Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað lifa hrossaflugur lengi og á hverju nærast þær?

Björn Einar Björnsson og Gunnar Dofri Ólafsson

Á Íslandi hafa fundist fjórar tegundir af ætt hrossafluga (Tipulidae), þessi sem flestir þekkja og kallast einfaldlega hrossafluga (Tipula rufina), trippafluga (Tipula confusa), kaplafluga (Prionocera turcica) sem finnst í votlendi víða um land og folafluga (Tipula paludosa) sem fannst fyrst í Hveragerði um aldamótin síðustu og er orðin algeng þar á skömmum tíma.

Hrossaflugan heitir á ensku ýmist 'crane fly' eða 'daddy-long-legs' en seinna heitið er líka notað um köngulær sem líkjast hrossaflugum í útliti.

Hrossaflugan hefur fullkomna myndbreytingu sem flokkast í fjögur lífsstig (egg, lirfu, púpu og flugu) og spanna þessi fjögur stig samtals um það bil eitt ár. Þær lifa um allt land en eru algengastar sunnanlands. Þær eru helst á sveimi í gras- eða kjarrlendi en virðast líka kunna ágætlega við sig í þéttbýli þar sem gjarnan sést til þeirra. Yfir vetrartímann þegar þær eru á lirfustigi finnast þær aðallega í rökum jarðvegi og rotnandi plöntuleifum, í safnhaugum og laufhrúgum, og eiga virkan þátt í niðurbroti þeirra.

Það er fyrst og fremst á lirfustiginu sem hrossaflugur éta. Lirfurnar eru í flestum tilfellum rándýr og lifa á ormum og öðrum smádýrum. Fullorðnu dýrin eru ekki í æti eða þá aðeins í lítilsháttar hunangslögg (blómasykri).

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemandur á námskeiði Vísindavefsins fyrir bráðger

börn í mars 2002.

Útgáfudagur

16.3.2002

Spyrjandi

Margrét Dahl-Christiansen

Tilvísun

Björn Einar Björnsson og Gunnar Dofri Ólafsson. „Hvað lifa hrossaflugur lengi og á hverju nærast þær?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2201.

Björn Einar Björnsson og Gunnar Dofri Ólafsson. (2002, 16. mars). Hvað lifa hrossaflugur lengi og á hverju nærast þær? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2201

Björn Einar Björnsson og Gunnar Dofri Ólafsson. „Hvað lifa hrossaflugur lengi og á hverju nærast þær?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2201>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað lifa hrossaflugur lengi og á hverju nærast þær?
Á Íslandi hafa fundist fjórar tegundir af ætt hrossafluga (Tipulidae), þessi sem flestir þekkja og kallast einfaldlega hrossafluga (Tipula rufina), trippafluga (Tipula confusa), kaplafluga (Prionocera turcica) sem finnst í votlendi víða um land og folafluga (Tipula paludosa) sem fannst fyrst í Hveragerði um aldamótin síðustu og er orðin algeng þar á skömmum tíma.

Hrossaflugan heitir á ensku ýmist 'crane fly' eða 'daddy-long-legs' en seinna heitið er líka notað um köngulær sem líkjast hrossaflugum í útliti.

Hrossaflugan hefur fullkomna myndbreytingu sem flokkast í fjögur lífsstig (egg, lirfu, púpu og flugu) og spanna þessi fjögur stig samtals um það bil eitt ár. Þær lifa um allt land en eru algengastar sunnanlands. Þær eru helst á sveimi í gras- eða kjarrlendi en virðast líka kunna ágætlega við sig í þéttbýli þar sem gjarnan sést til þeirra. Yfir vetrartímann þegar þær eru á lirfustigi finnast þær aðallega í rökum jarðvegi og rotnandi plöntuleifum, í safnhaugum og laufhrúgum, og eiga virkan þátt í niðurbroti þeirra.

Það er fyrst og fremst á lirfustiginu sem hrossaflugur éta. Lirfurnar eru í flestum tilfellum rándýr og lifa á ormum og öðrum smádýrum. Fullorðnu dýrin eru ekki í æti eða þá aðeins í lítilsháttar hunangslögg (blómasykri).

Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir nemandur á námskeiði Vísindavefsins fyrir bráðger

börn í mars 2002....