Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um bavíana og félagskerfi þeirra?

Margrét Björk Sigurðardóttir

Einnig er svarað spurningunum:
  • Hvað vitið þið um fjallabavíana (e. chacma baboon)?
  • Getið þið sýnt mér myndir af bavíönum?

Til eru fimm tegundir bavíana. Fjórar tilheyra ættkvíslinni Papio: Gulbavíani (Papio cynocephalus), fjallabavíani (Papio ursinus), ólífubavíani (Papio anubis) og hamadrýasbavíani (Papio hamadryas). Geladabavíani (Theropithecus gelada) er eina tegundin af ættkvíslinni Theropithecus.

Bavíanar eru meðalstórir prímatar og alætur (e. omnivorous) með áberandi dálæti á ávöxtum. Þrátt fyrir að tegundirnar séu mjög líkar að byggingu og líkamsgerð búa þær í mjög ólíkum vistkerfum og félagskerfi þeirra eru mjög fjölbreytileg. Allir bavíanar lifa þó í hópum, en talsverður munur er á milli tegunda hvað varðar samsetningu og stærð hópanna.



Ólífubavíani (Papio anubis)

Uppruni bavíana

Allar tegundir Papio-bavíana geta klifrað í trjám, þrátt fyrir að flestar lifi þær á svæðum þar sem lítið er um tré. Að lifa í trjám krefst mikillar sérhæfingar í líkamsgerð (til dæmis að geta gripið um greinar) og því bendir slík geta til aðlögunar að trjálífi. Stór hluti búsvæðis bavíana er talið hafa verið skógi vaxið og það þykir því sennilegt að forfeður bavíana hafi lifað í trjám.

Sem skógardýr lifðu bavíanar sennilega í litlum hópum með einu karldýri, en slíkt félagskerfi fyrirfinnst enn meðal bavíana á skógarsvæðum í dag. Við lok Míósen-tímabilsins, það er fyrir um 5,5 – 6 milljónum ára, hefur svo ,,líf á jörðu niðri“ tekið við af skógarlíferninu, þá sennilega fyrst inni í skóginum. Þegar skógurinn tók að hopa við lok Plíósen-tímans, eða fyrir um 2 milljónum ára, færðu bavíanarnir sig svo yfir á opnari svæði.

Þótt hamadrýasbavíanar teljist til ættkvíslarinnar Papio eru þeir þó nokkuð frábrugðnir öðrum ættingjum sínum. Talið er að hamadrýasbavíanar og nánasti ættingi þeirra, ólífubavíaninn, hafi aðskilist fyrir um 340.000 árum. Geladabavíanar eru hins vegar ólíkir öðrum bavíönum bæði hvað varðar flokkun og vistfræði. Geladabavíaninn er eini eftirlifandi meðlimur ættkvíslarinnar Theropithecus sem á Plíó-pleistósen tímanum var algeng á gresjum Afríku neðan Sahara, og er afsprengi ættkvíslarinnar Papio. Theropithecus-ættkvíslin varð að öðru leyti útdauð fyrir um 50.000 árum vegna ofveiði að talið er.

Almennir bavíanar (e. common baboon)

Til almennra bavíana teljast allar tegundir af ættkvíslinni Papio fyrir utan Papio hamadryas. Þessar tegundir eru ólífubavíani, gulbavíani og fjallabavíani. Allar þessar tegundir eru taldar svo líkar að líkamsgerð, lifnaðarháttum og félagskerfum að venjulega er talað um þær sem eina yfirtegund.



Bavíanar að snyrta hvorn annan

Ólífubavíani hefur stærsta útbreiðslusvæði allra bavíana og finnst allt frá Eþíópíu og Tansaníu suður til Malí, en einnig til fjalla á Saharasvæðinu. Gulbavíaninn er í Austur-Afríku frá Kenía og Tansaníu til Simbabve og Botsvana. Fjallabavíaninn lifir hins vegar í suðurhluta Afríku, allt frá Angóla, Sambíu og Mósambík til Suður-Afríku.

