Komið hafa fram hugmyndir um að súrefni geti bæst við lofthjúpinn á Mars og þannig gæti orðið lífvænlegra þar en nú er. Vísindavefnum er hins vegar ekki kunnugt um að menn séu byrjaðir að reyna að breyta lofthjúpi Mars með þessum hætti, en hitt má vel vera að einhvern tímann komi að því. Um þetta er lítillega fjallað í svari ÞV við spurningunni Hve langt erum við komin með súrefni á Mars? Til frekari fróðleiks um möguleika á búsetu manna utan jarðarinnar er lesendum bent á svar Þorsteins Vilhjálmssonar og Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvaða líkur eru á að menn geti flust til annarra reikistjarna, og hvernig færum við þá að því? Á Vísindavefnum eru fjölmörg önnur svör þar sem fjallað er um Mars eða líf í geimnum, til dæmis:
- Er eða hefur verið líf á reikistjörnunni Mars? eftir Þorstein Þorsteinsson
- Hvernig er yfirborð Mars og hver er meðalhitinn þar? eftir Þorstein Þorsteinsson
- Eru Marsbúar til? eftir JGÞ
- Að hverju þarf að gæta ef menn vilja nema land á tunglinu? eftir Þorstein Vilhjálmsson
- Er hugsanlegt að maðurinn geti lifað á öðrum plánetum með hjálp tækninnar? eftir Þorstein Vilhjálmsson
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.