Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að senda geimskutlu með nokkrum fjölskyldum til að kanna líf úti í geimnum?

Árdís Elíasdóttir

Upphaflega spurningin var sem hér segir:
Væri möguleiki á því að byggja stóra geimskutlu sem gæti ferðast endalaust um himingeiminn með nokkrar fjölskyldur um borð sem gætu rannsakað líf í öðrum sólkerfum?
Það sem kemur öðru fremur í veg fyrir slíkt eru hinar gríðarlegu fjarlægðir í geimnum. Nálægasta stjarna við okkur fyrir utan sólina er Proxima Centauri en hún er samt í rúmlega 4 ljósára fjarlægð frá okkur. Það merkir að geimfarið okkar yrði 4 ár að komast þangað ef það gæti ferðast á ljóshraða, en það er hins vegar ógerningur. Miðað við eðlilegan hraða á geimskutlunni tæki það aldir að komast bara til þessarar næstu stjörnu.

Til að ferðast milli þekktra sólkerfa eða leita nýrra til að athuga hvort líf fyrirfinnist þar þyrfti þess vegna mörg þúsund ár. Í geimfarinu okkar þyrfti því að vera samfélag sem væri sjálfu sér nægt í þúsundir eða tugþúsundir ára. Auk þess þyrfti það að hafa nægt eldsneyti til að ferðast á milli stjarnanna en á slíkum leiðum væri enga ytri orkugjafa að hafa.

Geimfarið okkar með "nokkrum fjölskyldum" þyrfti því í raun að vera risageimstöð með þúsundum manna. Þess konar mannvirki eiga enn sem komið er betur heima í vísindaskáldskap en í raunveruleikanum. Við verðum því enn um stund að beita óbeinum aðferðum við leit okkar að lífi í geimnum.

Höfundur

Marie Curie-styrkþegi við Dark Cosmology Centre í Danmörku

Útgáfudagur

21.2.2000

Spyrjandi

Rósa Hildur Bragadóttir 16 ára

Tilvísun

Árdís Elíasdóttir. „Er hægt að senda geimskutlu með nokkrum fjölskyldum til að kanna líf úti í geimnum?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=132.

Árdís Elíasdóttir. (2000, 21. febrúar). Er hægt að senda geimskutlu með nokkrum fjölskyldum til að kanna líf úti í geimnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=132

Árdís Elíasdóttir. „Er hægt að senda geimskutlu með nokkrum fjölskyldum til að kanna líf úti í geimnum?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=132>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að senda geimskutlu með nokkrum fjölskyldum til að kanna líf úti í geimnum?
Upphaflega spurningin var sem hér segir:

Væri möguleiki á því að byggja stóra geimskutlu sem gæti ferðast endalaust um himingeiminn með nokkrar fjölskyldur um borð sem gætu rannsakað líf í öðrum sólkerfum?
Það sem kemur öðru fremur í veg fyrir slíkt eru hinar gríðarlegu fjarlægðir í geimnum. Nálægasta stjarna við okkur fyrir utan sólina er Proxima Centauri en hún er samt í rúmlega 4 ljósára fjarlægð frá okkur. Það merkir að geimfarið okkar yrði 4 ár að komast þangað ef það gæti ferðast á ljóshraða, en það er hins vegar ógerningur. Miðað við eðlilegan hraða á geimskutlunni tæki það aldir að komast bara til þessarar næstu stjörnu.

Til að ferðast milli þekktra sólkerfa eða leita nýrra til að athuga hvort líf fyrirfinnist þar þyrfti þess vegna mörg þúsund ár. Í geimfarinu okkar þyrfti því að vera samfélag sem væri sjálfu sér nægt í þúsundir eða tugþúsundir ára. Auk þess þyrfti það að hafa nægt eldsneyti til að ferðast á milli stjarnanna en á slíkum leiðum væri enga ytri orkugjafa að hafa.

Geimfarið okkar með "nokkrum fjölskyldum" þyrfti því í raun að vera risageimstöð með þúsundum manna. Þess konar mannvirki eiga enn sem komið er betur heima í vísindaskáldskap en í raunveruleikanum. Við verðum því enn um stund að beita óbeinum aðferðum við leit okkar að lífi í geimnum.

...