Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 23 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getur þú sagt mér eitthvað um broddgelti?

Ætt broddgalta (Erinaceidae) skiptist í tvær undirættir, eiginlega broddgelti (Erinaceidae) og svokallaða rottugelti (Galericinae), eins og fjallað er um í svari við spurningunni Hafa allir broddgeltir brodda? Evrópski broddgölturinn (Erinaceus europeus) tilheyrir ættkvísl skógarbroddgalta (Erinaceus), sem er ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig lítur hreysiköttur út?

Hreysikötturinn (Mustela erminea) er rándýr af marðardýraætt. Hann lifir á norðlægum slóðum allt í kringum norðurpólinn í Evrasíu og Norður-Ameríku. Útbreiðslusvæði hans nær vel suður fyrir barrskógabeltið á sumum svæðum, til dæmis suður á sléttur Mið-Asíu, það er að segja til Úsbekistan og Tadsjikistan sem áður ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver eru einkenni hryggdýra og hvert er elsta þekkta hryggdýrið?

Hryggdýr (Vertebrate) er undirfylking svonefndra seildýra (Cordata). Seildýr eru fjölbreytilegur hópur dýra en helsta sameiginlega einkennið er hryggstrengur eða seil, með baklægum holum taugastreng og fleiri fósturfræðilegum einkennum. Baklægi taugastrengurinn er til staðar á fullorðinsstigi meðal hryggdýra en ke...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hefðum við getað borðað risaeðlukjöt?

Mannfólkið hefur mikla aðlögunarhæfni og hefur lært að nýta sér þær tegundir sem lifa í umhverfinu sér til matar. Þannig þykir margt, sem við hér á Íslandi erum ekki vön að leggja okkur til munns, vera sjálfsagður matur í öðrum heimshlutum. Risaeðlurnar voru mjög fjölbreyttar bæði að stærð og líkamsgerð, búsvæ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um bavíana og félagskerfi þeirra?

Einnig er svarað spurningunum: Hvað vitið þið um fjallabavíana (e. chacma baboon)? Getið þið sýnt mér myndir af bavíönum? Til eru fimm tegundir bavíana. Fjórar tilheyra ættkvíslinni Papio: Gulbavíani (Papio cynocephalus), fjallabavíani (Papio ursinus), ólífubavíani (Papio anubis) og hamadrýasbavíani (Papio hama...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort eru trúðfiskar brjósk- eða beinfiskar og hvernig eru þeir nýttir?

Trúðfiskar (ættkvíslin Amphiprion) eru af yfirflokki beinfiska (Osteichthyes) og flokki geislaugga (Actinopterygii). Geislauggar eru tegundaauðugasti flokkur hryggdýra og til hans teljast á milli 20 og 30 þúsund tegundir. Þess má geta að geislauggar eru eini hópur fiska sem hafa sundmaga. Trúðfiskur af tegundi...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um Pinta-skjaldbökuna?

Meðal kunnustu dýrategunda Galapagoseyja eru risaskjaldbökur af tegundinni Geochelone nigra (eða Geochelone elephantopus eins og tegundin er líka nefnd) sem finnast á nokkrum eyjanna. Þessar skjaldbökur greinast í tíu undirtegundir auk einhverra tegunda sem dáið hafa út, en heimildum ber ekki alveg saman um hvort ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver eru helstu einkenni skriðdýra?

Skriðdýr (Reptilia) eru hryggdýr með misheitt blóð. Mörg þeirra hafa tvö pör af ganglimum og hefur hver ganglimur fimm tær með grófgerðum klóm. Slöngur og nokkrar eðlur hafa enga ganglimi og sæskjaldbökur hafa bægsli í stað ganglima. Skriðdýr hafa ekki tálkn, en vísi að þeim má þó sjá á fósturstigi, heldur anda m...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað hafði megalodon margar tennur?

Fyrir fáeinum milljónum ára syntu í úthöfunum stórvaxnir hákarlar af tegund sem á fræðimáli nefnist Otodus megalodon (stundum Carcharodon megalodon eða Carcharocles megalodon). Yfirleitt er talið að megalodon hafi verið kominn fram fyrir að minnsta kosti 16 milljón árum, jafnvel fyrr, en horfið af sjónarsviðinu fy...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um ævi Georges Cuvier og áhrif hans á vísindi samtímans?

Georges Léopold Chrètien Frèderic Dagobert Cuvier fæddist 29. ágúst árið 1769 í smábæ, sem þá hét Mömpelgard í Württemberg í Þýskalandi, nærri frönsku landamærunum og skammt norður af Sviss. Upp úr frönsku stjórnarbyltingunni, eða árið 1793, var bærinn innlimaður í Frakkland og heitir síðan Montbéliard. − Cu...

category-iconMannfræði

Hvað er mannkynið gamalt?

Hér er gengið út frá því að átt sé við hvenær Homo, ættkvísl manna, hafi komið fram. Í svari við spurningunni: Hvar í heiminum er talið að mannkynið sé upprunnið? eftir Haraldur Ólafsson kemur meðal annars fram að talið sé að fyrir fimm til sex milljónum ára hafi verið komin fram í Afríku tegund sem þróaðist t...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um kenningar Georges Cuvier og stöðu þeirra innan nútímavísinda?

Það er einkum tvennt, sem franski steingervinga- og dýralíffærafræðingurinn Georges Cuvier er þekktur fyrir. Annað er framlag hans til samanburðarlíffærafræði dýra, en segja má að hann hafi lagt grunninn að nútímagerð fræðigreinarinnar. Hann benti á að ákveðin einkenni í líkamsgerð dýra fylgjast löngum að og tengj...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju verða karlmenn ekki óléttir?

Karlmenn verða ekki óléttir af því að þeir hafa ekki þau líffæri sem þarf til þess að nýr einstaklingur geti þroskast og dafnað innan líkama þeirra. Eitt af einkennum lífvera er að þær fjölga sér. Fjallað er um æxlun í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlu...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru háhyrningar hvalategund? Eru hvalir rándýr?

Svarið við fyrri spurningunni er já, háhyrningar eru sérstök tegund hvala og nefnis á fræðimáli Orcinus orca. Lausleg skilgreining á hugtakinu tegund er afmarkaður hópur lífvera, hvort sem um er að ræða jurtir eða dýr, sem eru í meginatriðum eins að útliti og líkamsgerð og geta átt saman frjó afkvæmi. Háhyrnin...

category-iconMannfræði

Hverjir voru krómagnon-menn?

Hugtakið krómagnonmenn á rætur sínar að rekja til fornleifafundar í Cro-Magnon hellisskútanum við bæinn Les Eyzies í Dordogne-héraði í suðvesturhluta Frakklands árið 1868. Verkamenn sem unnu við lagningu járnbrautar komu niður á mannabein og að lokinni rannsókn á staðnum höfðu bein úr fimm til átta einstaklingum v...

Fleiri niðurstöður