Það fer eftir afstöðu sólar og Mars hversu langan tíma það tekur að komast þangað. Við bestu aðstæður tekur það um sex til sjö mánuði að komast til Mars með þeirri tækni sem notuð er í dag. Síðan þyrfti að bíða í um eitt á hálft ár eftir hagstæðum aðstæðum til að komast til baka á sex mánuðum. Líklegt er þó að með betri tækni verði í framtíðinni hægt að stytta þennan ferðatíma umtalsvert. Nákvæmlega hvernig fyrsta mannaða Marsfarið mun líta út eða hvernig það virkar liggur ekki fyrir. Á Vísindavefnum eru fjölmörg önnur svör þar sem fjallað er um Mars eða líf í geimnum, til dæmis:
- Hvaða líkur eru á að menn geti flust til annarra reikistjarna, og hvernig færum við þá að því? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars? eftir Þorstein Þorsteinsson
- Hvernig er yfirborð Mars og hver er meðalhitinn þar? eftir Þorstein Þorsteinsson
- Eru Marsbúar til? eftir JGÞ
- Að hverju þarf að gæta ef menn vilja nema land á tunglinu? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Er hugsanlegt að maðurinn geti lifað á öðrum plánetum með hjálp tækninnar? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- How Long Would it Take to Get to Mars? á HowStuffWorks. Skoðað 3. 10. 2008.
- How Long Does it Take to Get to Mars? á Universe Today. Skoðað . 10. 2008.
- Mynd: New Scientist Space. Upprunalega frá NASA. Sótt 3. 10. 2008.
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:
- Hefur maður lent á Mars?
- Hvað væri geimfari lengi á leiðinni til Mars?
Lovísa Karítas Magnúsdóttir, Júlía Bríet Baldursdóttir, Hlynur Sigmundsson, Natalía Rós Gray og Edda Sigrún Guðmundsdóttir
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.