Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Búa grænar geimverur á Mars?

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson



Í svari við spurningunni Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars? ræðir Þorsteinn Þorsteinsson mismunandi kenningar um þetta efni sem skotið hafa upp kollinum í gegnum tíðina. Eldri kenningar gerðu greinilega ráð fyrir að lífverur sem hugsanlega gætu búið á Mars væru líkar manninum á ýmsan hátt, til dæmis héldu menn einu sinni að einhver hefði kannski búið til áveitukerfi þar. Hugmyndin um grænar verur með hendur og fætur og kannski loftnet er svipuð þessu. Loftnetin eru raunar það helsta sem skilur milli þeirra og okkar!



Eins og Þorsteinn útskýrir er hins vegar ekkert sem styður kenningar af þessu tagi. Möguleikarnir sem vísindamenn eru nú að skoða eru að ef til vill séu eða hafi verið örverur á Mars, til dæmis ef fljótandi vatn er undir heimskautaísnum, eða að finna megi steingerðar leifar lífvera frá tímum þegar betri aðstæður voru fyrir líf þar.



Hugmyndasagan er full af dæmum um sjálfsmiðjun mannanna, það er að segja tilhneigingu þeirra fyrst í stað til að setja sjálfa sig í miðjuna, líta á sig sem hápunkt sköpunarverksins og svo framvegis. Kópernikus og eftirmenn hans sýndu hins vegar fram á að maðurinn býr engan veginn í miðju alheimsins eins og menn höfðu haldið fram að því. Darwin og aðrir þróunarsinnar hafa sýnt fram á að maðurinn er engan vegin neinn fyrirfram ákveðinn endapunktur þróunarinnar því að hún verkar ekki þannig. Sumir segja að Freud hafi líka raskað fyrri sjálfsmiðjunar- og sjálfsánægjuhugmyndum með því að sýna fram á að maðurinn (meðvitundin) er ekki einu sinni herra í eigin húsi, það er að segja sálarlífinu.



Sú hugmynd nútímamannsins að geimverur hljóti að líkjast mönnum, samanber grænu karlana á Mars og ýmsar kvikmyndir, er eitt nýjasta dæmið um þessa sjálfsmiðjun. Eins og fram hefur komið í mörgum svörum á Vísindavefnum útiloka vísindi nútímans engan veginn að líf sé á öðrum hnöttum. Hins vegar er engin ástæða til að ætla að það líf mundi líkjast manninum eða öðrum þróuðum tegundum lífs hér á jörðinni. Jafnvel þótt við fyndum reikistjörnu þar sem ytri aðstæður væru mjög svipaðar og á jörðinni, þá er samkvæmt þróunarkenningunni engin ástæða til að ætla að þróaðar tegundir yrðu eins og hér.

Nánar um þróunarkenninguna

Nánar um líf í alheiminum


Myndir: Úr kvikmyndinni Mars Attacks! eftir Tim Burton. Myndirnar eru að sjálfsögðu skáldskapur og styðjast ekki við hugmyndir vísindanna, eins og fram kemur í texta svarsins.

Höfundar

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

heimspekinemi við HÍ

Útgáfudagur

9.2.2001

Spyrjandi

Páll Georgsson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. „Búa grænar geimverur á Mars?“ Vísindavefurinn, 9. febrúar 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1331.

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. (2001, 9. febrúar). Búa grænar geimverur á Mars? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1331

Þorsteinn Vilhjálmsson og Ögmundur Jónsson. „Búa grænar geimverur á Mars?“ Vísindavefurinn. 9. feb. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1331>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Búa grænar geimverur á Mars?


Í svari við spurningunni Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars? ræðir Þorsteinn Þorsteinsson mismunandi kenningar um þetta efni sem skotið hafa upp kollinum í gegnum tíðina. Eldri kenningar gerðu greinilega ráð fyrir að lífverur sem hugsanlega gætu búið á Mars væru líkar manninum á ýmsan hátt, til dæmis héldu menn einu sinni að einhver hefði kannski búið til áveitukerfi þar. Hugmyndin um grænar verur með hendur og fætur og kannski loftnet er svipuð þessu. Loftnetin eru raunar það helsta sem skilur milli þeirra og okkar!



Eins og Þorsteinn útskýrir er hins vegar ekkert sem styður kenningar af þessu tagi. Möguleikarnir sem vísindamenn eru nú að skoða eru að ef til vill séu eða hafi verið örverur á Mars, til dæmis ef fljótandi vatn er undir heimskautaísnum, eða að finna megi steingerðar leifar lífvera frá tímum þegar betri aðstæður voru fyrir líf þar.



Hugmyndasagan er full af dæmum um sjálfsmiðjun mannanna, það er að segja tilhneigingu þeirra fyrst í stað til að setja sjálfa sig í miðjuna, líta á sig sem hápunkt sköpunarverksins og svo framvegis. Kópernikus og eftirmenn hans sýndu hins vegar fram á að maðurinn býr engan veginn í miðju alheimsins eins og menn höfðu haldið fram að því. Darwin og aðrir þróunarsinnar hafa sýnt fram á að maðurinn er engan vegin neinn fyrirfram ákveðinn endapunktur þróunarinnar því að hún verkar ekki þannig. Sumir segja að Freud hafi líka raskað fyrri sjálfsmiðjunar- og sjálfsánægjuhugmyndum með því að sýna fram á að maðurinn (meðvitundin) er ekki einu sinni herra í eigin húsi, það er að segja sálarlífinu.



Sú hugmynd nútímamannsins að geimverur hljóti að líkjast mönnum, samanber grænu karlana á Mars og ýmsar kvikmyndir, er eitt nýjasta dæmið um þessa sjálfsmiðjun. Eins og fram hefur komið í mörgum svörum á Vísindavefnum útiloka vísindi nútímans engan veginn að líf sé á öðrum hnöttum. Hins vegar er engin ástæða til að ætla að það líf mundi líkjast manninum eða öðrum þróuðum tegundum lífs hér á jörðinni. Jafnvel þótt við fyndum reikistjörnu þar sem ytri aðstæður væru mjög svipaðar og á jörðinni, þá er samkvæmt þróunarkenningunni engin ástæða til að ætla að þróaðar tegundir yrðu eins og hér.

Nánar um þróunarkenninguna

Nánar um líf í alheiminum


Myndir: Úr kvikmyndinni Mars Attacks! eftir Tim Burton. Myndirnar eru að sjálfsögðu skáldskapur og styðjast ekki við hugmyndir vísindanna, eins og fram kemur í texta svarsins....