Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Eins og staðan er í dag geta menn ekki lifað á Mars og fátt sem bendir til þess að það muni breytast í fyrirsjáanlegri framtíð.

Við komumst ekki af án súrefnis en í lofthjúp Mars er ekki að finna það súrefni sem þarf til þess að menn geti þrifist. Í svari Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvernig er lofthjúpur Mars? kemur fram að um 95% lofthjúpsins á Mars er koltvísýringur (CO2) en 3% er nitur (köfnunarefni, N2). Aðrar lofttegundir sem finna má eru argon, súrefni, koleinsýringur og vatnsgufa. Til samanburðar má geta þess að við yfirborð jarðar er súrefni um 21% andrúmsloftsins.



Fátt bendir til að menn geti lifað á Mars í nánustu framtíð.

Komið hafa fram hugmyndir um að súrefni geti bæst við lofthjúpinn á Mars og þannig gæti orðið lífvænlegra þar en nú er. Vísindavefnum er hins vegar ekki kunnugt um að menn séu byrjaðir að reyna að breyta lofthjúpi Mars með þessum hætti, en hitt má vel vera að einhvern tímann komi að því. Um þetta er lítillega fjallað í svari ÞV við spurningunni Hve langt erum við komin með súrefni á Mars?

Til frekari fróðleiks um möguleika á búsetu manna utan jarðarinnar er lesendum bent á svar Þorsteins Vilhjálmssonar og Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvaða líkur eru á að menn geti flust til annarra reikistjarna, og hvernig færum við þá að því?

Á Vísindavefnum eru fjölmörg önnur svör þar sem fjallað er um Mars eða líf í geimnum, til dæmis:

Mynd: Scientific Blogging


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

30.9.2008

Spyrjandi

Guðrún Adda Björnsdóttir

Tilvísun

EDS. „Getum við lifað á Mars?“ Vísindavefurinn, 30. september 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49335.

EDS. (2008, 30. september). Getum við lifað á Mars? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49335

EDS. „Getum við lifað á Mars?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49335>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getum við lifað á Mars?
Eins og staðan er í dag geta menn ekki lifað á Mars og fátt sem bendir til þess að það muni breytast í fyrirsjáanlegri framtíð.

Við komumst ekki af án súrefnis en í lofthjúp Mars er ekki að finna það súrefni sem þarf til þess að menn geti þrifist. Í svari Ögmundar Jónssonar við spurningunni Hvernig er lofthjúpur Mars? kemur fram að um 95% lofthjúpsins á Mars er koltvísýringur (CO2) en 3% er nitur (köfnunarefni, N2). Aðrar lofttegundir sem finna má eru argon, súrefni, koleinsýringur og vatnsgufa. Til samanburðar má geta þess að við yfirborð jarðar er súrefni um 21% andrúmsloftsins.



Fátt bendir til að menn geti lifað á Mars í nánustu framtíð.

Komið hafa fram hugmyndir um að súrefni geti bæst við lofthjúpinn á Mars og þannig gæti orðið lífvænlegra þar en nú er. Vísindavefnum er hins vegar ekki kunnugt um að menn séu byrjaðir að reyna að breyta lofthjúpi Mars með þessum hætti, en hitt má vel vera að einhvern tímann komi að því. Um þetta er lítillega fjallað í svari ÞV við spurningunni Hve langt erum við komin með súrefni á Mars?

Til frekari fróðleiks um möguleika á búsetu manna utan jarðarinnar er lesendum bent á svar Þorsteins Vilhjálmssonar og Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvaða líkur eru á að menn geti flust til annarra reikistjarna, og hvernig færum við þá að því?

Á Vísindavefnum eru fjölmörg önnur svör þar sem fjallað er um Mars eða líf í geimnum, til dæmis:

Mynd: Scientific Blogging


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....