Félagskerfi þessara þriggja tegunda eru öll mjög lík að uppbyggingu, en grunneining þeirra byggir á hóp nátengdra kvendýra með mörgum kynþroska karldýrum. Þetta er samheldinn hópur 40-80 einstaklinga á öllum aldri og af báðum kynjum.

Kvendýr innan hópsins mynda bandalög við skyldmenni sín til að draga úr áreiti annarra kvendýra og tryggja stöðu sína innan hópsins. Þetta veldur því að mikil stéttaskipting er til staðar og gengur samfélagsstaðan í ættir, en dætur fá sömu stöðu innan hópsins og mæður þeirra. Sum kvendýr mynda einnig sérstök tengsl við einstök karldýr, það er kvendýrið og afkvæmi þess eiga í vinalegu sambandi við ákveðið karldýr þó að kvendýrið sé ekki tilbúið til æxlunar. Þetta gera kvendýrin að öllum líkindum til þess að verja sig ágangi annarra karldýra og til að fá aukna vernd fyrir afkvæmi sín. Kvendýr þessara bavíana flytjast ekki milli hópa heldur eyða ævinni í nánum tengslum við ættingja sína. Þegar karldýrin verða fullþroska flytja þau sig hins vegar úr fæðingarhóp sínum og sameinast nýjum hóp.

Hamadrýasbavíanar (Papio hamadryas)

Hamadrýasbavíanar lifa á þurrkasvæðum Eþíópíu, Súdan, Sómalíu og á vesturströnd Suður-Arabíu. Þeir hafast við í skógum og á gresjum yfir daginn og eyða nánast öllum tíma sínum á jörðu niðri. Á nóttunni leita þeir svefnstaðar í bröttum klettum eða klettasyllum. Mikill munur er á stærð kynjanna, en fullorðið karldýr er um það bil tvisvar sinnum stærra en fullorðið kvendýr.



Hamadrýasbavíani (Papio hamadryas)

Grunneiningar félagskerfis hamadrýasbavíana samanstanda af einu karldýri og 2-5 kvendýrum með afkvæmi sín. Innan þessara litlu hópa geta einnig verið fullþroska karldýr sem að æxlast ekki.

Félagskerfi hamadrýasbavíana hefur stundum verið kallað ,,martröð feministans“, þar sem karldýrið stjórnar hegðun kvendýrsins með árásargjarnri hegðun, svokallaðri smölun (e. herding). Þetta getur verið allt frá illu augnaráði og upp í löðrung eða bit á háls kvendýrsins. Kvendýrunum er til dæmis refsað fyrir að ráfa of langt í burtu frá karldýrinu, að eiga samskipti við ókunnuga (það er einstaklinga sem tilheyra ekki þeirra hópi) eða að slást sín á milli.

Hamadrýas-kvendýr eiga nánast eingöngu í félagslegum samskiptum við ráðandi karldýr hópsins og sýna aðeins veik félagstengsl við önnur kvendýr innan fjölskyldunnar. Ef karldýrið deyr eða hverfur þá leysist hópurinn upp og kvendýrin dreifa sér á aðra hópa og sameinast þeim.

Þar sem náttstaðir eru fáir og dreifðir safnast stórir hópar hamadrýasbavíana saman á einn klett eða klettasyllu á nóttunni, allt að 750 einstaklingar saman. Hópar einhleypra karldýra, það er piparsveinahópar, sem venjulega fá ekki að koma nálægt kvendýrunum sameinast einnig hópnum á náttstað.

Geladabavíanar (Theropithecus gelada)

Geladabavíanar lifa eingöngu á afskekktum hásléttum Eþíópíu á graslendum í 2000 – 5000 m hæð yfir sjávarmáli. Líkt og hamadrýasbavíanar leita þeir náttstaðar í klettum og á klettasyllum. Þeir eru lélegir í að klifra í trjám og halda sig nánast eingöngu á jörðu niðri.



Karldýr geladabavíana(Theropithecus gelada)

Félagskerfi geladabavíana er flókið og byggir á mikilli stéttaskiptingu. Grunneining félagskerfisins er fjölskylda með eitt karldýr og eitt til tíu fullþroska kvendýr og afkvæmi þeirra. Í um 20% hópanna eru einnig svokallaðir fylgifiskar, það karldýr sem hafa ekki ráðandi stöðu og fá ekki að makast við kvendýrin. Karldýr sem ekki tilheyra neinni fjölskyldu mynda venjulega stöðuga piparsveinahópa sem lifa á sömu svæðum og fjölskylduhóparnir.

