt eða misheitt blóð og sömuleiðis hvers vegna þær urðu eins stórar og raun ber vitni, munu ávallt leita á fræðimenn og áhugamenn um hinar löngu horfnu risaeðlur. Stærsta spendýr jarðarinnar, steypireyðurin, er stærri en stærstu risaeðlur miðlífsaldar en stærðina geta hvalir nútímans þakkað þyngdarleysi sjávar. Hins vegar urðu stærstu spendýr nýlífsaldar allt að 30 tonn að þyngd, en þar var um að ræða Paraceratherium sem var dýr af nashyrningaætt. Þessi skepna þurfti ekki að óttast neina afræningja og það var sennilega fæðuskortur sem olli því að tegundin hvarf af sjónarsviðinu.

Á Vísindavefnum eru mörg svör um risaeðlur, til dæmis:

Mynd:
  • The Guardian, 7. febrúar 2009. Teikning eftir J. Smith. Sótt 3. mars 2009.


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Af hverju urðu risaeðlurnar svona stórar og af hverju hefur það ekki endurtekið sig?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.3.2009

Spyrjandi

Jón Ásgeir Jónsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju urðu risaeðlurnar svona stórar?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51037.

Jón Már Halldórsson. (2009, 4. mars). Af hverju urðu risaeðlurnar svona stórar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51037

Jón Már Halldórsson. „Af hverju urðu risaeðlurnar svona stórar?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51037>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju urðu risaeðlurnar svona stórar?
Risaeðlur njóta sérstöðu í fornlíffræðinni vegna stærðar sinnar. Sumar tegundir urðu meira en 50 tonn að þyngd eða 50.000 kg! Ráneðla eins og grameðlan (Tyrannosaurus rex) gekk upprétt á stórvöxnum afturlöppum og vó sennilega allt að 8.000 kg. Hún var þó að öllum líkindum ekki stærsta ráneðlan sem var á ferli á miðlífsöld.

En hvers vegna varð þessi hópur hryggdýra svona stórvaxinn? Vísindamenn vita ekki svarið við þeirri spurningu og þeir vita heldur ekki hvort risaeðlur höfðu jafnheitt eða misheitt blóð. Nokkrar kenningar um stærðina hafa verið settar fram.

Gróskumikið plöntulíf

Miðlífsöldin var tími risaeðlanna. Hún stóð frá upphaf trías-tímabilsins fyrir um 250 milljón árum til loka krítar-tímans fyrir um 65 milljón árum. Á þessum tíma var meira magn af koltvíildi eða koldíoxíði (CO2) í andrúmslofti jarðar en nú á dögum og hitastigið var jafnframt hærra. Vísindamenn telja að meðalhitastig jarðar hafi þá verið um tíu gráðum hærra en nú og lítill munur var á hitastigi við miðbaug og á pólsvæðum. Hið mikla magn koltvíildis hefur eflaust aukið grósku plantna og gengur ein kenningin út það að þetta mikla framboð hafi átt þátt í því að þær risaeðlur sem átu plöntur urðu svo stórar sem raun ber vitni. Náttúrulegt val hafi í kjölfarið valdið því að kjötætur fylgdu þeim eftir í stærð.

Flestum vísindamönnum finnst þó lítið til kenningarinnar um samband framboðs á plöntum og stærðar dýra koma, enda eru stýribreytur þróunar flóknari en svo að hægt sé að tengja tiltekið form dýra við eina breytu, það er að segja offramboði á fæðu.



Fræðimenn eru ekki á einu máli um það hvers vegna risaeðlurnar urðu svona stórar.

Vörn gegn afráni

Nokkrir fornlíffræðingar telja að risavöxtur (e. gigantism) sé náttúrulegt val gegn afráni. Því tröllvaxnari sem eðlurnar voru þeim mun minni líkur voru á því að þær lentu í kjaftinum á ráneðlu.

Hliðarafleiðing af misheitu blóði

Fjölmargir fornlíffræðingar og steingervingafræðingar telja að risaeðlur hafi verið með misheitt blóð. Dýr með misheitt blóð hafa meiri sveiflur í líkamshita en dýr með jafnheitt blóð. Fuglar og spendýr eru dæmi um dýr með jafnheitt blóð. Lífverur með misheitt blóð hafa gagn af því að vera sem stærstar. Ef risaeðlur höfðu misheitt blóð gátu þær haldið líkamshitanum nokkuð stöðugum í krafti stærðar sinnar. Varmabreytingar í stórum skrokkum gerast hægar en í smáum. Á daginn hækkaði hitinn ekki nærri eins ört og hjá minni dýrum sem höfðu misheitt blóð og þau risaeðlurnar kólnuðu að sama skapi ekki hratt niður á næturnar þegar lofthitinn féll. Þannig hefur risaeðlunum tekist að halda jafnvægi á líkamshitanum sökum stærðar.

Vangaveltur um hvort risaeðlur hafi verið með jafnheitt eða misheitt blóð og sömuleiðis hvers vegna þær urðu eins stórar og raun ber vitni, munu ávallt leita á fræðimenn og áhugamenn um hinar löngu horfnu risaeðlur. Stærsta spendýr jarðarinnar, steypireyðurin, er stærri en stærstu risaeðlur miðlífsaldar en stærðina geta hvalir nútímans þakkað þyngdarleysi sjávar. Hins vegar urðu stærstu spendýr nýlífsaldar allt að 30 tonn að þyngd, en þar var um að ræða Paraceratherium sem var dýr af nashyrningaætt. Þessi skepna þurfti ekki að óttast neina afræningja og það var sennilega fæðuskortur sem olli því að tegundin hvarf af sjónarsviðinu.

Á Vísindavefnum eru mörg svör um risaeðlur, til dæmis:

Mynd:
  • The Guardian, 7. febrúar 2009. Teikning eftir J. Smith. Sótt 3. mars 2009.


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Af hverju urðu risaeðlurnar svona stórar og af hverju hefur það ekki endurtekið sig?
...