Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 247 svör fundust
Er vitað hversu mikil áhrif keltneska hafði á íslensku á landnámstímanum. Eru til dæmis einhver tökuorð úr keltnesku algeng í daglegu máli?
Áhrif keltnesku á íslensku í upphafi Íslands byggðar eru einkum á sviði tökuorða, mannanafna og örnefna. Merkasta rannsóknin á þessu sviði er verk Helga Guðmundssonar, Um haf innan, sem kom út hjá Háskólaútgáfunni 1997. Undirtitill bókarinnar er Vestrænir menn og íslenzk menning á miðöldum. Á blaðsíðum 127-160 er ...
Hvað merkir seil sem stundum kemur fyrir í örnefnum?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Heil og sæl . Hvað er seil? Sem heit á stað á jörð eða örnefni? T.d. Miklavatnsseil eða -seilar, Hreiðurseil, Fremri- og Heimri-Hnúkaseil, Mógrafarseil. Veit Vísindavefurinn það? Nafnið Seil er rangur ritháttur fyrir Seyl en orðið seyl merkir ‚vætusvæði í mýri‘, eða ‚foræði, ...
Hvenær og hvernig myndaðist fjallið Þorbjörn við Grindavík?
Fjallið Þorbjörn norðan Grindavíkur er úr móbergi að mestu, og er því myndað við gos undir jökli ísaldarinnar. Á jarðfræðikorti ÍSOR, sem aðgengilegt er á vefnum (Jarðfræðikort ÍSOR), stendur „Móberg frá eldri jökulskeiðum Bruhnes", en Bruhnes-segulskeiðið hófst fyrir um það bil 780 þúsund árum og stendur enn....
Var Hrafna-Flóki til í alvöru?
Í Landnámabók kemur Flóki Vilgerðarson tvisvar við sögu. Fyrst er hann einn af þeim sem sagt er að hafi komið til Íslands áður en varanlegt landnám norrænna manna hófst með Íslandsferð Ingólfs Arnarsonar. Eftir að sagt hefur verið frá ferðum landkönnuðanna Naddodds og Garðars Svavarssonar segir svo frá í Sturlubók...
Hvaðan kemur orðið skápur í örnefninu Skápadalur?
Skápadalur er jörð innst í Patreksfirði í gamla Rauðasandshreppi, Vestur-Barðastrandarsýslu. Í örnefnaskrá fyrir jörðina sem Jónína Hafsteinsdóttir tók saman árið 1978 kemur fram að í eldri skrá eftir Ara Gíslason sé sagt „að nafn jarðarinnar sé á reiki, sé stundum Skyttudalur eða Skytjudalur. Ólafía Ólafsdóttir s...
Hvað þýðir nafnið Esja?
Bærinn Esjuberg á Kjalarnesi er nefndur á nokkrum stöðum í Landnámu án þess að vikið sé að skýringu á nafninu. Þar bjó Örlygur Hrappsson sem kom til landsins frá Suðureyjum og settist að á Kjalarnesi. Í Kjalnesingasögu er sagt frá því að írskir menn hafi komið á skipi í Leiruvog í Kollafirði. Meðal þeirra var k...
Hvar er Ætternisstapi?
Ætternisstapi er ekki til sem örnefni á Íslandi og er af ýmsum talinn aðeins goðsöguleg hugmynd. Hann kemur fyrir í Gautreks sögu, sem er ein af Fornaldarsögum Norðurlanda. Gauti konungur á Vestra-Gautlandi er á ferð og kemur að bóndabæ. Snotra dóttir bónda segir konungi eftirfarandi:Hér er sá hamar við bæ vor...
Hvaðan er orðið Korpa komið og hvað merkir það?
Nafn árinnar Korpu í Mosfellssveit er hugsanlega dregið af orðinu korpa 'hrukka', samanber kyrpingur. Bæjarnafnið Korpúlfsstaðir var reyndar stundum skrifað Kortólfsstaðir í eldri heimildum (Ísl. fornbréfasafn I:507) eða Kortúlfsstaðir (Jarðabók ÁM og PV III:450), en Korpúlfsstaðir er væntanlega eldra. Við bæinn e...
Eru til áþreifanlegar sannanir fyrir veru Papa á Íslandi fyrir landnám norrænna manna?
Ritheimildir segja frá veru Papa hér á landi áður en norrænir menn komu en að þeir hafi síðan horfið á braut. Þó að vissulega sé hægt að þreifa á gömlum handritum er líklega átt við annars konar áþreifanlegar sannanir. Gallinn við ritheimildir er sá að þær geta logið eða farið með fleipur, einkum og sér í lagi ...
Hvað merkir Rang- í örnefnum eins og Rangárvellir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað þýðir liðurinn Rang s.s. í Rangárvellir? Samkvæmt Íslensku orðsifjabókinni merkir lýsingarorðið rangur ‘skakkur, snúinn; óréttur, öfugur’, og af rangur er leitt sagnorðið ranga ‘hreyfa til, ...’ og kvenkynsnafnorðið ranga, ‘ranghverfa, sbr. og sams. eins og Rangá og R...
Hvað merkir orðið Evrópa?
Evrópa er grískt orð sem merkir breiða ásjónu eða andlit en hugtakið á rætur í grískri orðræðu á fornöld. Elsta dæmið um notkun þess sem sérnafns mun vera á læk sem var við véfréttina í Dodona í Epírus, en finna má örnefni skyld því víða á meginlandi Grikklands.1 Ætla má að upphaflega hafi Evrópa verið gyðja í trú...
Hvað þýðir heitið Kleifar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Staðarnafnið Kleifar er algengt. Kleifar í Skötufirði, Kleifar í Seyðisfirði. Magnea frá Kleifum (í Kalbaksvík). Svo hef ég heyrt talað um að Kleifarnar og hef skilið það þannig að fara fram á lága kletta til að sjá fram af þeim. Þá er til Hestakleif milli Mjóafjarðar og Ísafjarða...
Er það rétt að Grindavík sé á Mars?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Er íslenska notuð í geimnum? er það nafnanefnd Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) sem sér um að nefna fyrirbæri á hnöttum sólkerfisins. Á Mars eru gígar sem eru innan við 60 km að þvermáli gjarnan nefndir eftir litlum bo...
Hvaðan kemur nafngiftin á Faxaflóa?
Eldra nafn Faxaflóa var Faxaós, sem fyrir kemur í Fjarðatali, sem talið er frá því um 1200 (Íslenskt fornbréfasafn III:13-17) og í Landnámabók (Íslenzk fornrit I: 38, 39, 55). Í Lýsingu Útskálaprestakalls 1839 eftir sr. Sigurð B. Sívertsen er nefnd Faxabugt (Gullbringu- og Kjósarsýsla, bls. 72). Á korti Björns...
Hver er elsti kaupstaður á Íslandi?
Orðið kaupstaður hefur ekki alltaf haft sömu merkingu í íslensku máli. Í norrænu fornmáli var það haft um stað þar sem seljendur og kaupendur að vörum hittust og kaup fóru fram. Þannig segir í Íslendingasögunni Valla-Ljóts sögu: „Skip kom út [það er til Íslands] um sumarið í Eyjafirði, og var þar kaupstaður mikill...