Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu margar tegundir eru til af skriðdýrum?

Jón Már Halldórsson

Alls hafði 10.450 tegundum skriðdýra verið lýst árið 2016. Hægt er að finna uppfærða tölu á þessari síðu en henni verður að taka með smá fyrirvara. Skriðdýrum er skipt í nokkra hópa sem koma okkur miskunnuglega fyrir sjónir:
  • eðlur (e. lizards)
  • snáka
  • skjaldbökur
  • krókódíla
  • ranakollur (Spenodon spp., frumstæð skriðdýr sem lifa á smáum eyjum undan ströndum Nýja-Sjálands)
  • amphisbaenians (mætti nefna „ormeðlu“ á íslensku, líklega minnst þekkti hópurinn meðal skriðdýra, líkjast risastórum ánamöðkum og grafa sig niður líkt og þeir. Nafnið þýðir „fer í báðar áttir“, dýrið grefur sig ýmist áfram eða aftur á bak og erfitt er að greina á milli enda)

Árið 2016 voru þekktar tæplega 10.500 skriðdýrategundir.

Langflest skriðdýr eru af ætt eðla eða 6.263 tegundir (59% allra skriðdýrategunda). 3.619 tegundir snáka eru þekktar, 346 tegundir skjaldbaka, 196 tegundir amphisbaenians, 25 tegundir krókódíla og 1 tegund ranakollna. Af eðlum tilheyrir rúmlega helmingur þeirra tveimur ættum, skinkum (Scincidae), 1.613 tegundir, og gekkóum (Gekkonidae), 1.122 tegundir. Innan ættbálks snáka tilheyrir mikill meirihluti tegunda ættinni Colubridae, 1.879 tegundir eða 52% allra snáka í heiminum.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.1.2003

Síðast uppfært

27.6.2017

Spyrjandi

Jóhann Knappett, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu margar tegundir eru til af skriðdýrum?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3070.

Jón Már Halldórsson. (2003, 27. janúar). Hversu margar tegundir eru til af skriðdýrum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3070

Jón Már Halldórsson. „Hversu margar tegundir eru til af skriðdýrum?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3070>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu margar tegundir eru til af skriðdýrum?
Alls hafði 10.450 tegundum skriðdýra verið lýst árið 2016. Hægt er að finna uppfærða tölu á þessari síðu en henni verður að taka með smá fyrirvara. Skriðdýrum er skipt í nokkra hópa sem koma okkur miskunnuglega fyrir sjónir:

  • eðlur (e. lizards)
  • snáka
  • skjaldbökur
  • krókódíla
  • ranakollur (Spenodon spp., frumstæð skriðdýr sem lifa á smáum eyjum undan ströndum Nýja-Sjálands)
  • amphisbaenians (mætti nefna „ormeðlu“ á íslensku, líklega minnst þekkti hópurinn meðal skriðdýra, líkjast risastórum ánamöðkum og grafa sig niður líkt og þeir. Nafnið þýðir „fer í báðar áttir“, dýrið grefur sig ýmist áfram eða aftur á bak og erfitt er að greina á milli enda)

Árið 2016 voru þekktar tæplega 10.500 skriðdýrategundir.

Langflest skriðdýr eru af ætt eðla eða 6.263 tegundir (59% allra skriðdýrategunda). 3.619 tegundir snáka eru þekktar, 346 tegundir skjaldbaka, 196 tegundir amphisbaenians, 25 tegundir krókódíla og 1 tegund ranakollna. Af eðlum tilheyrir rúmlega helmingur þeirra tveimur ættum, skinkum (Scincidae), 1.613 tegundir, og gekkóum (Gekkonidae), 1.122 tegundir. Innan ættbálks snáka tilheyrir mikill meirihluti tegunda ættinni Colubridae, 1.879 tegundir eða 52% allra snáka í heiminum.

Heimildir og myndir:...