Fullþroska kvendýr eru kjarni félagskerfis geladabavíana. Mjög sterk tengsl eru þeirra á milli, sérstaklega milli skyldra einstaklinga og einstaklinga úr sömu stöðu í virðingarröðinni. Ef ráðandi karldýr fjölskyldunnar deyr eða hverfur halda kvendýrin áfram hópinn þangað til annað karldýr tekur við hlutverki ráðandi karldýrsins. Kvendýrin hafa lítil samskipti við karldýr utan mökunar og kjósa frekar að eiga félagsleg samskipti við nánustu ættingja sína. Ráðandi karldýr eiga mjög lítil samskipti sín á milli og skipta sér lítið af hver öðrum. Þeir eru hins vegar óvenjulega umburðarlyndir gagnvart þeim fylgifiskum sem tilheyra fjölskyldu þeirra. Fjölskylduhóparnir halda sig iðullega í grennd hver við annan og mynda því enn stærri hópa með á bilinu 30 – 270 einstaklinga.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Barton, R.A., R.W. Byrne, A. Whiten. 1996. Ecology, feeding competition and social structure in baboons. Behavioural Ecology & Sociobiology, 38:321-329.
  • Barton, R.A., A. Whiten, S.C. Strums, R.W. Byrne og A.J. Simpson. 1992. Habitat use and resource availability in baboons. Animal Behaviour, 43:831-844.
  • Dunbar, R.I.M.. 1983. Relationships and social structure in gelada and hamadryas baboons. Í: Hinde, R.A. (ritstj.). Primate social relationships: An integrated approach. Blackwell Scientific Publicatons, Oxford, bls 299-307.
  • Dunbar, R.I.M.. 1986. The social ecology of Gelada baboons. Í: Rubenstein, D.I og R.W.Wrangham (ritstj.). Ecological Aspects of Social Evolution: Birds and Mammals. Princeton University Press, Princeton, New Jersey, bls. 332-351.
  • Dunbar, R.I.M.. 1988. Primate Social Systems. Croom Helm Ltd, London.
  • Kappeler, P.M.. 1999. Primate Socioecology: New Insights from Males. Natur Wissenschaften, 85:18-29.
  • Kappeler, P.M. og C.P. van Schaik. 2002. Evolution of primate social systems. International Journal of Primatology, 23:4:707-740.
  • Kummer, H.. 1968. Two variations in the social organization of baboons. Í: Jay, P.C. (ritstj.). Primates: Studies in adaption and variability. Holt, Rhinehart and Winston Inc., New York, bls 293-312.
  • Maier, R.. 1998. Comparative Animal Behaviour. Allyn and Bacon, Boston.
  • Pough, F. H., C. M. Janis og J. B. Heiser. 2002. Vertebrate Life. Prentice Hall, New Jersey.
  • Schaik, C.P. van. 1989. The ecology of social relationships amongst female primates. Í: Standen, V. og R.A. Foley (ritstj.). Comparative socioecolgy: The behavioural ecology of humans and other mammals. Blackwell, Oxford, bls. 195-218.
  • Smuts, B.B..1983. Special Relationships between Adult Male and Female Olive Baboons: Selective Advantages. Í: Hinde, R.A. (ritstj.). Primate social relationships: An integrated approach.Blackwell Scientific Publicatons, Oxford, bls 262-266.
  • Stammbach, E.. 1987. Desert, Forest and Montane Baboons: Multilevel-Societies. Í: Smuts, B., D.L. Cheney, R.M. Seyfarth, R.W. Wrangham og T.T. Struhsaker (ritstj.). Primate Societies. The University of Chicago Press, Chicago og London, bls. 112-120.

Höfundur

Útgáfudagur

4.12.2006

Spyrjandi

Helgi Jónsson
Þórunn Sigurðardóttir

Tilvísun

Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hvað getið þið sagt mér um bavíana og félagskerfi þeirra?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6421.

