
Skápadalur séð til austurs, Vesturbyggð áður Rauðasandshreppur.
húsgagn, hirsla oft kassalaga og með hillum (á eða við vegg); hvilft eða hola, t.d. inn í klett’. To. líkl. úr d. skab (fd.skap, skaap), sbr. einnig sæ. skåp og fær. skáp h., ættað úr mlþ. schap ‘skápur, ker,…’, sbr. fsax. skap ‘ílát, fat, bátur’. Sjá skapker, skapa og skeppa.“ Skýringin á kvenkynsorðinu skytja er þannig: „‘skúr, skyggni, (smá)viðbygging’; sbr. mlþ. schütte ‘skjólveggur, lokuslá’; skytja < *skutjōn, sbr. skot ‘horn, krókur’, skúti (1), skutur og skjóta. Orðið kemur líka fyrir í fno. og ísl. örn., sbr. t.d. Mið-Skytja (í Skag.).Önnur tilvik um Skápa-nöfn á Íslandi koma í ljós við leit í örnefnasafni Árnastofnunar. Hér eru leitarniðurstöður af vefnum Nafnið.is, ásamt skýringu eða lýsingu á kennileitinu þar sem það er til:
- Skápahellir (Geirastaðir, Skútustaðahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu): engin skýring til í skránni.
- Skápar(nir) (Kálfaströnd, Skútustaðahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu): „Skápar. Það eru einskonar tröllkonu búrskápar í berginu vestan við Geitatjörn“.
- Skápasteinn (Hjallkarseyri, Auðkúluhreppi, Vestur-Ísafjarðarsýslu): „Niður ... í fjörunni er steinn, allur í holum eða skvompum, sem kallaður er Skápasteinn“.
- Skápholt (Miðhús, Bæjarhreppi, Strandasýslu): „Rétt neðan við [grjóthólinn] Kastala er Skápholt, lítið gróið, líkast því að það væri gömul urp og glufur inn í það“.
- Skáphóll (Ytra-Fjall, Aðaldælahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu): „Skáphóll. Stærsti hóllinn norðaustur af bæ með 2 klettum og er skápur eða skúti sunnan í þann syðri. Líkur til að nafnið sé gefið af börnum eða unglingum fyrri tíma, en glatað var það um aldamót. Gunnar halti kunni þetta nafn, er hann kom hér á gamals aldri og var spurður“.
- Skápur (Stóri-Botn, Hvalfjarðarstrandarhreppi, Borgarfjarðarsýslu): „mjög djúpur skógarhvammur niður við Hvalskarðsárgilið, sem heitir Skápur“.
- Skápur (Ríp I, Rípurhreppi, Skagafjarðarsýslu): „Yzt í þeim [Húsklöppum] er Skápurinn, e.k. hellir, einna líkastur herbergi með hálfopinni hurð. Inni er hálfrokkið, og vex þar hávaxinn burkni“.
- Skápur (Sílalækur, Aðaldælahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu): engin skýring, en sagt vera klettur.
- Skápur (Steig, Dyrhólahreppi, Vestur-Skaftafellssýslu): „Efst í Kinninni er laut, sem heitir Skápur og er álagablettur. Er bannað að slá hann“.
- ^ Örnefnaskrá yfir Skápadal; Ólafía Ólafsdóttir var fædd árið 1906 og var heimildarmaður.
- ^ Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, bls. 328.
- ^ Svavar Sigmundsson, 2018.
- ^ Örnefnaskrá yfir Skápadal.
- ^ Emily Lethbridge, 2019.
- ^ Örnefnaskrá yfir Ríp I.
- Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók.
- Emily Lethbridge. (2019, 19. mars). Táin. Árnastofnun.
- Nafnið.is. Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
- Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns gefin út af Hinu Íslenska fræðafjelagi í Kaupmannahöfn með styrk úr Ríkissjóði Íslands. Kaupmannahöfn: S. L. Möller. 6. bindi. 1938.
- Svavar Sigmundsson. (2018, 20. júní). Skytja. Árnastofnun.
- Örnefnaskrá fyrir Skápadal. Jónína Hafsteinsdóttir skráði. (1978). Örnefnasafn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
- Mats Icelandic Image Library. © Mats Wibe Lund. Birt með góðfúslegu leyfi.