Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað voru risaeðlutegundir margar þegar þær voru uppi? Eru einhverjar núlifandi dýrategundir náskyldar þeim?

Leifur A. Símonarson



Um fjölda risaeðla er erfitt að fullyrða, en alls hefur verið lýst 737 ættkvíslum. Hins vegar er talið líklegt að þær hafi verið mun fleiri því að leifar landdýra varðveitast yfirleitt ekki sérlega vel nema þær grafist í setlög. Því má gera ráð fyrir að mikill fjöldi risaeðluleifa hafi tapast, brotnað niður, leyst upp og eyðst á yfirborði jarðar eftir að bakteríur og aðrar hræætur voru búnar að hreinsa kjötið af beinunum. Margir telja að ættkvíslafjöldinn hafi jafnvel verið einhvers staðar á bilinu 1.200 til 1.500.

Yfirleitt eru sárafáar tegundir taldar til hverrar ættkvíslar risaeðla, þannig að tegundirnar eru sennilega ekki miklu fleiri en ættkvíslirnar. Fyrstu risaeðlurnar komu fram á Tríastímabili, en það hófst fyrir 245 milljón árum og því lauk fyrir 208 milljón árum, en þá tók við Júratímabil. Varla verður sagt að risaeðlur hafi verið áberandi fyrst á Trías. Þær sækja ögn í sig veðrið þegar líður á tímabilið og í lok þess er ættkvíslafjöldinn talinn um 56 og tegundafjöldinn rúmlega 80.

Í lok Júratímabils, fyrir rúmlega 145 milljón árum, var ættkvíslafjöldinn um 130 og tegundafjöldinn líklega tæplega 200. Í byrjun síðasta tíma (epoch) á Krítartímabili var ættkvíslafjöldinn nær 170 og tegundafjöldinn sennilega nálægt 250. Hins vegar voru í lok Krítar, við mörkin milli Krítar og Tertíers, aðeins eftir 8 ættkvíslir með samtals 12 tegundir.

Rétt er að benda á að hér er sennilega um lágmarkstölur að ræða, þar sem gert hefur verið ráð fyrir að ættkvíslirnar séu ekki miklu fleiri en 737.

Margir telja að fuglar séu þær núlifandi dýrategundir sem séu skyldastar risaeðlum. Bent hefur verið á að elsti fuglinn, öglir (Archaeopteryx), sé í beinabyggingu, til dæmis hvað varðar beinasamsetningu hauskúpunnar, mjög svo líkur risaeðluættkvíslinni fagurkjálka (Compsognathus) eða þvengeðlu eins og hún er oftast nefnd í íslenskum ritum. Öglir var vissulega fiðraður líkt og núlifandi fuglar, en ólíkur þeim að því leyti að hann hafði tennur í skolti og fría fingur á vænghnúum.

Hinu er ekki að leyna að sumir telja að fuglar og risaeðlur hafi þróast frá boleðlum (Thecodontia) og að þessir tveir hópar eigi frekar sameiginlegan uppruna.

Skoðið einnig skyld svör:



Mynd af Albertosaurus: University of Calgary, Department of Geology & Geophysics, Current Projects - Andrew MacRae

Mynd af ögli: daily-tangents.com

Höfundur

prófessor í steingervingafræði við HÍ

Útgáfudagur

25.3.2002

Spyrjandi

Unnar Geirdal, f. 1988

Tilvísun

Leifur A. Símonarson. „Hvað voru risaeðlutegundir margar þegar þær voru uppi? Eru einhverjar núlifandi dýrategundir náskyldar þeim?“ Vísindavefurinn, 25. mars 2002, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2236.

Leifur A. Símonarson. (2002, 25. mars). Hvað voru risaeðlutegundir margar þegar þær voru uppi? Eru einhverjar núlifandi dýrategundir náskyldar þeim? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2236

Leifur A. Símonarson. „Hvað voru risaeðlutegundir margar þegar þær voru uppi? Eru einhverjar núlifandi dýrategundir náskyldar þeim?“ Vísindavefurinn. 25. mar. 2002. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2236>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað voru risaeðlutegundir margar þegar þær voru uppi? Eru einhverjar núlifandi dýrategundir náskyldar þeim?


Um fjölda risaeðla er erfitt að fullyrða, en alls hefur verið lýst 737 ættkvíslum. Hins vegar er talið líklegt að þær hafi verið mun fleiri því að leifar landdýra varðveitast yfirleitt ekki sérlega vel nema þær grafist í setlög. Því má gera ráð fyrir að mikill fjöldi risaeðluleifa hafi tapast, brotnað niður, leyst upp og eyðst á yfirborði jarðar eftir að bakteríur og aðrar hræætur voru búnar að hreinsa kjötið af beinunum. Margir telja að ættkvíslafjöldinn hafi jafnvel verið einhvers staðar á bilinu 1.200 til 1.500.

Yfirleitt eru sárafáar tegundir taldar til hverrar ættkvíslar risaeðla, þannig að tegundirnar eru sennilega ekki miklu fleiri en ættkvíslirnar. Fyrstu risaeðlurnar komu fram á Tríastímabili, en það hófst fyrir 245 milljón árum og því lauk fyrir 208 milljón árum, en þá tók við Júratímabil. Varla verður sagt að risaeðlur hafi verið áberandi fyrst á Trías. Þær sækja ögn í sig veðrið þegar líður á tímabilið og í lok þess er ættkvíslafjöldinn talinn um 56 og tegundafjöldinn rúmlega 80.

Í lok Júratímabils, fyrir rúmlega 145 milljón árum, var ættkvíslafjöldinn um 130 og tegundafjöldinn líklega tæplega 200. Í byrjun síðasta tíma (epoch) á Krítartímabili var ættkvíslafjöldinn nær 170 og tegundafjöldinn sennilega nálægt 250. Hins vegar voru í lok Krítar, við mörkin milli Krítar og Tertíers, aðeins eftir 8 ættkvíslir með samtals 12 tegundir.

Rétt er að benda á að hér er sennilega um lágmarkstölur að ræða, þar sem gert hefur verið ráð fyrir að ættkvíslirnar séu ekki miklu fleiri en 737.

Margir telja að fuglar séu þær núlifandi dýrategundir sem séu skyldastar risaeðlum. Bent hefur verið á að elsti fuglinn, öglir (Archaeopteryx), sé í beinabyggingu, til dæmis hvað varðar beinasamsetningu hauskúpunnar, mjög svo líkur risaeðluættkvíslinni fagurkjálka (Compsognathus) eða þvengeðlu eins og hún er oftast nefnd í íslenskum ritum. Öglir var vissulega fiðraður líkt og núlifandi fuglar, en ólíkur þeim að því leyti að hann hafði tennur í skolti og fría fingur á vænghnúum.

Hinu er ekki að leyna að sumir telja að fuglar og risaeðlur hafi þróast frá boleðlum (Thecodontia) og að þessir tveir hópar eigi frekar sameiginlegan uppruna.

Skoðið einnig skyld svör:



Mynd af Albertosaurus: University of Calgary, Department of Geology & Geophysics, Current Projects - Andrew MacRae

Mynd af ögli: daily-tangents.com...