Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er Gnitaheiði til?

Vésteinn Ólason

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Margir vilja sjálfsagt flokka þetta nafn með staðanöfnum goðsagna eins og Valhöll eða Ásgarði og gera ráð fyrir að staður þessi hafi aldrei verið til nema í sögnum og kvæðum. Gnitaheiði á að vísu að vera í mannheimum, enda Sigurður maður, en þar er einkum aðsetur drekans Fáfnis. Meðan kvæði um Sigurð Fáfnisbana voru alkunn hafa menn velt fyrir sér hvar þessi sögustaður væri og komist að niðurstöðu.

Í Leiðarvísi Nikulásar ábóta á Munkaþverá handa pílagrímum á suðurgöngu, sem hann hefur samið skömmu eftir miðja 12. öld en varðveittur er í AM 194 8vo, handriti sem er skrifað 1387, er getið um Gnitaheiði. Þar segir:
Þá er fjögurra daga för til Meginzo-borgar [Mainz], þar í milli er þorp, er Horus heitir, annað heitir Kiliandur, og þar er Gnita heiður, er Sigurður vó að Fáfni. (Alfræði íslensk I (1908), bls. 13.)

Staðurinn er sem sagt í Vestfalen í Þýskalandi. Margfróðir þýskir lærdómsmenn telja að eitthvert örnefni, sem hljómað hafi líkt og „Gnitaheiði“, hafi vakið þessa hugmynd og hafi hún styrkst af því að í þýskum Niflungasögnum gerast atvik nálægt Rín.

Af Atlakviðu mætti ráða að Gnitaheiði hafi verið í ríki Atla Húnakonungs og hefði hún þá verið sunnar.

Eina örugga svarið við spurningunni er því þetta: Gnitaheiði er til í skáldskap.



Mynd: The Sigurd Portal: Sigurður fáfnisbani vegur drekann.

Höfundur

prófessor emeritus

Útgáfudagur

19.9.2001

Spyrjandi

Markús Már

Tilvísun

Vésteinn Ólason. „Er Gnitaheiði til?“ Vísindavefurinn, 19. september 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1873.

Vésteinn Ólason. (2001, 19. september). Er Gnitaheiði til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1873

Vésteinn Ólason. „Er Gnitaheiði til?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1873>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er Gnitaheiði til?
Margir vilja sjálfsagt flokka þetta nafn með staðanöfnum goðsagna eins og Valhöll eða Ásgarði og gera ráð fyrir að staður þessi hafi aldrei verið til nema í sögnum og kvæðum. Gnitaheiði á að vísu að vera í mannheimum, enda Sigurður maður, en þar er einkum aðsetur drekans Fáfnis. Meðan kvæði um Sigurð Fáfnisbana voru alkunn hafa menn velt fyrir sér hvar þessi sögustaður væri og komist að niðurstöðu.

Í Leiðarvísi Nikulásar ábóta á Munkaþverá handa pílagrímum á suðurgöngu, sem hann hefur samið skömmu eftir miðja 12. öld en varðveittur er í AM 194 8vo, handriti sem er skrifað 1387, er getið um Gnitaheiði. Þar segir:
Þá er fjögurra daga för til Meginzo-borgar [Mainz], þar í milli er þorp, er Horus heitir, annað heitir Kiliandur, og þar er Gnita heiður, er Sigurður vó að Fáfni. (Alfræði íslensk I (1908), bls. 13.)

Staðurinn er sem sagt í Vestfalen í Þýskalandi. Margfróðir þýskir lærdómsmenn telja að eitthvert örnefni, sem hljómað hafi líkt og „Gnitaheiði“, hafi vakið þessa hugmynd og hafi hún styrkst af því að í þýskum Niflungasögnum gerast atvik nálægt Rín.

Af Atlakviðu mætti ráða að Gnitaheiði hafi verið í ríki Atla Húnakonungs og hefði hún þá verið sunnar.

Eina örugga svarið við spurningunni er því þetta: Gnitaheiði er til í skáldskap.



Mynd: The Sigurd Portal: Sigurður fáfnisbani vegur drekann.

...