Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan er orðið Korpa komið og hvað merkir það?

Svavar Sigmundsson

Nafn árinnar Korpu í Mosfellssveit er hugsanlega dregið af orðinu korpa 'hrukka', samanber kyrpingur. Bæjarnafnið Korpúlfsstaðir var reyndar stundum skrifað Kortólfsstaðir í eldri heimildum (Ísl. fornbréfasafn I:507) eða Kortúlfsstaðir (Jarðabók ÁM og PV III:450), en Korpúlfsstaðir er væntanlega eldra. Við bæinn er kennd Korpúlfsstaðaá (Korpa), sem er annað heiti á Úlfarsá sem svo er nefnd allt frá landnámi.[1]

Korpa er talið merkja ,hrukka, kyrpingur', skylt kreppa. Hér sést Korpa eða Úlfarsá.

Áin Korpa er einnig til í Önundarfirði, í Korpudal. Nafnið hefur verið talið stytt úr Kroppsstaðaá, en Kroppsstaðir eru nærri ánni (Hans Kuhn, Vestfirzk örnefni. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1949-50, 25).

Orðið er talið merkja ‚hrukka, kyrpingur‘, skylt kreppa. Áin Korpa í Korpudal tekur krappa beygju nærri bænum (Grímnir 2 (1983), 108-109).

Tilvísun:
  1. ^ Landnámabók, Ísl. fornrit I, 48. Útgefandi Landnámu, Jakob Benediktsson segir neðanmáls á bls. 48 (Ísl. fornrit I, 1968): „Úlfarsá er nú kölluð Korpúlfsstaðaá (Korpa).“ Áin hefur verið nefnd eins og margar ár og lækir gera eftir jörðum sem hún hefur runnið um. Í sóknarlýsingu Bókmenntafélagsins frá 1855 er Úlfarsá ekki nefnd, heldur segir að Korpúlfsstaðaá komi úr Hafravatni „[...] og rennur síðan fram hjá Korpúlfsstöðum í Leiruvoga.“ (Gullbringu- og Kjósarsýsla, 2007, bls. 147).

Mynd:

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

30.1.2012

Síðast uppfært

19.9.2024

Spyrjandi

Gunnar Reynarsson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvaðan er orðið Korpa komið og hvað merkir það?“ Vísindavefurinn, 30. janúar 2012, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59741.

Svavar Sigmundsson. (2012, 30. janúar). Hvaðan er orðið Korpa komið og hvað merkir það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59741

Svavar Sigmundsson. „Hvaðan er orðið Korpa komið og hvað merkir það?“ Vísindavefurinn. 30. jan. 2012. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59741>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan er orðið Korpa komið og hvað merkir það?
Nafn árinnar Korpu í Mosfellssveit er hugsanlega dregið af orðinu korpa 'hrukka', samanber kyrpingur. Bæjarnafnið Korpúlfsstaðir var reyndar stundum skrifað Kortólfsstaðir í eldri heimildum (Ísl. fornbréfasafn I:507) eða Kortúlfsstaðir (Jarðabók ÁM og PV III:450), en Korpúlfsstaðir er væntanlega eldra. Við bæinn er kennd Korpúlfsstaðaá (Korpa), sem er annað heiti á Úlfarsá sem svo er nefnd allt frá landnámi.[1]

Korpa er talið merkja ,hrukka, kyrpingur', skylt kreppa. Hér sést Korpa eða Úlfarsá.

Áin Korpa er einnig til í Önundarfirði, í Korpudal. Nafnið hefur verið talið stytt úr Kroppsstaðaá, en Kroppsstaðir eru nærri ánni (Hans Kuhn, Vestfirzk örnefni. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1949-50, 25).

Orðið er talið merkja ‚hrukka, kyrpingur‘, skylt kreppa. Áin Korpa í Korpudal tekur krappa beygju nærri bænum (Grímnir 2 (1983), 108-109).

Tilvísun:
  1. ^ Landnámabók, Ísl. fornrit I, 48. Útgefandi Landnámu, Jakob Benediktsson segir neðanmáls á bls. 48 (Ísl. fornrit I, 1968): „Úlfarsá er nú kölluð Korpúlfsstaðaá (Korpa).“ Áin hefur verið nefnd eins og margar ár og lækir gera eftir jörðum sem hún hefur runnið um. Í sóknarlýsingu Bókmenntafélagsins frá 1855 er Úlfarsá ekki nefnd, heldur segir að Korpúlfsstaðaá komi úr Hafravatni „[...] og rennur síðan fram hjá Korpúlfsstöðum í Leiruvoga.“ (Gullbringu- og Kjósarsýsla, 2007, bls. 147).

Mynd:...