Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 102 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Sváfu risaeðlur liggjandi eða standandi?

Það er margt á huldu varðandi atferli risaeðlna, eins og annarra löngu útdauðra dýra, þar sem vísindamenn hafa einungis steingerðar leifar þeirra til að styðjast við. Almennt er þó álitið að risaeðlur hafi sofið, eins og nánast öll hryggdýr gera nú til dags. Þrátt fyrir að mjög lítið sé vitað um atferli risaeðlna ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið séra?

Orðið séra er nú einungis notað sem titill prestvígðra manna. Eldri mynd orðsins er síra. Það þekkist þegar í fornu máli og var merkingin þá 'herra', og orðið notað um kirkjunnar menn. Páfar og kardínálar voru til dæmis ávarpaðir: "feður mínir og sírar", samanber latínu "patres mei et domini". Stundum var síra ein...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndaðist Ha Long Bay í Víetnam?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvernig myndaðist Ha Long Bay, eitt af sjö undrum veraldar? (jarðfræðileg skýring) Á Ha Long Bay-svæðinu í norðaustur Víetnam eru um 1600 eyjar sem flestar eru óbyggðar og ósnortnar. Svæðið þykir sérstakt bæði vegna landslags og líffræðilegs fjölbreytileika og er á heimsminj...

category-iconHagfræði

Er eðlilegt að húsaleiga sé hluti af neysluverðsvísitölu?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er algengt að húsnæðisverð (reiknuð húsaleiga) sé hluti af vísitölu neysluverðs (VNV) sem mæld er í OECD-ríkjum og eru einhver rök fyrir því að hafa húsnæðisverð sem hluta VNV? Tölfræðideild Sameinuðu þjóðanna (e. United Nations Statistical Department) samræmir aðferðafræði við...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað lifa hrossaflugur lengi og á hverju nærast þær?

Á Íslandi hafa fundist fjórar tegundir af ætt hrossafluga (Tipulidae), þessi sem flestir þekkja og kallast einfaldlega hrossafluga (Tipula rufina), trippafluga (Tipula confusa), kaplafluga (Prionocera turcica) sem finnst í votlendi víða um land og folafluga (Tipula paludosa) sem fannst fyrst í Hveragerði um aldamó...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Munum við geta lifað á Mars? Hvernig munum við komast þangað?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Getum við lifað á Mars? og í öðrum svörum sem þar er vísað á, er fátt sem bendir til þess að menn geti lifað á Mars í fyrirsjáanlegri framtíð. Menn hafa aldrei stigið fæti á Mars. Þótt vísindamenn viti ýmislegt um Mars þá þarf að afla mikillar viðbótarþekkingar um a...

category-iconLæknisfræði

Verða varanlegar skemmdir á lungum eftir COVID-19-veikindi?

COVID-19 er sýking vegna kórónuveirunnar SARS-CoV-2. Hafa ber í huga að þessi veira getur valdið sýkingum víða í líkamanum, meðal annars í öndunarfærum. Flestir fá aðeins væga sýkingu í efri öndunarfæri (allt ofan barkakýlis) og stundum niður í berkjur og minni berkjunga. Gögn hingað til benda til þess að bati eft...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Verða kolkrabbar langlífir?

Kolkrabbar (Octopoda) eru um margt merkilegir hryggleysingjar, meðal annars vegna þess að þeir eru að öllu jöfnu taldir standa öðrum hryggleysingjum framar hvað greind snertir. Þeir verða þó ekki mjög langlífir. Margar minni tegundir kolkrabba lifa einungis í um 6-9 mánuði en stærri tegundir geta lifað í nokkur ár...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig lítur hreysiköttur út?

Hreysikötturinn (Mustela erminea) er rándýr af marðardýraætt. Hann lifir á norðlægum slóðum allt í kringum norðurpólinn í Evrasíu og Norður-Ameríku. Útbreiðslusvæði hans nær vel suður fyrir barrskógabeltið á sumum svæðum, til dæmis suður á sléttur Mið-Asíu, það er að segja til Úsbekistan og Tadsjikistan sem áður ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er maður lengi að fljúga til tunglsins?

Fyrsti mannaði leiðangurinn til að lenda á tunglinu, Apollo 11, lagði af stað frá jörðu 16. júlí 1969. Þremur dögum og tæpum fjórum klukkustundum seinna var hann kominn á braut um tunglið og degi seinna lenti hann á yfirborðinu. Hinir Apollo-leiðangrarnir fimm sem náðu til tunglsins (Apollo 12 og Apollo 14-17)...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um grindhvali?

Grindhvalur (Globicephala melas) eða marsvín eins og tegundin er líka kölluð, tilheyrir undirættbálki tannhvala (Odontoceti), ætt hafurhvela (Delphinidae) og ættkvísl grindhvala (Globicephala). Innan ættkvíslar grindhvala er ein önnur tegund, flipahvalur (Globicephala macrorhynchus) sem hefur suðlægari útbreiðslu ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað verða þrestir gamlir?

Skógarþrösturinn, sem heitir Turdus iliacus á latínu, verpir í Norður-Evrópu og Síberíu, og er einnig nokkuð algengur á Íslandi. Hér á landi er hann að mestu leyti farfugl og fer til vetrarheimkynna í Vestur-Evrópu. Hann er um 21 cm á lengd. Áreiðanlegar heimildir segja til um að hámarksaldur starra sé 20 ár o...

category-iconNæringarfræði

Hvað er hægt að svelta líkamann lengi um kolvetni, t.d. á ketófæði?

Fyrstu sólarhringana í kolvetnasvelti klárast glýkógenbirgðir líkamans sem eru í vöðvum og lifur. Eftir það fer sykurnýmyndun af stað þegar lifrin breytir prótínum/amínósýrum í glúkósa til að halda blóðsykrinum stöðugum og næra heilann sem brennir glúkósa undir eðlilegum kringumstæðum. En eftir um það bil viku fer...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað getur maður vakað lengi samfleytt?

Samkvæmt því sem næst verður komist er viðurkennt met í vöku án aðstoðar lyfja 264 klukkutímar eða 11 sólahringar. Þetta gerðist árið 1964 og þar átti í hlut 17 ára gamall bandarískur piltur að nafni Randy Gardner. Þessi langa vaka var í tengslum við vísindaverkefni sem hann vann að en hann vildi slá fyrra heimsme...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru menn eina dýrategundin sem getur látið hár síkka óendanlega?

Í örstuttu máli þá vex hár manna ekki endalaust, ekki frekar en annarra dýra. Hár eða feldur er eitt af einkennum spendýra, þótt reyndar séu tegundir sem hafa að mestu tapað feldinum eins og hvalir. Það er hins vegar mjög breytilegt á milli tegunda hversu langt eða „sítt“ hárið verður. Það sem meira er, það ge...

Fleiri niðurstöður