Það er ekkert sem segir okkur að kjötið af risaeðlum hafi ekki verið ætt. Auðvitað vitum við ekki í dag hvernig risaeðlukjöt smakkaðist en það hefur sjálfsagt verið mjög misjafnt alveg eins og kjöt af ólíkum dýrum í dag er misjafnt. Einhverjar risaeðlur kunna að hafa bragðast líkt og sumir fuglar en margir telja einmitt að fuglar séu þær núlifandi dýrategundir sem séu skyldastar risaeðlum. Síðan má vel vera að einhverjar risaeðlur hafi smakkast líkt og krókódílar en krókódílar voru komnir til sögunnar á tímum risaeðlanna. Það hafa ýmsir velt fyrir sér hvernig risaðelukjöt kunni að hafa bragðast, til dæmis má lesa skemmtilegar hugleiðingar um það á vefnum Slate.com (á ensku). Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Hvað voru risaeðlutegundir margar þegar þær voru uppi? Eru einhverjar núlifandi dýrategundir náskyldar þeim? eftir Leif A. Símonarson
- Hver var minnsta risaeðlan og hvernig var andrúmsloftið þegar hún var uppi? eftir Leif A. Símonarson
- Ef krókódílar voru uppi á sama tíma og risaeðlur af hverju dóu þeir þá ekki út? eftir Leif A. Símonarson
- Af hverju hafa risaeðlur verið til lengur en mannfólk og af hverju eru ekki ennþá til risaeðlur? eftir ÞV
- The Review Crew. Sótt 24. 3. 2011.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.