Flestir vísindamannanna, sem að rannsóknum þessum komu, drógu því að lokum þá ályktun að lífverur gætu ekki þrifist í jarðvegi á Mars um þessar mundir.Eftir að könnunarförin fóru til Mars hafa fundist nokkrir loftsteinar á jörðinni sem eru upprunnir á Mars. Í einum þeirra telja sumir vísindamenn að séu að finna ummerki örvera sem lifðu í grjótinu fyrir um 2-3,5 milljörðum ára. Hægt er að lesa meira um þessa loftsteina í svari Þorsteins Þorsteinssonar við spurningunni Hvað er nú vitað um loftsteininn frá Suðurskautslandinu sem talinn var bera merki um líf á Mars?
Ef spyrjandi hugsar sér Marsbúa sem örverur þá má segja að vel sé hugsanlegt að Marsbúar hafi verið til, þó að ljóst sé að "þeir" séu þar ekki lengur. Um Mars og Marsbúa er hægt að lesa meira í svörum við spurningunum:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.