Margrét Björk Sigurðardóttir. (2006, 4. desember). Hvað getið þið sagt mér um bavíana og félagskerfi þeirra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6421

Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hvað getið þið sagt mér um bavíana og félagskerfi þeirra?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6421>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um bavíana og félagskerfi þeirra?
Einnig er svarað spurningunum:

  • Hvað vitið þið um fjallabavíana (e. chacma baboon)?
  • Getið þið sýnt mér myndir af bavíönum?

Til eru fimm tegundir bavíana. Fjórar tilheyra ættkvíslinni Papio: Gulbavíani (Papio cynocephalus), fjallabavíani (Papio ursinus), ólífubavíani (Papio anubis) og hamadrýasbavíani (Papio hamadryas). Geladabavíani (Theropithecus gelada) er eina tegundin af ættkvíslinni Theropithecus.

Bavíanar eru meðalstórir prímatar og alætur (e. omnivorous) með áberandi dálæti á ávöxtum. Þrátt fyrir að tegundirnar séu mjög líkar að byggingu og líkamsgerð búa þær í mjög ólíkum vistkerfum og félagskerfi þeirra eru mjög fjölbreytileg. Allir bavíanar lifa þó í hópum, en talsverður munur er á milli tegunda hvað varðar samsetningu og stærð hópanna.



Ólífubavíani (Papio anubis)

Uppruni bavíana

Allar tegundir Papio-bavíana geta klifrað í trjám, þrátt fyrir að flestar lifi þær á svæðum þar sem lítið er um tré. Að lifa í trjám krefst mikillar sérhæfingar í líkamsgerð (til dæmis að geta gripið um greinar) og því bendir slík geta til aðlögunar að trjálífi. Stór hluti búsvæðis bavíana er talið hafa verið skógi vaxið og það þykir því sennilegt að forfeður bavíana hafi lifað í trjám.

Sem skógardýr lifðu bavíanar sennilega í litlum hópum með einu karldýri, en slíkt félagskerfi fyrirfinnst enn meðal bavíana á skógarsvæðum í dag. Við lok Míósen-tímabilsins, það er fyrir um 5,5 – 6 milljónum ára, hefur svo ,,líf á jörðu niðri“ tekið við af skógarlíferninu, þá sennilega fyrst inni í skóginum. Þegar skógurinn tók að hopa við lok Plíósen-tímans, eða fyrir um 2 milljónum ára, færðu bavíanarnir sig svo yfir á opnari svæði.

Þótt hamadrýasbavíanar teljist til ættkvíslarinnar Papio eru þeir þó nokkuð frábrugðnir öðrum ættingjum sínum. Talið er að hamadrýasbavíanar og nánasti ættingi þeirra, ólífubavíaninn, hafi aðskilist fyrir um 340.000 árum. Geladabavíanar eru hins vegar ólíkir öðrum bavíönum bæði hvað varðar flokkun og vistfræði. Geladabavíaninn er eini eftirlifandi meðlimur ættkvíslarinnar Theropithecus sem á Plíó-pleistósen tímanum var algeng á gresjum Afríku neðan Sahara, og er afsprengi ættkvíslarinnar Papio. Theropithecus-ættkvíslin varð að öðru leyti útdauð fyrir um 50.000 árum vegna ofveiði að talið er.

Almennir bavíanar (e. common baboon)

Til almennra bavíana teljast allar tegundir af ættkvíslinni Papio fyrir utan Papio hamadryas. Þessar tegundir eru ólífubavíani, gulbavíani og fjallabavíani. Allar þessar tegundir eru taldar svo líkar að líkamsgerð, lifnaðarháttum og félagskerfum að venjulega er talað um þær sem eina yfirtegund.



Bavíanar að snyrta hvorn annan

Ólífubavíani hefur stærsta útbreiðslusvæði allra bavíana og finnst allt frá Eþíópíu og Tansaníu suður til Malí, en einnig til fjalla á Saharasvæðinu. Gulbavíaninn er í Austur-Afríku frá Kenía og Tansaníu til Simbabve og Botsvana. Fjallabavíaninn lifir hins vegar í suðurhluta Afríku, allt frá Angóla, Sambíu og Mósambík til Suður-Afríku.

