Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Verða kolkrabbar langlífir?

Jón Már Halldórsson

Kolkrabbar (Octopoda) eru um margt merkilegir hryggleysingjar, meðal annars vegna þess að þeir eru að öllu jöfnu taldir standa öðrum hryggleysingjum framar hvað greind snertir. Þeir verða þó ekki mjög langlífir. Margar minni tegundir kolkrabba lifa einungis í um 6-9 mánuði en stærri tegundir geta lifað í nokkur ár. Talið er að tegundin Enteroctopus dofleini eða kyrrahafsrisakolkrabbinn geti orðið allt að 5 ára gamall. Hann er því mögulega langlífastur allra kolkrabba.

Talið er að kyrrahafsrisakolkrabbinn (Enteroctopus dofleini) geti orðið allt að 5 ára gamall.

Kolkrabbar hrygna aðeins einu sinni á ævinni. Kvendýrið ver eggin fyrir ýmsum afræningjum sem kunna að hafa áhuga á þeim og tryggir að nægjanlegur straumur leiki um eggin svo þau skorti ekki súrefni. Á þeim tíma sem það tekur eggin að klekjast út nærist kvendýrið ekkert og deyr að klaki loknu. Karldýrin verða heldur ekki langlíf eftir að þau fjölga sér því þau deyja fáeinum vikum eða mánuðum eftir æxlunina.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.5.2021

Spyrjandi

Sigurður

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Verða kolkrabbar langlífir?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=81406.

Jón Már Halldórsson. (2021, 28. maí). Verða kolkrabbar langlífir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=81406

Jón Már Halldórsson. „Verða kolkrabbar langlífir?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=81406>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Verða kolkrabbar langlífir?
Kolkrabbar (Octopoda) eru um margt merkilegir hryggleysingjar, meðal annars vegna þess að þeir eru að öllu jöfnu taldir standa öðrum hryggleysingjum framar hvað greind snertir. Þeir verða þó ekki mjög langlífir. Margar minni tegundir kolkrabba lifa einungis í um 6-9 mánuði en stærri tegundir geta lifað í nokkur ár. Talið er að tegundin Enteroctopus dofleini eða kyrrahafsrisakolkrabbinn geti orðið allt að 5 ára gamall. Hann er því mögulega langlífastur allra kolkrabba.

Talið er að kyrrahafsrisakolkrabbinn (Enteroctopus dofleini) geti orðið allt að 5 ára gamall.

Kolkrabbar hrygna aðeins einu sinni á ævinni. Kvendýrið ver eggin fyrir ýmsum afræningjum sem kunna að hafa áhuga á þeim og tryggir að nægjanlegur straumur leiki um eggin svo þau skorti ekki súrefni. Á þeim tíma sem það tekur eggin að klekjast út nærist kvendýrið ekkert og deyr að klaki loknu. Karldýrin verða heldur ekki langlíf eftir að þau fjölga sér því þau deyja fáeinum vikum eða mánuðum eftir æxlunina.

Heimildir:

Mynd:

...