Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru helstu einkenni skriðdýra?

Jón Már Halldórsson

Skriðdýr (Reptilia) eru hryggdýr með misheitt blóð. Mörg þeirra hafa tvö pör af ganglimum og hefur hver ganglimur fimm tær með grófgerðum klóm. Slöngur og nokkrar eðlur hafa enga ganglimi og sæskjaldbökur hafa bægsli í stað ganglima. Skriðdýr hafa ekki tálkn, en vísi að þeim má þó sjá á fósturstigi, heldur anda með lungum líkt og fuglar og spendýr. Þau eiga líka fleira sameignlegt með fuglum og spendýrum, svo sem fjögurra hólfa hjarta og frjóvgun eggs inni í líkama kvendýrsins.

Núlifandi skriðdýr skiptast í skjaldbökur, eðlur, krókódíla, slöngur, ranakollur sem minna um margt á eðlur og finnast einungis á Nýja-Sjálandi og loks ormeðlur (amphisbaenians) sem er líklega minnst þekkti hópurinn meðal skriðdýra. Ormeðlurnar líkjast risastórum ánamöðkum og grafa sig niður líkt og þeir. Alls eru þekktar rúmlega 8.200 tegundir skriðdýra og af þeim er rúmlega 2.700 tegundir snáka og um 5.000 tegundir eðla.


Saltvatnskrókódíllinn er stærsta núlifandi skriðdýrið.

Skriðdýr eru æði mismunandi að stærð, frá smáum eðlum eins og jaragua-dverggekkóanum (Jaragua Sphaero) sem vegur aðeins fáein grömm upp í stærsta skriðdýr jarðar saltvatnskrókódíllinn (Crocodylus porosus) sem vegur rúmt tonn.

Langflest skriðdýr éta önnur dýr, hvort sem það eru spendýr, önnur hryggdýr eða smáir hryggleysingjar eins og skordýr. Sum skriðdýr eru þó jurtaætur eins og risalandskjaldbökur og eyjafrýnur Galapagoseyja.

Erfitt er að fjalla um litarfar skriðdýra í fáeinum orðum en þó er eftirtektarvert að grænleitt litarfar er mjög ríkjandi meðal dýra þessa hóps.

Skriðdýr finnast á alls kyns búsvæðum, í eyðimörkum, regnskógum, votlendi, stórborgum og meira að segja í sjó. Fjölmargar smáeðlur finnast í borgum víða í hitabeltinu og á heittempruðum svæðum. Saltvatnskrókódíllinn finnst í strandsjó í norðurhluta Ástralíu og í sundunum við eyjar Indónesíu og víðar. Aðrar tegundir krókódíla eru skriðdýr stórfljótanna. Eyjafrýnan étur sjóþörunga við strendur Galapagoseyja og sæskjaldbökur synda um úthöfin.

Skriðdýr eru engu að síður mest áberandi á þurrum svæðum svo sem gresjum og eyðimörkum og öðrum hlýjum svæðum þar sem lítil úrkoma er, enda eru þær tegundir afar vel aðlagaðar að slíkum svæðum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hver eru helstu einkenni skriðdýra, til dæmis líkamsgerð, litur, fæða, búsvæði, afkvæmi og stærð?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.11.2008

Spyrjandi

Eva Sigurðardóttir, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver eru helstu einkenni skriðdýra?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49447.

Jón Már Halldórsson. (2008, 27. nóvember). Hver eru helstu einkenni skriðdýra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49447

Jón Már Halldórsson. „Hver eru helstu einkenni skriðdýra?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49447>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru helstu einkenni skriðdýra?
Skriðdýr (Reptilia) eru hryggdýr með misheitt blóð. Mörg þeirra hafa tvö pör af ganglimum og hefur hver ganglimur fimm tær með grófgerðum klóm. Slöngur og nokkrar eðlur hafa enga ganglimi og sæskjaldbökur hafa bægsli í stað ganglima. Skriðdýr hafa ekki tálkn, en vísi að þeim má þó sjá á fósturstigi, heldur anda með lungum líkt og fuglar og spendýr. Þau eiga líka fleira sameignlegt með fuglum og spendýrum, svo sem fjögurra hólfa hjarta og frjóvgun eggs inni í líkama kvendýrsins.

Núlifandi skriðdýr skiptast í skjaldbökur, eðlur, krókódíla, slöngur, ranakollur sem minna um margt á eðlur og finnast einungis á Nýja-Sjálandi og loks ormeðlur (amphisbaenians) sem er líklega minnst þekkti hópurinn meðal skriðdýra. Ormeðlurnar líkjast risastórum ánamöðkum og grafa sig niður líkt og þeir. Alls eru þekktar rúmlega 8.200 tegundir skriðdýra og af þeim er rúmlega 2.700 tegundir snáka og um 5.000 tegundir eðla.


Saltvatnskrókódíllinn er stærsta núlifandi skriðdýrið.

Skriðdýr eru æði mismunandi að stærð, frá smáum eðlum eins og jaragua-dverggekkóanum (Jaragua Sphaero) sem vegur aðeins fáein grömm upp í stærsta skriðdýr jarðar saltvatnskrókódíllinn (Crocodylus porosus) sem vegur rúmt tonn.

Langflest skriðdýr éta önnur dýr, hvort sem það eru spendýr, önnur hryggdýr eða smáir hryggleysingjar eins og skordýr. Sum skriðdýr eru þó jurtaætur eins og risalandskjaldbökur og eyjafrýnur Galapagoseyja.

Erfitt er að fjalla um litarfar skriðdýra í fáeinum orðum en þó er eftirtektarvert að grænleitt litarfar er mjög ríkjandi meðal dýra þessa hóps.

Skriðdýr finnast á alls kyns búsvæðum, í eyðimörkum, regnskógum, votlendi, stórborgum og meira að segja í sjó. Fjölmargar smáeðlur finnast í borgum víða í hitabeltinu og á heittempruðum svæðum. Saltvatnskrókódíllinn finnst í strandsjó í norðurhluta Ástralíu og í sundunum við eyjar Indónesíu og víðar. Aðrar tegundir krókódíla eru skriðdýr stórfljótanna. Eyjafrýnan étur sjóþörunga við strendur Galapagoseyja og sæskjaldbökur synda um úthöfin.

Skriðdýr eru engu að síður mest áberandi á þurrum svæðum svo sem gresjum og eyðimörkum og öðrum hlýjum svæðum þar sem lítil úrkoma er, enda eru þær tegundir afar vel aðlagaðar að slíkum svæðum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hver eru helstu einkenni skriðdýra, til dæmis líkamsgerð, litur, fæða, búsvæði, afkvæmi og stærð?
...