Félagskerfi þessara þriggja tegunda eru öll mjög lík að uppbyggingu, en grunneining þeirra byggir á hóp nátengdra kvendýra með mörgum kynþroska karldýrum. Þetta er samheldinn hópur 40-80 einstaklinga á öllum aldri og af báðum kynjum.

Kvendýr innan hópsins mynda bandalög við skyldmenni sín til að draga úr áreiti annarra kvendýra og tryggja stöðu sína innan hópsins. Þetta veldur því að mikil stéttaskipting er til staðar og gengur samfélagsstaðan í ættir, en dætur fá sömu stöðu innan hópsins og mæður þeirra. Sum kvendýr mynda einnig sérstök tengsl við einstök karldýr, það er kvendýrið og afkvæmi þess eiga í vinalegu sambandi við ákveðið karldýr þó að kvendýrið sé ekki tilbúið til æxlunar. Þetta gera kvendýrin að öllum líkindum til þess að verja sig ágangi annarra karldýra og til að fá aukna vernd fyrir afkvæmi sín. Kvendýr þessara bavíana flytjast ekki milli hópa heldur eyða ævinni í nánum tengslum við ættingja sína. Þegar karldýrin verða fullþroska flytja þau sig hins vegar úr fæðingarhóp sínum og sameinast nýjum hóp.

Hamadrýasbavíanar (Papio hamadryas)

Hamadrýasbavíanar lifa á þurrkasvæðum Eþíópíu, Súdan, Sómalíu og á vesturströnd Suður-Arabíu. Þeir hafast við í skógum og á gresjum yfir daginn og eyða nánast öllum tíma sínum á jörðu niðri. Á nóttunni leita þeir svefnstaðar í bröttum klettum eða klettasyllum. Mikill munur er á stærð kynjanna, en fullorðið karldýr er um það bil tvisvar sinnum stærra en fullorðið kvendýr.



Hamadrýasbavíani (Papio hamadryas)

Grunneiningar félagskerfis hamadrýasbavíana samanstanda af einu karldýri og 2-5 kvendýrum með afkvæmi sín. Innan þessara litlu hópa geta einnig verið fullþroska karldýr sem að æxlast ekki.

Félagskerfi hamadrýasbavíana hefur stundum verið kallað ,,martröð feministans“, þar sem karldýrið stjórnar hegðun kvendýrsins með árásargjarnri hegðun, svokallaðri smölun (e. herding). Þetta getur verið allt frá illu augnaráði og upp í löðrung eða bit á háls kvendýrsins. Kvendýrunum er til dæmis refsað fyrir að ráfa of langt í burtu frá karldýrinu, að eiga samskipti við ókunnuga (það er einstaklinga sem tilheyra ekki þeirra hópi) eða að slást sín á milli.

Hamadrýas-kvendýr eiga nánast eingöngu í félagslegum samskiptum við ráðandi karldýr hópsins og sýna aðeins veik félagstengsl við önnur kvendýr innan fjölskyldunnar. Ef karldýrið deyr eða hverfur þá leysist hópurinn upp og kvendýrin dreifa sér á aðra hópa og sameinast þeim.

Þar sem náttstaðir eru fáir og dreifðir safnast stórir hópar hamadrýasbavíana saman á einn klett eða klettasyllu á nóttunni, allt að 750 einstaklingar saman. Hópar einhleypra karldýra, það er piparsveinahópar, sem venjulega fá ekki að koma nálægt kvendýrunum sameinast einnig hópnum á náttstað.

Geladabavíanar (Theropithecus gelada)

Geladabavíanar lifa eingöngu á afskekktum hásléttum Eþíópíu á graslendum í 2000 – 5000 m hæð yfir sjávarmáli. Líkt og hamadrýasbavíanar leita þeir náttstaðar í klettum og á klettasyllum. Þeir eru lélegir í að klifra í trjám og halda sig nánast eingöngu á jörðu niðri.



