Höggormar eru gildvaxnir og að meðaltali um 50 cm á lengd. Í Evrópu eru stærstu höggormarnir í Svíþjóð. Þeir ná allt að 90 cm lengd. Í Danmörku lifa höggormar aðallega í grýttu landi, á heiðum, ræktarlandi og svæðum þar sem skógur hefur verið ruddur. Engin skráð dauðsföll eru vegna bita höggormsins í Danmörku, svo best sé vitað, enda telst eitrið ekki banvænt heilbrigðu fólki þó þau geti verið afar sársaukafull. Í Svíþjóð eru að meðaltali skráð um 1.200 bit af völdum höggorma, auk þess sem húsdýr og gæludýr verða oft fyrir bitum. Virkni eitursins er tiltölulega lítil miðað við flestar aðrar tegundir höggormaættkvíslar (Viper sp.). Í Danmörku og Skandinavíu étur höggormurinn aðallega smá spendýr svo sem moldvörpur og mýs auk þess sem hann tekur einnig ánamaðka og aðra smáa landhryggleysingja sem verða á vegi hans. Engar eitraðar froskategundur lifa í Danmörku. Mynd:
Höggormar eru gildvaxnir og að meðaltali um 50 cm á lengd. Í Evrópu eru stærstu höggormarnir í Svíþjóð. Þeir ná allt að 90 cm lengd. Í Danmörku lifa höggormar aðallega í grýttu landi, á heiðum, ræktarlandi og svæðum þar sem skógur hefur verið ruddur. Engin skráð dauðsföll eru vegna bita höggormsins í Danmörku, svo best sé vitað, enda telst eitrið ekki banvænt heilbrigðu fólki þó þau geti verið afar sársaukafull. Í Svíþjóð eru að meðaltali skráð um 1.200 bit af völdum höggorma, auk þess sem húsdýr og gæludýr verða oft fyrir bitum. Virkni eitursins er tiltölulega lítil miðað við flestar aðrar tegundir höggormaættkvíslar (Viper sp.). Í Danmörku og Skandinavíu étur höggormurinn aðallega smá spendýr svo sem moldvörpur og mýs auk þess sem hann tekur einnig ánamaðka og aðra smáa landhryggleysingja sem verða á vegi hans. Engar eitraðar froskategundur lifa í Danmörku. Mynd: