Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til margar slöngutegundir í heiminum?

Jón Már Halldórsson

Slöngur eru af ætt skriðdýra (reptilia). Þær tilheyra sama ættbálki og eðlur en eru flokkaðar í undirættbálkinn serpenta en eðlur tilheyra undirættbálknum sauria. Í þróuninni töpuðu slöngur útlimum og öðru lunganu og augnalok hafa þær einnig misst. Elstu steingerðu leifar slangna eru frá síðari hluta krítartímabilsins (fyrir um 80 milljón árum) af tegund sem nefnd er Dinilysia.

Margt er á huldu varðandi þróunarsögu snáka vegna þess að bein þeirra eru mjó og viðkvæm og varðveitast illa í jarðlögum, nema ef vera skyldi allra stærstu tegundirnar. Með nýrri tækni er þó hægt að rannsaka minni tegundir steingerðra snáka.

Græna anakondan (Eunectes murinus) er þyngsta slöngutegund í heimi og sú næstlengsta.

Alls eru rúmlega 2700 tegundir af slöngum þekktar í heiminum. Þegar nær dregur miðbaug eykst tegundafjölbreytileikinn. Í Kanada finnast eingöngu um 24 tegundir og í Evrópu 28 tegundir. Í Flórída í Bandaríkjunum lifa hins vegar tæplega 50 tegundir og í Brasilíu nokkur hundruð. Í Ástralíu er einnig mikið af slöngum, þar hafa fundist um 140 tegundir af landslöngum og 32 tegundir vatnasnáka. Af þessum fjölda slöngutegunda eru aðeins um 375 tegundir eitraðar manninum.

Slöngur lifa villtar í öllum löndum heims nema á Suðurskautslandinu, Grænlandi, Íslandi, Írlandi og Nýja-Sjálandi. Þær hafa aðlagast margvíslegum búsvæðum eins og skóglendi, graslendi, eyðimerkursvæðum, ferskvatni og sjó.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

12.8.2002

Síðast uppfært

8.8.2022

Spyrjandi

Jón Daði Jónsson, f. 1992
Daði Rúnarsson, f. 1992

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar slöngutegundir í heiminum?“ Vísindavefurinn, 12. ágúst 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2639.

Jón Már Halldórsson. (2002, 12. ágúst). Hvað eru til margar slöngutegundir í heiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2639

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar slöngutegundir í heiminum?“ Vísindavefurinn. 12. ágú. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2639>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar slöngutegundir í heiminum?
Slöngur eru af ætt skriðdýra (reptilia). Þær tilheyra sama ættbálki og eðlur en eru flokkaðar í undirættbálkinn serpenta en eðlur tilheyra undirættbálknum sauria. Í þróuninni töpuðu slöngur útlimum og öðru lunganu og augnalok hafa þær einnig misst. Elstu steingerðu leifar slangna eru frá síðari hluta krítartímabilsins (fyrir um 80 milljón árum) af tegund sem nefnd er Dinilysia.

Margt er á huldu varðandi þróunarsögu snáka vegna þess að bein þeirra eru mjó og viðkvæm og varðveitast illa í jarðlögum, nema ef vera skyldi allra stærstu tegundirnar. Með nýrri tækni er þó hægt að rannsaka minni tegundir steingerðra snáka.

Græna anakondan (Eunectes murinus) er þyngsta slöngutegund í heimi og sú næstlengsta.

Alls eru rúmlega 2700 tegundir af slöngum þekktar í heiminum. Þegar nær dregur miðbaug eykst tegundafjölbreytileikinn. Í Kanada finnast eingöngu um 24 tegundir og í Evrópu 28 tegundir. Í Flórída í Bandaríkjunum lifa hins vegar tæplega 50 tegundir og í Brasilíu nokkur hundruð. Í Ástralíu er einnig mikið af slöngum, þar hafa fundist um 140 tegundir af landslöngum og 32 tegundir vatnasnáka. Af þessum fjölda slöngutegunda eru aðeins um 375 tegundir eitraðar manninum.

Slöngur lifa villtar í öllum löndum heims nema á Suðurskautslandinu, Grænlandi, Íslandi, Írlandi og Nýja-Sjálandi. Þær hafa aðlagast margvíslegum búsvæðum eins og skóglendi, graslendi, eyðimerkursvæðum, ferskvatni og sjó.

Mynd:...