Karldýr geladabavíana(Theropithecus gelada)

Félagskerfi geladabavíana er flókið og byggir á mikilli stéttaskiptingu. Grunneining félagskerfisins er fjölskylda með eitt karldýr og eitt til tíu fullþroska kvendýr og afkvæmi þeirra. Í um 20% hópanna eru einnig svokallaðir fylgifiskar, það karldýr sem hafa ekki ráðandi stöðu og fá ekki að makast við kvendýrin. Karldýr sem ekki tilheyra neinni fjölskyldu mynda venjulega stöðuga piparsveinahópa sem lifa á sömu svæðum og fjölskylduhóparnir.

Fullþroska kvendýr eru kjarni félagskerfis geladabavíana. Mjög sterk tengsl eru þeirra á milli, sérstaklega milli skyldra einstaklinga og einstaklinga úr sömu stöðu í virðingarröðinni. Ef ráðandi karldýr fjölskyldunnar deyr eða hverfur halda kvendýrin áfram hópinn þangað til annað karldýr tekur við hlutverki ráðandi karldýrsins. Kvendýrin hafa lítil samskipti við karldýr utan mökunar og kjósa frekar að eiga félagsleg samskipti við nánustu ættingja sína. Ráðandi karldýr eiga mjög lítil samskipti sín á milli og skipta sér lítið af hver öðrum. Þeir eru hins vegar óvenjulega umburðarlyndir gagnvart þeim fylgifiskum sem tilheyra fjölskyldu þeirra. Fjölskylduhóparnir halda sig iðullega í grennd hver við annan og mynda því enn stærri hópa með á bilinu 30 – 270 einstaklinga.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Barton, R.A., R.W. Byrne, A. Whiten. 1996. Ecology, feeding competition and social structure in baboons. Behavioural Ecology & Sociobiology, 38:321-329.
  • Barton, R.A., A. Whiten, S.C. Strums, R.W. Byrne og A.J. Simpson. 1992. Habitat use and resource availability in baboons. Animal Behaviour, 43:831-844.
  • Dunbar, R.I.M.. 1983. Relationships and social structure in gelada and hamadryas baboons. Í: Hinde, R.A. (ritstj.). Primate social relationships: An integrated approach. Blackwell Scientific Publicatons, Oxford, bls 299-307.
  • Dunbar, R.I.M.. 1986. The social ecology of Gelada baboons. Í: Rubenstein, D.I og R.W.Wrangham (ritstj.). Ecological Aspects of Social Evolution: Birds and Mammals. Princeton University Press, Princeton, New Jersey, bls. 332-351.
  • Dunbar, R.I.M.. 1988. Primate Social Systems. Croom Helm Ltd, London.
  • Kappeler, P.M.. 1999. Primate Socioecology: New Insights from Males. Natur Wissenschaften, 85:18-29.
  • Kappeler, P.M. og C.P. van Schaik. 2002. Evolution of primate social systems. International Journal of Primatology, 23:4:707-740.
  • Kummer, H.. 1968. Two variations in the social organization of baboons. Í: Jay, P.C. (ritstj.). Primates: Studies in adaption and variability. Holt, Rhinehart and Winston Inc., New York, bls 293-312.
  • Maier, R.. 1998. Comparative Animal Behaviour. Allyn and Bacon, Boston.
  • Pough, F. H., C. M. Janis og J. B. Heiser. 2002. Vertebrate Life. Prentice Hall, New Jersey.
  • Schaik, C.P. van. 1989. The ecology of social relationships amongst female primates. Í: Standen, V. og R.A. Foley (ritstj.). Comparative socioecolgy: The behavioural ecology of humans and other mammals. Blackwell, Oxford, bls. 195-218.
  • Smuts, B.B..1983. Special Relationships between Adult Male and Female Olive Baboons: Selective Advantages. Í: Hinde, R.A. (ritstj.). Primate social relationships: An integrated approach.Blackwell Scientific Publicatons, Oxford, bls 262-266.
  • Stammbach, E.. 1987. Desert, Forest and Montane Baboons: Multilevel-Societies. Í: Smuts, B., D.L. Cheney, R.M. Seyfarth, R.W. Wrangham og T.T. Struhsaker (ritstj.). Primate Societies. The University of Chicago Press, Chicago og London, bls. 112-120.
...