Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig myndaðist Ha Long Bay í Víetnam?

Sigurður Steinþórsson

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Hvernig myndaðist Ha Long Bay, eitt af sjö undrum veraldar? (jarðfræðileg skýring)

Á Ha Long Bay-svæðinu í norðaustur Víetnam eru um 1600 eyjar sem flestar eru óbyggðar og ósnortnar. Svæðið þykir sérstakt bæði vegna landslags og líffræðilegs fjölbreytileika og er á heimsminjaskrá UNESCO.

Ha Long Bay í Víetnam.

Í stuttu máli er Ha Long Bay „karst“-landslag. Kalksteinn sem myndar Ha Long Bay-eyjarnar er um 300 milljón ára gamall og allt að 1000 m þykkur. Þarna hefur land ýmist risið eða sigið gegnum tíðina. Þegar það er ofansjávar grefur kolsúrt rennandi vatn glufur og hella í bergið sem með tímanum falla saman þannig að yfirborðið einkennist af strýtum með gjótum og gjám á milli. Þetta kallast „karst“-landslag en um myndun þess má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig verða hellar til? Þegar land sígur aftur fyllast holrýmin af sjó, fiskum, skeljum og öðrum lífverum að leik, og kalksteinn tekur aftur að myndast.

Í Ha Long Bay er land „hálfsokkið“ (eða hálf-risið), strýturnar standa upp úr sjónum en lægðirnar eru neðansjávar. Þannig hefur það verið alllengi, því sjávarrof hefur náð að sverfa strýturnar að neðan þannig að þær líkjast Staupasteini í Hvalfirði. Fari svo fram um aldir, munu þær hrynja hver af annarri við það að grundvöllurinn eyðist; lyftist land hins vegar þekst landið aftur hitabeltisskógi og sýrur leysa upp kalkið, en sökkvi landið frekar fer aftur að bætast við kalksteininn.

Hellar eru eitt af einkennum karst-landslags. Sung Sot-hellirinn er einn sá þekktasti á Ha Long Bay svæðinu.

Myndir:

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

2.7.2018

Spyrjandi

Fanney Birgisdóttir, Halldór Atlason

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndaðist Ha Long Bay í Víetnam?“ Vísindavefurinn, 2. júlí 2018, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73666.

Sigurður Steinþórsson. (2018, 2. júlí). Hvernig myndaðist Ha Long Bay í Víetnam? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73666

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndaðist Ha Long Bay í Víetnam?“ Vísindavefurinn. 2. júl. 2018. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73666>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndaðist Ha Long Bay í Víetnam?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hvernig myndaðist Ha Long Bay, eitt af sjö undrum veraldar? (jarðfræðileg skýring)

Á Ha Long Bay-svæðinu í norðaustur Víetnam eru um 1600 eyjar sem flestar eru óbyggðar og ósnortnar. Svæðið þykir sérstakt bæði vegna landslags og líffræðilegs fjölbreytileika og er á heimsminjaskrá UNESCO.

Ha Long Bay í Víetnam.

Í stuttu máli er Ha Long Bay „karst“-landslag. Kalksteinn sem myndar Ha Long Bay-eyjarnar er um 300 milljón ára gamall og allt að 1000 m þykkur. Þarna hefur land ýmist risið eða sigið gegnum tíðina. Þegar það er ofansjávar grefur kolsúrt rennandi vatn glufur og hella í bergið sem með tímanum falla saman þannig að yfirborðið einkennist af strýtum með gjótum og gjám á milli. Þetta kallast „karst“-landslag en um myndun þess má lesa í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig verða hellar til? Þegar land sígur aftur fyllast holrýmin af sjó, fiskum, skeljum og öðrum lífverum að leik, og kalksteinn tekur aftur að myndast.

Í Ha Long Bay er land „hálfsokkið“ (eða hálf-risið), strýturnar standa upp úr sjónum en lægðirnar eru neðansjávar. Þannig hefur það verið alllengi, því sjávarrof hefur náð að sverfa strýturnar að neðan þannig að þær líkjast Staupasteini í Hvalfirði. Fari svo fram um aldir, munu þær hrynja hver af annarri við það að grundvöllurinn eyðist; lyftist land hins vegar þekst landið aftur hitabeltisskógi og sýrur leysa upp kalkið, en sökkvi landið frekar fer aftur að bætast við kalksteininn.

Hellar eru eitt af einkennum karst-landslags. Sung Sot-hellirinn er einn sá þekktasti á Ha Long Bay svæðinu.

Myndir:

...