Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Sváfu risaeðlur liggjandi eða standandi?

Jón Már Halldórsson

Það er margt á huldu varðandi atferli risaeðlna, eins og annarra löngu útdauðra dýra, þar sem vísindamenn hafa einungis steingerðar leifar þeirra til að styðjast við. Almennt er þó álitið að risaeðlur hafi sofið, eins og nánast öll hryggdýr gera nú til dags. Þrátt fyrir að mjög lítið sé vitað um atferli risaeðlna þá má ganga út frá því að svefnstellingar þeirra hafi verið heldur breytilegar, þar sem þær voru mjög fjölbreytilegar að líkamsbyggingu.

Sennilega hafa margar af smávaxnari tvífættu risaeðlunum sofið í svipaðri stellingu og fuglar gera. Steingervingafundur frá Kína virðist styðja þá kenningu, en þar fundust nýverið leifar lítillar eðlu í svipaðri stellingu og sofandi fugl. Vísindamenn útiloka samt ekki að þetta gæti verið dauðastelling dýrsins. Eðla þessi hefur verið kölluð Mei long á kínversku en það útleggst á íslensku sem sofandi dreki. Árið 1994 fundust steingerðar leifar annarrar eðlu í Mongólíu sem var í svipaðri stellingu.



Steingerðar leifar Mei long og teikning af henni í þeirri stellingu sem hún er álitin hafa verið í þegar hún dó

Hvernig risavaxnir frændur hins sofandi dreka sváfu er ekki vitað, en fjölmargir vísindamenn álíta að stærstu eðlurnar hafi fengið sér blund standandi á fjórum fótum líkt og mörg stærstu landspendýrin gera í dag.

Á Vísindavefnum er hægt að lesa meira um risaeðlur, til dæmis í svörum við spurningunum:

Heimild og mynd: National Geographic News

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.11.2005

Spyrjandi

Jón Páll Björnsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Sváfu risaeðlur liggjandi eða standandi?“ Vísindavefurinn, 14. nóvember 2005, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5404.

Jón Már Halldórsson. (2005, 14. nóvember). Sváfu risaeðlur liggjandi eða standandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5404

Jón Már Halldórsson. „Sváfu risaeðlur liggjandi eða standandi?“ Vísindavefurinn. 14. nóv. 2005. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5404>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Sváfu risaeðlur liggjandi eða standandi?
Það er margt á huldu varðandi atferli risaeðlna, eins og annarra löngu útdauðra dýra, þar sem vísindamenn hafa einungis steingerðar leifar þeirra til að styðjast við. Almennt er þó álitið að risaeðlur hafi sofið, eins og nánast öll hryggdýr gera nú til dags. Þrátt fyrir að mjög lítið sé vitað um atferli risaeðlna þá má ganga út frá því að svefnstellingar þeirra hafi verið heldur breytilegar, þar sem þær voru mjög fjölbreytilegar að líkamsbyggingu.

Sennilega hafa margar af smávaxnari tvífættu risaeðlunum sofið í svipaðri stellingu og fuglar gera. Steingervingafundur frá Kína virðist styðja þá kenningu, en þar fundust nýverið leifar lítillar eðlu í svipaðri stellingu og sofandi fugl. Vísindamenn útiloka samt ekki að þetta gæti verið dauðastelling dýrsins. Eðla þessi hefur verið kölluð Mei long á kínversku en það útleggst á íslensku sem sofandi dreki. Árið 1994 fundust steingerðar leifar annarrar eðlu í Mongólíu sem var í svipaðri stellingu.



Steingerðar leifar Mei long og teikning af henni í þeirri stellingu sem hún er álitin hafa verið í þegar hún dó

Hvernig risavaxnir frændur hins sofandi dreka sváfu er ekki vitað, en fjölmargir vísindamenn álíta að stærstu eðlurnar hafi fengið sér blund standandi á fjórum fótum líkt og mörg stærstu landspendýrin gera í dag.

Á Vísindavefnum er hægt að lesa meira um risaeðlur, til dæmis í svörum við spurningunum:

Heimild og mynd: National Geographic News...